Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 10

Lögberg - 30.07.1953, Blaðsíða 10
10 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 3Ö. JÚLl, 1953 Stephan G. Stephansson Framhald af bls. 9 segir Jónas Þorbergsson um Stephan í prýðilegri minningar- grein sinni í Iðunni (1934). Kem- ur það heim við vitnisburð sveit- unga skáldsins, sem ég hefi rætt við um búskap hans. Eins og dr. Sigurður Nordal leggur áherzlu á í hinni snilldarlegu inngangs- ritgerð sinni að úrvalinu úr Andvökum (1939) er það annars eitt hið allra merkilegasta um Stephan og sýnir glöggt mann- dóm hans og skapfestu, hve frá- munalega vel honum tókst að verða við kvöðum hinna daglegu skyldustarfa annars vegar og ásækinni skáldskaparþörf sinni hins vegar, en það varð auðvitað hvorki átaka né sársaukalaust, eins og sjá má mörg merki í kvæðum hans, og hvergi fremur en í „Afmælisgjöfinni“. Jafnvægi Stephans í hugsun, heilskyggni hans, lýsir sér einn- ig vel í því, hve fagurlega hann skiptir ljósi og skugga milli hjartfólginnar ættjarðarinnar og hugstæðs fósturlandsins. Um djúpstæða ættjarðarást hans, sem er hinn heiti undirstrumur margra fegurstu kvæða hans, er óþarft að fjölyrða, og nægir um þá hliðina á skáldskap hans að minna á kvæði eins og „Ásta- vísur til lslands“, „Lyng frá auðum æskustöðvum“ og „Úr Islendingadags ræðu“ (Þó þú langförull legðir), og taka sem dæmi þetta alkunna og dáða er- indi úr hinu síðastnefnda: Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín. Segja. má, að skáldið sjái hér ættjörð sína í fegraðri mynd gegnum sjónargler fjarlægðar og saknaðar, en ofin er sú draum- sýn innstu og einlægustu hrær- ingum hjarta hans og eilífðar- vonum. Jafnframt er þess að minnast, að hin djúpstæða ætt- jarðarást skáldsins varð honum miklu meira en uppistaða og ívaf ágætra kvæða og hjarta- heitra; hún varð honum brenn- andi áminning og eggjan til dáða með ýmsum hætti. Má í því sambandi minna á eftirfar- andi ummæli úr ræðu, er Baldur Sveinsson hélt fyrir minni skáldsins á samkomu á Isafirði í heimferð hans 30. ágúst 1917: „Þó ættjarðarkvæði Stephans, sé fögur, þá er ekki minna um það vert, hver hugur hefur jafn- an fylgt máli í öllum þeim kvæðum. Ég skal nefna eitt dæmi því til sönnunar, að hann hefur ekki látið staðar nema við orðin ein. — Þegar farið var að selja hlutabréf Eimskipafélags- ins, þá tók Stephan sig upp frá heimili sínu og hitti hvern Is- lending í sínu byggðarlagi, til að fá þá í félagið, og varð vel ágengt. Mér er ánægja að geta sagt frá þessu opinberlega, og það því fremur, sem þetta félag hefur nú flutt skáldið heim hingað og heitið honum heim- flutningi sem gesti sínum.“ Bæta má því við, að skáldið orti snjallt kvæði, „Skipaminni“, í tilefni af stofnun Eimskipa- félagsins, þar sem hann eggjar landa sína vestan hafs um að sýna nú í verki ræktarhug sinn til heimaþjóðarinnar. En þó að Stephan væri eins fasttengdur ættjörðinni og raun ber vitni og játi í kvæði sínu „Útlegðin", að fóstran hafi aldrei gengið sér í móðurstað, bar hann eigi að síður hinn hlýjasta hug til fósturlandsins, kunni vel að meta kosti þess og fegurð, og hyllti það í fögrum kvæðum; einkum eru kvæði hans um sveitina hans í Alberta frumleg og svipmikil, svo sem „Sveitin mín“ og „Sumarkvöld í Alberta“. Hefi ég á öðrum stað bent á það, hvernig sævarmyndir og sigl- inga, eins og skáldið minntist þeirra frá æskuárunum heima á íslandi, fléttast inn í þessa and- ríku og gullfögru sveitarlýsingu hans, og verður það ekki endur- tekið hér, þó merkilegt atriði sé, en um það, hve lifandi, litauðug og tilbreytingarmikil þessi lýs- ing skáldsins á umhverfi hans er, fá lesendur nokkra hugmynd af þessum erindum hennar: En aftanskinsins gullbrár iða á hól og sundum, á espihlíð og hvammi, á víðirunni og grundum. Sem vörður merkja fjallveg, græna grenið breiðir um gilsbakkana raðir og vísar strauma leiðir. Og allt í kringum dalsins brúnir rökkurbláu sig breiða út í hvirfing skógarbeltin lágu. Sem bráðið gull í deiglu við ána niðri eyjum, þar út hún skýzt úr runni og kröppum nesjabeygjum. Og þarna standa hólar þétt í flokkum frammi með fagurtyppta kolla yfir grænum hvammi. Og úti um skrautblómg engi skína ljósgler tjarna eins skær og morgunaugu glaðra og ungra barna. Sem glampi á fægðan stálskjöld, geislar aftansólin á glugga sveitabæsins, kropnum undir hólinn. Og léttir reykir stíga undan hlíð og hæðum, sem hníga úti á sléttu og verða að bláum slæðum. Ekki er tilkomuminni stór- brotin lýsing skáldsins á hrika- leik Klettafjallanna í samnefndu kvæði, sem er þrungið kyni- krafti, og eru þetta lokaorðin: Klettafjöll, draumheimar eldgömlu aldanna, ímynd af Valhöll — sem gullræfur skjaldanna ljósþökin blika í bláskýjarofinu, brekkuskeið dökk eru rið upp að hofinu. Þessar og aðrar jafn mynd- auðugar og heillandi lýsingar skáldsins á náttúrufegurðinni í Alberta-fylki í breyttum bún- ingi árstíðanna eru með þeim snilldarbrag, að dr. Watson Kirkconnell, hinn kunni kana- díski bókmenntafræðingur og íslandsvinur, telur, að sambæri- legar lýsingar á Vestur-Kanada sé eigi að finna í kvæðum neins annars kanadísks skálds; en dr. Kirkconnell er manna fróðastur í þeim efnum, og veit því vel hvað hann syngur. En Stephan hefur eigi aðeins ódauðlegt gert í kvæðum sínum hrikafengið umhverfi sitt í Al- berta með stórskornum andlits- dráttum þess og svipbrigðum. Með sömu snilld hefur hann lýst andstæðu fjallalendisins,, fang- víðu sléttuhafinu, og hvergi á minnisstæðari hátt en í kvæða- flokknum Á ferð og flugi, en þetta er upphafið: Um sléttur og fláa bar eimlestin oss í áttina norðrinu möt.. Á vinstri hlið silalegt aurana óð ið óslynga, skoluga fljót, sem lyfti ei fæti í foss eða streng — því fjör, jafnvel straumanna, deyr, að vaga um aldur með fangið sitt fullt af flatlendis svartasta leir. Svipmikil nýtízka . . . Vegna úrvals skófatnaðar og vís- indalegrar gerðar, er tryggir hin fullkomnustu þægindi, skuluð þér ávalt heimsækja Macdonalds. Macdonalds flytur Canadaþegnum af íslenzkum stofni innilegar árnaðaróskir. MÁCDONALD SHOE STORE LIMITED 492-4 Main Street “Just South oj the City Hall” fyaii Sesio-ice o*t CAR RADIOS 'UUuU- 'li- 'll/ait In Winnipeg It's BROWN'S RADIO ELLICE and FURBY HOME SERVICE ANYWHERE PHONE 3-7185 ^niiiiiffiiniuiiiiiiiiniiniiiiiiiiiiiiiiiiHiimwniHniiiiiiiiiiinmmlllniiiiiiiiimHii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii íslenzkir Byggingameistarar Velja TEN-TEST í allar sínar byggingar Þessi Insulating Board skara fram úr að gæðum . . . Seld og notuð um allan heim— FYRIR NÝJAR BYOGINGAR, svo og tll atlgerCa eBa endurnýjunar fullnægir TEN-TEST svo raðrgum kröfum, aC til stórra hagsmuna verCur. Notagildi þess og verC er ávalt eins og vera ber. Og vegna þess aC þaö kemur í staö annara efna, er ávalt um aukasparnaC aC ræCa. TEN-TEST hefir margfaldan tilgang sem insulating board. ÞaC veitir vörn fyrir of hita eCa kulda, og tryggir jöfn þægindi hvernig sem vlCrar. Þessar auCmeCförnu plötur tryggja skjðtan árangur og lækka lnnsetningarverC. t sumarheimil- um eCa borgarbýlum, skrlftstofum, fjölmennisibúC- um, útvarpsstöCvum, samkomusölum og hötelum, tryggir TEN-TEST llfsþægindi, útilokun hávaCa, og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngustu byggingar- listar. OtbreiCsla og notkun um allan heim gegnum vlC- urkenda viCskiptamiCla, er trygging yCar fyrlr skjótri persónulegri afgreiCslu. RáCgist viC næsta TEN- TEST umboCsmann, eCa skrlfiC oss eftir upplýsingum. HLÝJAR SKREYTIR ENDURNÝJAR TEN-TEST LÆKKAR KOSTNAÐ VIÐ HITUN INSULATING WALL BOARD INTERNATIONAL FIBRE BOARD LIMITED, OTTAWA WESTERN DISTRIBUTORS: Armstrong Distributors Ltd. ÍllllllHlllllllllllllll!lllllllil!ll:;iililllllillllllillllll!!lllíílillllllllll;.iii!llllllll!:,,i!|l!:|il,ll;Jlií!1!r,:ll1nii!lHIII!l!llil]illlllll!l6í!iilllllllll!llíiiilllll!lll!lt:'i;:ilillll|i||l!llllill|l|IU.I,3iillllll|llll|lli:i!ii!|l|i|!l;:llillllll!!| WINNIPEG, MANITOBA Compliments of (Greenberg) GIMLI TRANSFER Daily Service to Winnipeg Beach, Gimli, Riverton, and Intermediate Points P.O. BOX 54 — PHONE 20 GIMLI MANITOBA i CONGRATU LATIONS to the lcelandic People on the j Occasion of the 64th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 3rd, 1953. BURNS BROS. LTD HIÐ MIKLA KYNNINGARGILDI Að hittast, þó ekki sé nema einu sinni ó óri, hefir ósegjanlega ónægju \ för með sér, sem fólk býr lengi að; mannfundir hafa mikið kynningargildi, og ekki sízt þau hótíðarhöld, sem, helguð eru sameiginlegum uppruna og erfðum; að hittast ó Gimli, þar sem vagga íslenzka landnómsins í Manitoba fyrst stóð, rifja upp sögulegar endurminningar, sem eigi mega falla í gleymsku; í slíkum endur- minningum felst baróttusaga og sigurvinn- ingarsaga frumherjanna, er fyrstir lögðu hönd ó plóginn. MEÐ INNILEGUM KVEÐJUM í TILEFNI AF - ÍSLENDINGADEGINUM 3. ÁGÚST 1953 fró F. E. SNIDAL KAUPMANNI . verslar með FROSINN FISK OG ALLA BÆNDAVÖRU STEEP ROCK MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.