Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 13
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLÍ, 1953
13
kemur fagurlega fram í hinu
merkilega kvæði hans „Eloi
lamma sabakhthani“, þar sem
kenningar Meistarans frá Naza-
ret eru túlkaðar af djúpum
skilningi í erindum sem þessum:
Hann sá, að eiginelskan blind
var aldarfarsins stærsta synd
og þyngst á afl og anda mgnns
var okið lagt af bróður hans —
Sem grimmd og lymsku lengt
til ver
að láta aðra þjóna sér,
sem aldrei sér, að auðna þín
er allra heill og sín og mín.
Hann kenndi, að mannást heit
og hrein
til himins væri leiðin ein.
Hann sá, að allt var ógert verk,
sem ekki studdi mannúð sterk.
Né skyldi því heldur gleymt,
að þó Stephan væri ádeiluskáld,
þá var hann einnig ávallt í hjarta
sínu bjartsýnn hugsjónamaður,
bar í brjósti óbifanlega trú á
framtíðina og lokasigur sann-
Hveitbændur I
Flytjið korn yðar til kornhlað
N. M. PATERSON & SON LTD.
Cypress River, Man. - - - PERCY WILSON
Holland, Man. - - - - JACOB FRIESEN
Swan Lake, Man. - HARRY VAN HOOLAND
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 3. ógúst, 1953.
N. M. PATERSON & SONS
LIMITED
609 Grain Exchange Building
WINNIPEG
CANADA
leikans, eins og sjá má glöggt af
kvæði hans „Martíus“, einu af
hinum miklu kvæðum hans frá
síðari árum. Þroskinn var hon-
um fyrir öllu. „Framförin er lífs-
ins sanna sæla“. Sú hugsjónaást
hans og framtíðartrú eru klædd-
ar í áhrifamikinn orðabúning í
lokaljóðlínunum í hinu stór-
fellda kvæði hans „Bræðrabýti“:
«
Það er ekki oflofuð samtíð,
en umbætt og glaðari framtíð,
sú veröld, er sjáandin sér.
Stephan segir um hlákuvind-
inn, að hann sé „höfundur, seni
engan stælir“. Þar er honum
sjálfum rétt lýst sem skáldi, því
að hann fór mjög sinna ferða um
val yrkisefna og með ferð þeirra,
um bragarháttu og málfar, og
auðgaði íslenzka tungu og bók-
menntir vorar að sama skapi.
Hrjóstrugt er ljóðalendi hans ó-
sjaldan yfirferðar og nokkur
brögð að því, að lesandinn verði
að brjótast gegnum myrkrið og
klungur, áður en honum opnast
fjölskrúðug fegurðarlönd skálds-
ins; en annars staðar blasa þau
óðar og fljótar yndislega við
augum í ljóðrænum og blæmild-
um kvæðum, sem fljúga lesand-
anum í fang, eins og „Við verka-
lok“ eða „Að leikslokum," úr
heimferð skáldsins til ættjarðar-
innar 1917, en þetta er upphafs-
erindið:
Ef að vængir þínir taka að
þyngjast,
þreyttir af að fljúga í urtuátt,
hverf þú heim, og þú munt aftur
yngjast
orku, er lyftir hverri fjöður hátt.
Jafnvel þó við skilhað kannske
skeður,
skyndidepurð grípi róminn þinn
sem á hausti, er heiðló dalinn
kveður,
hugsun um, að það sé efsta sinn.
Og mörg kvæðin, sem hann
orti heima það sumar, sýna það
ótvírætt, að hann yngdist við
♦:♦ • ♦!♦
f
i
f
♦?♦
:
f
f
f
f
f
f
f
f
f
♦:♦
Hamingjuóskir til
ÍSLENDINGA
Stjórnendur og starfsfólk Safeway
búðanna, samfagna íslendingum í
tilefni af 64. þjóðminningardegi
þeirra ó Gimli þann 3. ógúst 1953.
Vér þökkum íslendingum vaxandi
viðskipti og órnum þeim fram-
tíðarheilla.
ferðina. Heill og heiður sé Ung-
mennafélögunum íslenzku fyrii
að standa að heimboði skáldsms,
en heimförin varð bæði honum
hin ánægjulegasta og bókmennt-
um vorum ávaxtarík að sama
skapi, eins og sést bezt a kvæða-
flokknum „Heimleiðis“.
Af nokkrum kennileitum hef-
ur þá verið svipazt um í víð-
lendu og gróðursælu landnámi
Stephans G. Stephanssonar í ís-
lenzkum skáldskap, en þó farið
æði hratt yfir, jafn mikið víð-
lendi í andans heimi og þar er
um að ræða. Skal nú, nær máls-
lokum, horfið aftur að komu
minni í heimabyggð hans í Al-
bertcí; vitanlega fór ég eigi
þaðan, svo að ég kæmi eigi að
legstað skáldsins. Er ég stóð við
leiði hans, sóttu fast á mig ó-
dauðlegar ljóðlínur hans:
En ættjarðarböndum mig grípur
hver grund,
sem grær kringum Islendings
bein.
Og mér hvarf í hug þessi frá-
sögn Jóhanns Magnúsar Bjarna-
sonar rithöfundar úr heimsókn
hans til Stephans 1924 (Vestan
um haf): „Eitt kvöldið sýndi
Stephan okkur grafreit fólksins
síns, og benti hann mér á þann
reit, er hann ætlaði sér — í norð-
austur-horni garðsins. Ég spurði
hann, af hverju hann hefði valið
þennan sérstaka blett handa sér.
„Af því ég vil vera sem allra
næst lslandi“, svaraði hann.“
Þau orð voru skáldinu lík, og
fjarri því að vera nokkurt hé-
gómamál, eins og skráð er gullnu
letri í lífi hans og ljóðum. Og þá
er áletrunin á minnisvarða hans
eigi síður sérkennandi fyrir hann
og löndum hans öllum um leið
lögeggjan til dáða:
Að hugsa ekki árum, en öldum
að alheimta ei daglaun að
kvöldum,
----því svo lengist mannsævin
mest.
Virðingarfylzt
SAFEWAY
CANADA SAFEWAY LIMITED
:
t
f
T
t
i
t
t
t
t
t
t
t
t
t
♦?♦
VIÐBÓTARBYGGING
Hraðfrystihús Haraldar Böð-
varssonar og Company á Akra-
nesi hefir verið stækkað að
miklum mun og gerðar á því
breytingar, sem koma því til
leiðar, að það er nú helmingi
afkastameira en áður var. Véla-
kosturinn hefir verið aukinn um
helming. Gerðir hafa verið nýir
lestir af frystum fiski og er þá
frystiklefar, sem rúma yfir 1000
alls hægt að geyma þar 2500
lestir af freðfiski. Hægt er að
framleiða 50 til 60 lestir af flök-
uðum fiski á sólarhring og frysta
600 til 800 tunnur síldar. Frysti-
húsið var stækkað með það fyrir
augum að unnt verði að nýta
Faxaflóasíldina betur en verið
hefir. Þar má nú vinna jöfnum
höndum fisk, síld og hvalkjöt,
en hingað til hefir verið erfið-
leikum bundið að vinna nema
eina tegund í einu.
Ríkisútvarpið, 12. júlí
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 3. ágúst, 1953.
Emil's Barber Shop
Phone 80
CENTRE ST.
GIMLI, MAN.
Compliments of
COWIN &
LIMITED
CO.
Reinforced Concrete Engineers
Structural Engineers
Telephone 74-2581
1137 PACIFIC AVE.
WINNIPEG, MAN.
I—
RJÓMABÚIÐ
ASHERN
í
sem bændur sjálfir eiga og
ráða yfir . . .
flytur íslendingum hugheilustu hamingju-
óskir í tilefni af 64. þjóðminningardegi
þeirra, sem haldinn er hátíðlegur að
Gimli, 3. ágúst 1953 og óskar þeim heilla
og hamingju í framtíðinni.
Rjómabúið grípur einnig þetta tækifæri
til þess að þakka íslenzkum viðskipta-
vinum drengilegan stuðning á liðnum
árum.
ASHERN FARMERS*
CREAMERY, LIMITED
GRÍMUR JÓHANNESSON, framkvæmdarstjóri
ASHERN
MANITOBA
L
Minnumst sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst 1953.
GIMLI MOTORS LIMITED
verzlar með
Chevrolet, Pontiac, Buick og Oldsmobile bifreiðar
og Chevrolet og G.M.C. vörubifreiðar.
Allar tegundir af akuryrkjuverkfærum
ALLIS-CHALMERS
Fljót afgreiðsla, vingjarnlegt viðmót
SIMLI MCTCCS LTD.
O. T. KRISTJANSON, forstjóri
Centre Street Sími 23 Gimli, Manitoba