Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 30. JÚLÍ, 1953
Jón Aðalsteinn Jónsson:
íslenzk bókmenntasaga í „Nordisk kultur"
Síðasta hefti af Nordisk kultur
<VItI. B.) fjallar um íslenzkar
bókmenntir í bundnu og ó-
bundnu máli frá upphafi og þar
til hinni fornu sagnaritun lýkur
um 1400. Hafa þeir prófessorarn-
ir Jón Helgason og Sigurður
Noi;dal ritað þetta yfirlit, og er
það næg trygging þess, að hér sé
tekið á hlutunum af glögg-
skyggni og víðsýni. Er því öllum
þeim, sem hafa áhuga á íslenzkri
bókmenntasögu, hinn mesti á-
vinningur að hafa hér fengið að-
gang að nýjustu kenningum um
þessi efni. Því verður ekki heldur
neitað, að nauðsynin var orðin
næsta brýn.
Skoðanir fræðimanna á ýms-
um veigamiklum atriðum forn-
bókmenntanna — og þá ekki sízt
á Islendinga sögum — hafa
breytzt mjög síðustu áratugi.
Hins vegar hefir engin íslenzk
bókmenntasaga verið gefin út
yfir fornbókmenntirnar um langt
árabil, svo að menn hafa þar
orðið að bjargast við úreltar bók-
menntasögur um margt. Er von-
andi, að útkoma þessa heftis af
Nordisk kultur marki hér tíma-
mót og nú komist skriður á út-
gáfu nýrrar bókmenntasögu.
Auk þess má segja, að almenn-
ingur hér á landi hafi þá fyrst
tök á að kynnast skoðunum
fræðimanna, þegar út hefir verið
gefin rækileg bókmenntasaga og
það á íslenzku. -
Um margar aldir hafa fornbók-
menntirnar verið íslendingum
helgir dómar, og verður þáttur
þeirra í verndun íslenzkt þjóð-
ernis aldrei of mikils metinn. Is-
lenzkt alþýðufólk hefir lesið
þessar bókmenntir og lært og um
leið trúað á þær. Af þeim sökum
verða allar umræður um þær við-
kvæmar og ekki sízt, ef hróflað
er við trú manna á sannleiksgildi
þeirra, en hún hefir ávallt verið
mjög sterk. En afstaða fræði-
manna til þessa atriðið hefir
breytzt mjög við nánari rann-
sókn, svo sem kunnugt er. Hefir
Sigurður Nordal 'ritað ýmislegt
um þetta efni áður, og má þar
minna á hina merku ritgerð hans
um Hrafnkötlu.
ýr
Þar sem ég býst við, að mörg-
um muni þykja fróðlegt að
"kynnast helztu skoðunum þessa
fræðimanns á íslenzkum bók-
menntum í óbundnu máli á tíma
bilinu 1100 til 1300 •— og þá ekki
sízt á íslendinga sögum, hef ég
tekið saman helztu atriðin, eins
og þau koma mér fyrir sjónir.
En menn verða að vera minn-
ugir þess, að útdráttur úr stuttu
yfirliti getur aldrei orðið annað
en svipur hjá sjón. Úr því er ein-
ungis unnt að bæta með því að
lesa sjálft yfirlitið.
Nordal tekur það skýrt fram,
að þetta yfirlit sitt sé í rauninni
fremur inngangur að bókmennta
sögu en bókmenntasaga. Því sé
ekki kleift að ræða um öll þau
deilumál, sem uppi eru um
sagnaritunina. Hins vegar segist
hann vonast til þess, að menn
| muni með því að beina athygl-
inni að sögurituninni örvast til
að ræða þessi mál djarflegar
(paa en mere rationel maade) en
menn hafi almennt gert fram að
þessu. Verður líka ekki annað
sagt, en hann fylgi því sjálfur
dyggilega. En hvort sem menn
eru sammála flestu eða öllu —
eða jafnvel engu — af því, sem
Nordal segir um þessi mál, hljóta
allir að játa, að hér er á ferðinni
maður, sem verður að taka mikið
tillit til, þegar rætt er um bók-
menntir Islendinga.
☆
Nordal bendir á, að hin venju-
lega skipting sagnanna eftir efni
sé ekki örugg. Telur hann því
heppilegasta að skipta þeim eftir
tímaröð, þ. e. eftir því, hversu
langur tími sé milli atburðanna
og þess, að frásagnir um þá hafi
verið færðar í letur. Samkvæmt
því verða flokkarnir þrír: sam-
tímasögur, fortíðarsögur (for-
tidssagaer) og forneskjusögur
(oldtidssagaer). Því næst rekur
hann sagnaritunina í tímaröð og
leggur aðaláherzlu á fortíðarsög-
urnar. Gerir hann það vegna
þess, að í þeim flokki eru þær
sögur, sem mestrar hylli njóta
MacLEODS LIMITED j
Flytur íslendingum hugheilar árnaðaróskir
í tilefni af 64. þjóðminningardegi þeirra,
3. ágúst 1953.
D. J. THOMPSON
S. S. KEENORA
Regular Excursions io Norway House—Monday's, 8.30 p.m.
Week End Excursions to Berens River—Friday's, 8.30 p.m.
THE SELKIRK NAVIGATION CO. LTD.
Phone 52-7014
SELKIRK, MAN. WINNIPEG
og eru mestu listaverkin. Við það
bætist svo, að stærstu vanda-
málin eru bundin við þær, allt
frá varðveizlu textanna til
spurningarinn um heimildir, ívaf
höfunda og afstöðu þeirra til
söguefnanna.
Nordal sýnir fram á, að bækur
af erlendum uppruna hafi verið
miklu fleiri en frumsamin inn-
lend rit á 12. öld og einkum
verið helgirit. Er slíkt eðlilegt,
þar sem prestvígðir menn hafa
flutt ritlistina til landsins. En
smám saman hafa svo ýmsir
höfðingjar, sem jafnframt höfðu
margir hverjir hlotið klerklega
menntun, farið að skrá ýmsan
fróðleik á íslenzku. Lögðu þeir
eingöngu áherzlu á sannleiksgildi
þess, sem þeir rituðu, og hið hag-
nýta gildi, en hvorki lengd né
skemmtanagildi. Frá þessum
tíma eru rit Ara fróða og enn
fremur lög, ættfræði, rímfræði
o. s. frv. En svo breytist smekk-
urinn, þegar líða tekur á öldina.
Þá fara menn að semja lengri
sögur, þar sem fyrri minnis-
greinar og ættartölur verða uppi
staðan, en utan um er ofið ýmsu
frásagnarverðu, bæði sannsögu-
legu og tilbúnu. Hefst þessi
breyting með ritun konunga
sagna, er setja mót sitt á þetta
tímabil og fram yfir 1200. Bend-
ir Nordal á, hvern þátt Þing-
eyrarklaustur muni eiga í þess-
ari þróun. En þaðan virðast
helztu innlend rit frá þessum
tíma vera runnin, beint eða
óbeint. Telur Nordal elztu sög-
una um Ólaf helga, sem senni-
legast er frá um 1170—80, valda
The LISGAR
m
Þar serri góðhugurinn ríkir
Óskar íslendingum góðs gengis á 64.
þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man.,
3. ágúst 1953.
R. HAWES, ráðsmaður
SELKIRK MANITOBA
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
3. ágúst 1953.
Arlington Pharmacy
Prescription Specialists
SARGENT and ARLINGTON Phone 3-5550
DIVIDENDS from
EXTRA DOLLARS
Put your extra dollars to work
through the practical, con-
venient facilities of Investors
Mutual. Ask your Investors
Syndicate representative for full
details.
INVEST0RS
Mutual
of Conado Limited
Act Today
You can accumulate $1.500,
$2,000. $5,000 or more, insix,
ten or fifteen years. Ask your
Investors Syndicate repre-
sentative for full details.
REPRESENTATIVE
GORDON H. HARLEY
Phones:
Bus. 93-8617
Res. 4-9380
INVESTORS
Syndicate
A 0 A UMlTi n
Have it Tomorrow
53
Compliments of . .
x
T
♦>
♦>
Jubilee
Coal Co.
Limited
H. B. IRVING, Manager
Telephone 42-5621
T
X
T CORYDON AND OSBORNE
T
❖
WINNIPEG
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
f
❖
i 1—
From generation to generation Five Roses Flour
finds ready acceptance from the Canadian home-
baker for any and every baking need. Take
advantage of consumer preference and keep a
good stock of Five Roses Flour on display.
IAKE 0F THE W00DS MILLING
COMPANY, LIMITED
MAKERS OF FIVE ROSES VITAMIN E N RIC H E D FLOUR