Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 14
14
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLl, 1953
Tilbrigði tungunnar og túlkunarhæt-tir eru óþrjótandi
Slöndum Irúan vörð um íslenzkt
þjóðerni og hreint og ómengað
móðurmál
Þjóðhátíðarræða
Gunnars Thoroddsens,
borgarsljóra
Góðir íslendingar!
íslenzk tunga er sá arfur Is-
lendinga, sem dýrastur er og
mest nauðsyn að varðveita. Það
er fátítt, að tungumál þjóðar
hafi á þúsund árum tekið svo
litlum stakkaskiftum, að hvert
mannsbarn geti lesið sér að
gagni fornar bókmenntir. Tung-
an er meginstoð hins íslenzka
þjóðernis. Ef tungan týnist er
þjóðin og horfin. Þjóðin hefir þá
misst samhengið við fyrri menn-
ingu, orðið viðskila við sinn eig-
in uppruna.
Islenzk tunga er merk fyrir
margra hluta sakir. Tilbrigði
hennar og túlkunarhættir .eru
óþrjótandi.
„Ég skildi, að orð er á íslandi
til um allt, sem er hugsað á
jörðu.“
Islenzkir andans menn krjúpa
undrandi að lindum hennar.
Auðgi tungunnar og töfrar
birtast m. a. í Sléttuböndum,
HAMINGJUÓSKIR
til íslendinga í tilefni af 64.
þjóðminningardegi þeirra
á Gimli, Man., 3. ágúst 1953
MODERN GARAGE
GIMLI
BODY REPAIR - PAINTING
W. STASIUK, Proprietor
MANITOBA
HAMINGJUÓSKIR
til íslendinga í tilefni af 64.
þjóðminningardegi þeirra
á Gimli, Man., 3. ágúst 1953
A
TRIHBLE 4 SON
CHEVROLET - OLDSMOBILE - PONTIAC - BUICK
CHEVROLET and G.M.C. TRUCKS
IMPERIAL OIL
Glenboro
Manitoba
sem jafnt má lesa áfram sem
aftur á bak:
„Falla tímans voldug verk,
varla falleg baga.
Snjalla ríman stuðlasterk
stendur alla daga.“
segir í(Ólafsrímu Grænlendings,
en hún er 157 sléttubandavísur.
Engin tunga er önnur, sem
leyfir slíka list.
Tungan hefur oft verið í háska
stödd og er það enn. Margar for-
ynjur hafa að henni sótt um ald-
ir. Sumar hafa unnið henni ó-
gagn og veitt henni svöðusár. En
slík hefur gæfa hennar verið, að
ætíð hefur hún náð á nýjan leik
tign sinni, reisn og töfrum.
Dönsk áhrif og yfirráð spilltu
tungunni geigvænlega um hríð.
Margar tilskipanir og skýrslur
bera þess glöggán en sorglegan
vott. Landsmenn höfðu lengi vel
litlar mætur á Dönum. Andinn í
garð þeirar öldum saman birtist
í þjóðsögum og þjóðtrú. M. a.
brýzt hann fram í „Gullna hlið-
inu,“ þegar Jón bóndi spyr
Lykla-Pétur: „Er nokkur Dansk-
ari hér í Himnaríki?“ En ís-
lenzkan hlaut endurreisn og
þjóðin heimti sjálfstæði sitt að
nýju.
Hættan frá Dönum fyrir tungu
vora er liðin hjá. Og þegar þeir
hafa skilað handritunum heim,
mun enn birta yfir sambúð þess-
ara þjóða.
Nú telja ýmsir, að tungunni
stafi hætta af enskum og amer-
ískum áhrifum. Talsvert ber á
tökuorðum, afbökunum og orð-
skrípum í máli voru úr þeirri
átt. Sum þeirra munu samlagast
íslenzkri tungu og lúta lögum
hennar, eins og mörg orð erlend
hafa áður gjört. En mikið vatn
mun renna til sjávar, áður en
orð eins og „geim“ og „gæi,“
„stæll“ og „kjútipæ“ festa hér
rætur, og falla í farveg tungunn-
ar.
Aðalhælian fyrir lunguna er
andleg leii vor sjálfra
Aðalhættan fyrir íslenzka
tungu er andleg leti vor sjálfra,
hugleti. „Auðlærð er ill danska“
var áður sagt. Mönnum þykir
þægilegt að grípa erlent orð,
sem er tiltækt, í stað þess að
leggja það á sig að brjóta til
mergjar, hvaða orð íslenzkt eigi
við. Slík leit leiðir þó oftast til
orðs eða orðtaks, sem lýsir hugs-
uninni betur, er styttra, skýrara,
fegurra. Dæmi má nefna ný og
gömul. Menn hafa sagt „telefón"
fyrir sími, „radio fyrir útvarp,
„spískamers“ fyrir búr, fornnem-
elsisgjarn“ í stað fyrtinn, „kom-
plexar“ um allar andlegar veil-
ur og bresti, en vér eigum nóg
af slíku, bæði í orði og verki.
Nám tungunnar er þroskandi.
Það þjálfar hugsunina að brjóta
heilann um, hvernig orð og orð-
tök eru mynduð.
Fyrir verndun tungunnar eru
skólar, heimili, blöð og útvarp
helztu aðilar. En 'móðirin er á-
hrifamest. Tungan er ekki nefnd
föðurmál, eins og ættjörðin föð-
urland Tungan heitir móðurmál.
Bendir það ekki til þeirrar
þýðingar, sem móðirin hefur fyr
ir mál barnsins? Það málfar og
tungutak, sem barnið nemur við
móðurkné, er móðurmál þess,
sem það mun tala frá vöggu til
grafar.
„Móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita.“ >
Mæðurnar þurfa að innræta
börnum sínum ást og virðingu
fyrir fegurð og lögmálum ís-
lenzkrar tungu. Þá er henni
borgið.
Þegar hinn framsýni leiðtogi
Tyrkja, Kamel Ataturk, vildi
reisa þjóð sína úr þeirri ómenn-
ingu, að 98 af hundraði lands-
manna voru ólæsir og óskrifandi,
lagði hann megináherzlu á að
mennta mæðurnar; þá kæmi hitt
af sjálfu sér.
Blöðin og meðferð tungunnar
Blöðin hafa miklu og veglegu
hlutverki að gegna. Þau geta
verið styrkasta stoð íslenzkrar
tungu og heilbrigðrar hugsunar.
En þau geta einnig molað niður
málsmekkinn og brjálað dóm-
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 3. ágúst, 1953.
ASGEIRSON'S
PAINT & WALLPAPER
Sími 3-4322
698 SARGENT AVE.
WINNIPEG
VERÐMÆTUR ARFUR
“Sonur minn, í 70 ár hefir þetta býli framleitt lífsnauðsynjar
okkar.
“Afi þinn og ég höfum ræktað hér uppgrip af úrvalskorni.
Árum saman önnuðumst við sjálfir um kornsöluna. Samlagskorn-
nlaðan okkar er ein af 250 slíkrar tegundar, er Manitobabændur
sjálfir eiga. I nálega 30 ár hafa samlagskornhlöðurnar unnið að
bættum búnaðarskilyrðum og verndað bændur gegn arðráni.
“I samlagi okkar vinna í einingu 30,000 bændur að því að bæia
meðferð og sölu korns og byggja upp farsælli heimkynni.
“Drengur minn, einhvern tíma kemur að því, að þetta býli falli
þér í skaut, ásamt félagsskírteini mínu í samlaginu. Verndaðu
dyggilega hvorttveggja; hér ræðir í báðum tilfellum um dýr-
mætan arf.”
MANITOBA POOL ELEVATORS
greindina. Sem betur fer eru
þeir til í hópi íslenzkra blaða-
manna, sem hafa góða þekkingu
á tungunni og skilning á skyld-
um og ábyrgð blaðanna; og ýms-
um þeirra brennur í barmi heit
ást til hennar. — En hinir eru
fleiri.
Eitt markmiðið með verndun
hreinnar og fagurrar tungu er
að setja hugsanir fram skýrt og
rétt og bera sannleikanum vitni.
Menningararfur Islendinga, frá-
sagnarlistin, er fólgin íþví að
vera gagnorður, fagurorður og
sannorður. Sígild eru orð Ara
hins fróða Þorgilssonar: „En
hvatki er missagt er í fræðum
þessum, þá er skylt að hafa það
heldur, er sannara reynist."
CONGRATU LATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 64th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 3rd, 1953.
OFFICE SPECIALTY MFG. CO.
LIMITED
358 Donald Streei Tel. Nos. 93-4712
93-5364
“We make everything we sell and guarantee what we make.”
AnÁÁÍoc/iat
STAINLESS STEEL COOKWARE
OFFERS YOU
The Modern
WATERLESS METHOD
and ihe
Finest in construction, finest in beauty,
finest in performance.
^llte Kituj, tlte GooJzwGSie
rr
For free home demonstrations without obligation,
write, phone or call . . .
302-348 MAIN STREET, WINNIPEG
Phone 92-4665
A^UitocnaÍ
COOKWARE DISTRIBUTORS
ymrnmmmmmmmmmmmjrnmmi
Hagsýnt fólk situr jafnan
við þann eldinn sem
bezt brennur.
Af þessum ástæðum er það, að viðskiptavinum
vorum fjölgar óðfluga dag frá degi. Það kaupir
enginn köttinn í sekknum, sem gerir sér það að
reglu að verzla í
Home of Bonded Boby Beef