Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLÍ, 1953 7 hér þáttaskilum. En hámarki ná hins vegar konunga sögur með Heimskringlu Snorra. Með þessu var vegurinn rudd- ur fyrir framhaldi sagnritunar- innar og frjálsari tökum á sögu- efnum. Rekur Nordal þessa þróun ljóslega, hvernig ritun biskupa sagna hefst og ritun elztu Islendinga sagna, sem eru í beinu framhaldi og nánum tengslum við konunga sögur. Síðan breytast þessar sögur og verða sjálfstæðari og bera æ meir keim af öðrum samtíma- bókmenntum, svo sem riddara- og fornaldarsögum, um leið og hið samsögulega efni þeirra minnkar. Á þessum tíma verða til listaverk eins og Njála. Þessi þróun heldur svo lengra áfram í átt til skáldsakar á 14. öld, og þá verða til sögur, sem virðast hreinn skáldskapur. Lýkur svo þessari sagnaritun á 14. öld. ☆ Nordal hyggur, að flestar ís- lendingasögur séu settar saman á tímabilinu 1230—1300. Aðal- rök hans fyrir því eru þau, að einungis örfá handrit þessara sagna séu til frá 13. öld, og er hið elzta frá um 1250. Hins vegar eru elztu brot af lögum frá um 1150 og ýmis önnur handrit, t. d. af konunga sögum, frá öndverðri 13. öld. Kemur þetta líka vel heim við sennilegan ritunartíma. Af þeim sökum er vart annað hugsanlegt, ef íslendinga sögur eru almennt ritaðar um eða fyrir 1200, en einhver handritabrot hefðu varðveitzt, sem eldri eru en frá um 1250. Nordal skiptir íslendinga sög- um í fimm flokka eftir þeirri tímaröð, sem hann álítur senni- legasta. Vafalaust má lengi deila um einstök atriði, eins og hann tekur líka fram, þar sem svo margt er á huldu um þessar sög- ur. Sem dæmi get ég nefnt, að Nordal telur Eyrbyggju ritaða eftir 1250 og yngri en Laxdælu, en Einar Ólafur Sveinsson, sem gaf báðar sögurnar út í íslenzk- um fornritum, telur Eyrbyggju frá um 1220 og eldri en Laxdælu. Af þessu geta menn séð, hversu flókið málið er. Nordal ræðir nokkuð um sannleiksgildi Islendinga sagna og skoðanir manna um það. Telur hann, að sögurnar séu verk á- kveðinna manna, sem líta beri á sem höfunda þeirra. Hins vegar neitar hann því engan veginn, að kjarni flestra sagnanna geti verið sannur og höfundar þá ýmist stuðzt við munnlegar arf- sagnir eða ritaðar minnisgreinar um merkustu atburði. Því miður er enginn kostur þess að rekja hér rök Nordals í öllum atrið- um, en samt tel ég rétt að geta örfárra, þar sem mönnum er þetta mál hugstætt. ☆ Fyrst minnist hann á þá skoðun, að íslendingasögur hafi mótazt að fullu í munnlegri geymd, jafnvel mörgum manns- öldrum áður en þær voru færð- ar í letur, og þess vegna séu skrásetjarar þeirra ekki nefndir, þar sem þeir hafi ekki litið á sig sem höfunda. Af þessu stafi Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst 1953 H. SIGURDSON & SON LIMITED PLASTERING CONTRACTORS HALLDOR SIGURDSON HALLDOR MELVIN SIGURDSON 526 Arlington Street 1153 Ellice Avenue Sími 72-1272 Sími 72-6860 Hamingjuóskir til S j' Islendinga ... í tilefni af 64. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, þann 4. ágúst næstkomandi! n íslendingar viljum vér allir vera" Virðingarfylst P. O. EINARSON KAUPMAÐUR OAK POINT MANITOBA og það, að sögurnar séu í heild með líku svipmóti. Gegn þessari skoðun færir Nordal ýmis rök. Hann bendir á, að sá háttur að skrifa frásagnir orðrétt upp eftir sögumönnum sé miklu síðar til komin en ritun þessara sagna. Var það fyrst gert af þjóðfræðasöfnurum (folke- mindesamlere), sem hlotið höfðu málfræðimenntun. Hefðu hinir fornu söguritarar unnið þetta verk á svipuðum grundvelli, væri það í rauninni enn undur- samlegra en það, hversu hinar munnlegu frásagnir eru á háu þroskastigi. Þegar það er auk þess haft í huga, að sérhver af- ritari áleit sig hafa heimild til að breyta texta upp á eigin spýtur, þar sem hann taldi sig að nokkru ábyrgan fyrir því, sem hann afritaði, er býsna fjarstæðukennt að gera ráð fyrir, að til hafi verið skrásetjarar, er báru meiri virðingu fyrir frá- sagnarhætti „sögumannanna.“ Nordal telur fráleitt að tala um það sem tákn þess, að „ritar- arnir“ hafi ekki skoðað sig sem höfunda, að þeirra er ekki getið, því að allar skáldsögur (opdigt- ede sagaer) hafi einmitt varð- veitzt, án þess að höfundar væru til greindir. Varpar hann fram þeirri spurningu, hvort Völuspá og Njála, en höfundar þeirra eru ókunnir, beri síður svipmót af höfundum sínum en t. d. Vellekla og Sverris saga. Um það atriði, að sögurnar séu líkar, segir Nordal, að í rauninni séu varla til tvær íslendinga sögur, sem menn þyrðu við nán- ari athugun að eigna sama höf- undi. Svo breytilegar séu þær að listgáfu, áhugamálum, skiln- ingi og stíl. Nordal víkur að atriði í sam- bandi við Islendinga sögur, sem er harla merkilegt, en það er útbreiðsla sagnanna eftir lands- hlutum. Bendir hann á, hversu fáar sögur eru frá Suðurlandi og að engin saga er úr Skagafirði. HygguF hann, að á Suðurlandi hafi e. t. v. gætt andúðar á þess- ari nýjung í Sagnagerð frá göml- um höfðingja- og menntasetrum, en í Skagafirði hafi biskupssetrið á Hólum ráðið nokkru um. Þar sátu útlendir biskupar um skeið, meðan blómatími sagnaritunar- innar stóð sem hæst. Að endingu ræðir Nordal um þær orsakir, sem urðu til þess, að þessi sérstæða bókmennta- grein leið undir lok um 1400. Telur hann samkeppni frá kveð- skap hafa valdið þar mestu um, einkum þó upptök rímna. Það sé þess vegna breyttur bókmennta- smekkur, en ekki hörgull á sögu- efnum, sem hafi valdið því, að menn héldu ekki áfram að semja sögur. Ég hef hér reynt að bregða upp fyrir lesendum aðalefni þessa bókmenntayfirlits Sigurð- ar Nordals. — Tilgangurinn tír sá að vekja athygli manna á því, þar sem það á erindi til allra, sem láta sig að einhverju varða þetta efni. IMPERIAL OIL LIMITED CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 3rd, 1953. IMPERIAL OIL LIMITED Minnumst . sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst, 1953. Gimli Medical Centre Phones: 117-118 A. B. IGIMUNDSON, D.D.S. G. JOHNSON, M.D. GIMLI C. R. SCRIBNER, M.D. F. E. SCRIBNER, M.D. MANITOBA Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 3. ágúst 1953. frá litla en ábyggilega bakaríinu ALDO'S BAKERY 613 SARGENT AVENUE PHONE 74-4843 WINNIPEG 2 bændabýli af 3 njóta nú hlunninda óbyggilegrar raforku Já .. . Vissulega hefir raforkunefnd Mani- tobafylkis látið eitthvað undan sér ganga síðan 1945, er aðeins eitt bændabýli af 50 átti aðgang að rafmagni. Raforkunefnd yðar hefir mjög aukið á framfarir innan vébanda fylkisins . .. og hún heldur áfarm sínu mikilvæga starfi unz allir Manitoba- búar, sem til næst, \>úa við þægindi raf- orkunnar. THE MANIT0BA P0WER COMMISSION YÐAR RAFORKA — FÆRIÐ YÐUR HANA í NYT

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.