Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLI, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlft rltstjðrana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘Lögberg" is printed and published by The Oolumbia Prees Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Hittumst heil á Gimli Á mánudaginn hinn 3. ágúst verður hin árlega íslendingadagshátíð haldin í skemtigarði Gimlibæjar og ef að líkum ræður, má vænta þangað mikils fjöl- mennis; forstöðunefndin hefir vandað hið bezta til alls undirbúnings og þarf því eigi að efa, að mannfundur þessi verði um alt hinn ánægjulegasti. Sérstakan svip setur það að sjálfsögðu á hátíðina að þessu sinni, að nokkur hluti skemtiskrár er helgaður aldarafmæli Stephans G. Stephanssonar, eins hins djúpúðgasta og stórbrotnasta ljóðskálds íslenzku þjóð- arinnar að fornu og nýju, en ummælin um skáldið fléttar prófessor Watson Kirkconnell inn í Canada minni sitt; er hann gerkunnugur ljóðum skáldsins og hefir manna mest útbreitt þekkingu á íslenzkri ljóða- gerð meðal enskumælandi lýðs með vönduðum ljóða- þýðingum sínum; við, sem höfum átt því láni að fagna að eiga með honum nokkra samleið, hlökkum til endur- funda við hann á Gimli. Kærkominn gestur, séra Eiinar Sturlaugsson pró- fastur á Patreksfirði, sem hingað kemur í boði Mani- tobaháskólans, flytur ræðuna fyrir minni íslands og verður því vitaskuld alment fagnað. Séra Einar er þegar að góðu kunnur íslendingum vestan hafs vegna hinnar höfðinglegu blaða og tímaritagjafar hans til íslenzka bókasafnsins við háskóla þessa fylkis; hann mun hafa í hyggju að heimsækja flestar bygðir íslendinga hér vestra á vegum Þjóðræknisfélagsins og mun honum hvarvetna fagnað verða. íslendingadagurinn hefir enn sem fyr mikilvægt þjóðræknislegt gildi til brunns að bera; þann dag verða allir eitt. Þjóðræknisfélagið þarf að færa út kvíar og ná til sem allra flestra hvort heldur sem mælt er á íslenzka eða enska tungu. Og hvað ætti að vera því til fyrir- stöðu, að sérhvert mannsbarn, er næsta íslendinga- dag sækir skrásetjist í Þjóðræknisfélagið? ☆ ☆ ☆ Falleg og fræðimannleg ritgerð í nýlega útkomnu hefti af tímaritinu The Icelandic Canadian, 'er að finna fallega og fræðimannlega ritgerð eftir W. J. Lindal dómara um krýningu Elízabetar drottningar og hefir ritgerðin nú verið gefin út í sér- prenti og er það vel, því að hún á erindi til sem allra flestra lesenda. í bréfi til höfundar farast kunnum fræðimanni af enskum uppruna, Arthur Wood, sem er í þjónustu National Employment Service, meðal annars þannig orð: „Ég finn hjá mér hvöt til að flytja þér hugheilar samfagnaðaróskir. Þessa síðustu mánuði hefir margt verið ritað og sagt um krýninguna, en ég get í fullri alvöru fullvissað þig um það, að ég hefi ekki komið auga á neitt, er betur sé til lestrar fallið né varpi skýrara ljósi á efnið en ræðan, sem þú fluttir í viðurvist nemendahópsins við Daniel Mclntyre skólann; slík ræða verðskuldar það vissulega áð hún hún sé birt í sérprenti og ég tel víst, að nemendur myndu eigi aðeins fagna því heldur og margir aðrir. Þú hefir sérstakt lag á því að raða niður kjarna- atriðum án þess að frásögnin taki á sig kaldrænt sagn- ritunarform; ég hafði óblandna ánægju af lestri áminstrar ritgerðar." ☆ ☆ ☆ Stjómmólaspádómar Leiðtogi C. C. F.-flokksins, Mr. Coldwell, sem um þessar mundir er á ferðalagi um Vesturlandið í kosn- ingaerindum, lét það verða eitt sitt fyrsta verk eftir komu sína til þessarar borgar, að spá fyrir um örlög íhaldsflokksins í kosningunum og eftir því að dæma ætti útreið sú, sem sá flokkur fær, að verða alt annað en glæsileg; hann tjáði sig hárvissan um það, að íhaldið, með Mr. Drew í fararbroddi, gæti ekki undir neinum * kringumstæðum náð á vald sitt nema í mesta lagi fjórum til fimm þingsætum vestan vatnanna miklu, en í Quebec myndi það fremur tapa en vinna á; það væri þar af leiðandi auðsætt, að ekki kæmi til nokkurra mála, að íhaldið fengi myndað stjórn að afloknum kosningum. Á hinn bóginn virtist Mr. Coldwell harla vongóður um stóraukið fylgi flokks síns í kosningunum, einkum þó í Saskatchewan, þar sem hann taldi líkur á að flokk- urinn hlyti öll þingsætin, seytján að tölu. Svo mæla börn, sem vilja, segir hið fornkvðna, en fáir munu á þessu stigi málsins hallast á þá sveif, að Mr. Gardiner sé í pólitískum skilningi dauðadæmdur í Saskatchewan hvað, sem öðrum þar vestra líður. Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 gær til Noregs, en þar verður hann viðstaddur kirkjuhátíð í Niðarósi, er minnst verður 800 ára afmælis erkibiskupsstólsins þar. Alíir yfirbiskupar Norður- landa prédika í dómkirkjunni f Þrándheimi á hátíðinni. ☆ Veður hefir verið blítt að undanförnu og mikil árgæzka til lands og sjávar. Spretta er ágæt bæði á túni og engjum, sláttur byrjaði miklu fyrr en venjulega og víða hefir allt náðst inn, sem losað hefir verið, og það ágæt- lega verkað. Horfur eru á góðri kartöfluuppskeru. Síldarafli hef- ir verið hpjög góður að undan- förnu, einhver veiði alla daga vikunnar og stundum mjög góð. Fólksekla hefir tafið fyrir sölt- un, en starfsfólki á söltunar- stöðvunum hefir fjölgað mikið, eftir að fregnir tóku að berast um góða síldveiði. Á miðviku- dagskvöld hafði verið saltað í 51.271 tunnu á öllu landinu, þar af í 28.207 tunnur á Siglufirði, en sama dag í fyrra hafði verið saltað í aðeins 633 tunnur á öllu landinu. Mikið hefir verið salt- að síðan á miðvikudagskvöld, því að veiði hefir verið ágæt, og og einnig hefir talsvert farið í bræðslu. í fyrradag var saltað í 6717 tunnur og sennilega hefir meira verið saltað í gær, því að síldveiðin var sérlega góð í fyrrinótt. ☆ Fiskaflinn í maímánuði á öllu landinu varð 40.720 lestir eða um 7.500 lestum meiri en í sama mánuði í fyrra. Fyrstu fimm mánuði ársins nam fiskaflinn rúmlega 185.000 lestum eða um 10.000 leséum meira en á sama tíma í fyrra. Af þessu fiskmagni fóru 56.500 lestir í frystingu, í herzlu nær því 69.000 lestir og til söltunar tæplega 58.000 lestir. ☆ Síðastliðinn mánudag hafði sanddæluskipið Sansú flutt sam- tals 112.000 lestir af skeljasandi í sandþró fyrirhugaðrar sements- verksmiðju á Akranesi. Sandin- um er dælt úr botni Faxaflóa og hefir verið dælt á sama stað á litlum bletti af þeim ferkíló- metra, sem afmarkaður hafði verið. ☆ í júnímánuði s.l. varð vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um tæpar 50 miljónir króna. Inn voru fluttar vörur fyrir röskar 108 miljónir en út fyrir 58 milj- ónir. Fyrri helming þessa árs var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 201,3 miljónir króna. ☆ Nýlega er lokið smíði göngu- brúar á Jökulsá í Lóni. Brú þessi er 27 metra löng hengibrú, þar sem kláfferjan er hjá Kollu- múla, og er að henni mikil sam- .göngubót, þar eð altítt er að fólk uari þessa leið milli Fljótsdals- héraðs og Skaftafellssýslu. ☆ Steingrímur Steinþórsson, for- sætis- og félagsmálaráðherra, setti 13. fund félagsmálaráðherra Norðurlanda í Alþingishúsinu á fimmtudaginn var. Það er fyrsti fundur félagsmálaráðherrana, sem haldinn er hér á landi, en íslendingar hafa tekið virkan þátt í fundahöldum þessum frá 1945. Forsætisráðherrann kvað það vilja íslendinga, að auka heldur samstarfið við hin Norð- urlöndin en draga úr því. Hann rakti það, sem áunnist hefir um Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 3. ágúst 1953. T. J. CLEMENS FUNERAL DIRECTOR ASHERN MANITOBA Serving the Interlake Territory FIRÐSÍMANIR ganga miklu greiðar ef þér HRINGID í NÚMERID! * V Hafið ávall við hendi lista yfir þau númer, sem þér þuríið að ná lil yfir firðsímann. Gefið af- greiðslunni hið rétta ulanbæjarnúmer og næst þá viðlalið greiðar en ella. Ef þér vilið ekki um númerið skuluð þér skrifa það niður og hafa við hendi, er þér næst þurfið að ná sambandi! MANITOBA TELEPHONE SYSTEM Reykjavík var haldin. Aðal- fundur Blaðamannasambands Norðurlanda var einnig haldinn í Reykjavík að þessu sinni, og eru fulltrúarnir nýlega farnir heim, hinrn síðustu fóru í gær- morgun. Fram undan er norrænt bindindisþing, sem á að hefjast í Reykjavík í lok þessa mánaðar og sækir það fjöldi manna af Norðurlöndunum. ☆ í dag er Þorláksmessa og Skál- holtshátíð haldin að venju, en fyrir henni gengst Skálholts- félagið, sem stofnað var til við- reisnar Skálholtsstað. Messu- gjörð önnuðust vígslubiskup Skálholtsbiskupsdæmis, séra Bjarni Jónsson, og séra Friðrik Friðriksson, en meðal ræðu- Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst, 1953. / THORGEIRSON CO. PRENTARAR 532 AGNES ST., WINNIPEG Phone 3-0971 gagnkvæm felagsleg rettindi hja Norðurlgndaþjóðunum og gat þess, að á þessum fundi ráð- herrana, sem lýkur á morgun, verða undirritaðir þrír Norður- landasamningar: um gagnkvæma veitingu mæðrahjálpar, — um gagnkvæmi varðandi greiðslur vegna skertrar starfshæfni, — og um flutning milli sjúkrasamlags og um sjúkrahjálp vegna dvalar um stundarsakir. Allir félags- málaráðherrar Norðurlanda sitja fundinn. Forseti íslands tekur á móti fundarmönnum á morgun. ☆ Nýlega er lokið fundi for- manna samtaka atvinnuveitenda á Norðurlöndum, sem háður var í Reykjavík, og sömuleiðis nor- rænni póstmálastefnu, sem 1 Verndið velmegun þjóðarinnar >> <r> c> w H Liberal frambjóðanda í Selkirkkjördæmi WOOD, R.J. X CONGRATULATIONS! to the Icelandic People on the Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, on August 3rd, 1953. ALWAYS ASK YOUR GROCER FOR . . . j BIITTERNUT BREAD THE LOAF IN THE BRIGHT RED WRAPPER | Old Fashioned Scone Loaf A WONDERFULLY DIFFERENT BREAD Canada Bread Co. Ltd. J. S. FORREST, Manager Phone 3-7144 PIES — D'NUTS — ROLLS — CAKES

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.