Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 23

Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 23
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLÍ, 1953 23 GUÐRÚN FRÁ LUNDI: DA LALÍF í>óra gat ekki stillt reiði sína, hún hló ertnislega, og sagði: „Ég skal víst ekki reyna til þess að binda á hana skóna. Það eru víst nógu margir, sem krjúpa fyrir henni, þó ég sé undanskilin. Enda þarf hún víst ekki að ganga á þvengjuðum skóm milli baðstofunnar og hlaðvarpans, lengra fer hún ekki, þá yrði hún of þreytt.“ „Sammastu og slepptu mér,“ sagði Jón og hratt henni svo harkalega, að hún var nærri dottin. Erlendur var nú staðinn upp og slangraði í áttina til þeirra. Það var engu líkara en hann hefði heyrt, hvað þeim fór á milli. „Hún var langt of góð handa þér,“ kallaði hann svo hátt sem hann gat. „Það var hún sem átti að fá moturinn, þú stalst honum frá henni, eins og Kjartan og settir hann á gulkollóttu brúðuna, sem þú hélzt, að væri dóttir heiðarlegs manns.“ — „Ekki.“— Sig- urður tók hann og dró hann með sér heim undir vegginn aftur. ,^Þú hefðir átt að fá hana sjálfur, þið voruð passleg hvort handa öðru,“ kallaði Jón á eftir þeim. „Þær hefðu ekki orðið lengi að rífa augun hvor úr annari, móðir þín og hún, — þessir höfuðvargar." „Skiptið ykkur ekkert af þeim,“ sagði Þóra. „Lofið þeim að drepa hvor annan, ef þeim sýnist svo.“ „Ekki kann ég við að láta þá skaða hvor annan, þó ég væri ekki með í samdrykkjunni og söngnum,“ svaraði Sigurður. „Reyndu að hjálpa Tomma, þangað til Jakob hreppstjóri kemur. Hann mun geta jafnað sakirnar, annar eins friðsemdaramður,“ bætti hann við. „Ég kalla þú sért sterkur, lagsmaður,“ tautaði Erlendur. „Ég hélt það væri þó ekki fyrir alla að- fara í hendurnar á mér.“ Þá kvað við grimmdarlegt öskur í Sigurði gamla. Hann staul- aðist af baki og óð að Erlendi með uppreidda járnsvipuna. „Hvað ert þú að troða illsakir við Jón Jakobsson, ómennið þitt, ekki nema það þó. Skammastu á bak og hafðu þig heim, segi ég,“ öskraði hann, „eða ég skal láta svipuna vaða á hausinn á þér. Þú ættir að þekkja hnefana á mér, þeir eru jafnharðir og þeir hafa verið.“ Hann baðaði höndunum út í loftið, eins og hann væri að reka inn fé, og öskraði af ákafanum. „Hvað ert þú að arga eins og villidýr, gamli skröggur," sagði Erlendur, en hopaði þó undan karlinum. Jói flýtti sér að ná í Dreyra og teyma hann til Erlendar. Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 3. ágúst 1953. THORVALDSON SUPPLY CO. LIMITED KAUPMENN RIVERTON MANITOBA CONGRATU LATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 3rd, 1953. RIVERTON HOTEL JOHN LUPYRYPA, Prop. Phone 203 RIVERTON MANITOBA Verðskulduð þökk Ég vil grípa þetta tækifæri til að flytja tslendingum í Fairford kjördæmi innilegar heillaóskir í tilefni af ísWdingadeginum 3. ágúst og þakka þeim stuðning við mig í síðustu fylkiskosningum. ' \ J. F. ANDERSON M.L.A., FAIRFORD „Svona, þetta var rétt af þér, hvolpur,“ hrópaði sá gamli. „Svona hafðu þig á bak, strákbjáni Erlendur eða,“ hann ógnaði honum enn með svipunni. Erlendur hafði sig í hnakkinn og bjóst til að fara, tók þó fyrst ofan og veifaði hattinum. „Verið þið öll blessuð og sæl og þakka ykkur kærlega fyrir skemmtuna, einkan- lega þér, mín eina góða vina, Þóra Björnsdóttir.“ „Svona áfram, asni,“ öskraði faðir hans, sem nú var kominn á hestbak og sló í Dreyra. En Jón hrópaði til Erlendar: „Andstyggðar ræfillinn, lafhræddur við áttræðan karlinn." „Ég vildi ég hefði aldrei séð þig í þetta sinn,“ kallaði Þóra til Erlendar. Það var ekki laust við, að það væri farið að hlæja að þeim feðgum. Sigurður gamli las skammirnar yfir syni sínum alla leið yfir ána, og rómur hans yfirgnæfði nið hennar. Þóra ein var alvarleg og lét sem hún hvorki heyrði né sæi, hvað fram fór. Þá bættist Jakob hreppstjóri í hópinn á eyrinni. Við komu hans þögnuðu allir. Hann var á milliskyrtunni og berfættur í skónum. Hann var náfölur og rómur hans skalf, þegar hann talaði til sonar síns: „Gerir þú þér sjálfum og okkur foreldrum þínum þá skömm að vera í áflogum og berja á lagsbræðrum þínum? Hve- nær skyldi' slíkt hafa heyrzt um Nautaflatafeðga?“ Þá rann berserksgangurinn algerlega af Jóni. Hann faðmaði föður sinn með barnslegri blíðu. „Elsku pabbi, vertu ekki hryggur. Ég gat ekki þolað að heyra allt það, sem hann er búinn að tala um föður Önnu.“ „Hvaða, hvaða? Er þá ekki gröfin lengur griðastaður mæðu- mannsins? Komdu heim, góði minn. Ég tala við þig seinna. Þú hefur drukkið of mikið. Það hefur verið hægt að reka lömbin undanfarin ár, án þess að vín væri með í ferðinni. Hvenær skyld- irðu verða svo vaxinn, að óhætt sé að sleppa þér frá sér, án þess maður iðrist eftir því að hafa ekki fylgt þér eftir eins og smá- barni.“ „Hann kallaði hann sjálfsmorðingja og —“ stamaði Jón. „Svona, svona ekki eitt orð meira,“ greip faðir hans fram í fyrir honum. „Hvaðan úr skollanum kom Erlendur til að gera illt af sér?“ bætti hann við. Svo gengu þeir heim hlið við hlið, án þess að kveðja nokkurn af þeim, sem eftir stóðu. Jón lagði hand- legginn yfir herðar föður síns og lofaði að láta þetta ekki henda sig aftur. Það var fátt um kveðjur á eyrunum. Vigga var sú eina, sem kvaddi, fyrst Jóa litla bróður sinn og svo litlu bræðurna frá Hjalla. Svo veifaði hún keyrinu til Þóru, sem var komin á bak. Þóra skipaði Jóa að fylgja litlu drengjunum heim að Hjalla, sló svo duglega í Mósa og reið í einum spretti heim í hlaðið í Hvammi. Hesturinn stóð lafmóður á hlaðinu, þegar Sigurður kom heim, Þóru sá hann hvergi. Hann spretti af söðlinum og flutti hestana fram á grundirnar. Magga steinsvaf alein í baðstofunni, þegar hann kom inn A borðinu stóð mjólkurkanna og skyrhræringur í skálum. Hann borðaði, klæddi sig svo úr jakkanum og tók af sér skóna. Nú dugði ekki að sofa lengi, í dag átti að byrja sláttinn. En hvar skyldi húsmóðirin halda sig. Líklega voru skapsmunirnir ekki í sem beztu lagi eftir allan þennan déskotans gauragang. Það voru viðburðaríkir lambarekstrar hjá Hrútdælingum, hugsaði hann, þegar hann var búinn að toga sængina ofan á brjóstið, það var notalegra. Þóra klæddi sig úr reiðfötunum fram í stofu, og hafði fata- skipti. Hún ætlaði að mjólka ærnar, áður en hún legði sig, þó það væri nokkuð snemmt. Þær voru inni í fjárhúsunum. Hún hafði nóg umhugsunarefni, á meðan hún mjólkaði. Þessi lamba- rekstur hafði orðið hálf endabrenndur; söngur og gleðskapur fram á Fagradal, skammir og slagsmál út hjá Nautaflatastekk. Aldrei hafði hún vitað annað eins. Anna hafði líka alltaf verið með hin vorin, stundum Jakob hreppstjóri sjálfur. Þá var lítið um drykkjuséap. Nú höfðu þau bæði sofið heima, en Elli þurft að koma eins og sendur af illum anda til að koma öllum þessum gauragangi af stað. Allt var þetta víninu að kenna. Og svo hafði Sigurður, bráðókunnugur maðurinn, heyrt þetta allt og séð. Hún sá ennþá hæðnisglott hans. Það var gott, að hún hafði ekki verið búin að semja við hann, það yrði víst aldrei minnzt á það framar. En samt hafði hann hækkað talsvert í áliti hjá henni við túrinn. Heppilegast hefði þó verið, að hann hefði verið heima og ekkert vtað um þetta. HVAÐ LÆKURINN SAGÐI Magga gamla vakti Sigurð með kaffi, klukkan níu. Sólin skein inn um gluggann og minnti á, að nú væri kominn góður hey- þurrkur. Jói vaknaði líka. Magga bauð Sigurði góðan daginn. ,JÞað er víst þurrkur,“ sagði hann syfjulega. „Já, glaða sólskin og sunnanblástur.“ „Það er ekki óefnilegt að sofa inni í rúmi í svoddan veðri, í stað þess að vera farinn að slá,“ sagði hann. „Þið komuð svo ákaflega seint heim, ekki fyrr en rétt fyrir fótaferðatíma. Þóra hefur mjólkað áður en hún fór að sofa.“ „Já, það var komið seint heim,“ svaraði hann dræmt. „Það voru nú alltaf skemmtilegir túrar í mínu ungdæmi að reka lömbin. Þú hefur nú séð margt nýstárlegt," sagði hún kátbrosleg. „Já, ég kynnist nýju umhverfi og nýju fólki.“ „Hittuð þið einhverja?" spurði hún. „J, ekki vantaði samfylgdina og gleðskapinn.“ „Nú jæja, hverja funduð þið?“ spurði hún forvitin. „Nágrannanna frá Nautaflötum og Hólsfeðga,“ svaraði hann og glotti. „Það vantar nú svo sem ekki glaðværðina hérna í dalniun,“ sagði hún og sötraði kaffið ánægjulega. „Ekki vantar frjálslyndið. Kvenfólkið drekkur eins og karl- mennirnir.“ „Hvaða óttaleg fjarstæða, það drekkur engin kona hér í dalnum, nema hún Ragnheiður mín á Hóli, henni þótti góður sopinn hér áður meir. Nú er hún lítið farin að fara út af heimilinu." „Er það móðir Erlendar?“ Hún játaði því. „Flest er það, sem prýðir það fjandans hyski,“ sagði Sigurður. Hann reis upp og fór að láta upp skóna. „Hvernig þótti þér rómurinn í Sigga gamla, þegar hann kom framan eyrarnar?“ spurði Jói og hló dátt. „Það var eins og blóðmannýgur tarfur væri á ferðinni. Það er varla von, að strákurinn sé betri en hann er, út af þessari skepnu korninn." „Út af hverju voru þeir að rífast?“ spurði Jói. „Spurðu Þóru eftir því, hún var þeim samferða, en ég ekki,“ sagði hann og fór út, en Magga fór að spyrja Jóa eftir, hvað hefði gengið á. Þóra heyrði samtalið gegn um svefninn. Svo hann hugsaði þá, að hún hefði drukkið með þeim félög- unum, og það var ekki nema eðlilegt. Hann hafði séð hana súpa á flösku fram á Fagradal, og ekki gat hann vitað það, að hún neitaði víni, þegar Erlendur bauð honum upp á tóma flöskuna. Hún fann til hálfgerðrar blygðunar, þegar hún hugsaði til þess, að hann hafði séð hana sitja á milli þeirra. En hvað skyldi honum svo sem koma það við, hvar hún var, þó hefði hún viljað mikið til gefa, að hann hefði hvorki séð eða heyrt það, sem fram fór síðastliðna nótt. Hún hafði lítilsvirt sveitunga hans, án þess að þekkja þá nokkuð; nú gat hann launað henni í sömu mynt. Út frá þessu sofnaði hún, og hana fór að dreyma einhverja endaleysu um lambareksturinn viðburðaríka. CONGRATU LATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 3rd, 1953. RIVERTON CO-OPERATIVE CREAMERY ASSOCIATION LTD. AL.ICE EYÓLPSON, forstjóri RIVERTON MANITOBA Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 3. ágúst 1953 COGHILL'S FOOD MARKET GROCERIES and MEATS MARINÓ COGHILL, eigandi Sími 381 RIVERTON. MAN. Hveitið, sem lagði grundvöll að miljónum .. Árið 1903 blandaði Dr. Charles Saunders hörðu Red Calcutta við Red Fife, er leiddi til fyrstu framleiðslu Marquis hveitis á Sléttunum. Sífeldar tilraunir við kynjablöndun og margs konar rannsóknir aðrar, hafa framleitt jiýjar hveititegundir, er leitt hafa til þess að Canada er nú forustuþjóð á heimsmarkaðninum. Með það fyrir augum, að veita sem allra ábyggilegasta þjónustu, vinna rannsóknarstofur þessa félags að margháttuðum umbótum á vettvangi canadiskrar jarðyrkju. Úr þessum hausum sprakk út Marquis, hveitið, sem skapað hefir Sléttufylkjunum farsœld og frægð. Or National Grain’s Iitkvikmyndinni nýju “Prairie Conquest’’ National Grain \/ COMPANY LIMITED WINNIPEG REGINA' SASKATOON CALGARY EDMONTON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.