Sunnanfari - 01.01.1898, Qupperneq 7

Sunnanfari - 01.01.1898, Qupperneq 7
7 með nýlendurmi, en hin sunnan með henni. En engin járnbraut lá þangað, er landar settust þar fyrst að, og vóru þá örðugir aðdrættir, sem nærri má geta. Hveitiland er þar víða gott, og ber við að menn fá þar í góðærum 20—25 kvartél af ekr- unni, og þar yfir. En alltíð eru þar nætrfrost á sumrum, og spillir það einatt uppskeru; eru þau enn tíðari þar en í Dakota-nýlendunni. Ilagl kemr og stundum og spillir ökrum meira og minna. Húsa- gerð var þar hjá löndum öllu síðri en í Dakota, þá er ég kom þangað síðast, en það var nú fyrir hálfu fimta án. Síðan mun þó húsagerð hafa farið mikið fram. Þegar ég kom vestr fyrst, var hagr manna þar mjög með ýmsu móti. Ymsir .vóru vel meg- andi, aðrir nokkuð á vegi að verða það, ef vel lán- aðist; en nokkrir sátu líka í skuldasúpu talsverðri, og færri munu hafa verið skuldlausir, þótt nokkuð ættu. Vóru menn eðlilega af ýmsum ástæðum þann- ig misjafnt á veg kom.nir, en árferði gerðist þá mis- jafnt, eins og oft vill verða, eigi sízt fyrir það, hvað hveiti féll í verði. Eitthvað tveim árum eftir að ég kom vestr, » (um 1892 um vorið eða vetrinn, minnir mig) átti ég á skrifstofu „Heimskringlu11 tal við einn góðvin minn þaðan úr nýlendunni, Friðjón kaupmanu Erið- riksson, merkan mann og réttorðan, gætinn og gagn- kunnugan. Hann sagði þá við mig, er ég inti hann um hag nýlendubúa (íslenzkra) þar, að það mundi nokkuð nærri láta, að einn þriðjungr íslenzkra bænda þar væri svo vel á veg koiniun, að framtíð þeirra mundi óhult, hvernig sem áraði, úr þessu. Annar þriðjungr rnundi stauda þaimig, að það væri mest undir 2—3 næstu árum komið, hvort þeir yrðu fastir í sessi og öruggir að efnahag, eða þeir færu á höfuðið, ef illa áraði. Driðji þriðjungrinn væi’i. lakast ástígs, og þyrítu sumir þeirra meira en meðalár eitt eða tvö, til að komast úr voða, en sumir mundu eiga örðugt viðreisnar, hversu sem léti. — Auðvitað var þetta engin nákvæm áætlun, en ég hygg hún haíi lýst vel útlitinu jiá. Síðan hafa nú verið misjöfn ár, og ég er ekki kuunugr þar nu sem skyldi, eu þó hygg ég að ég megi fullyrða, að þótt stöku menn hafi flosnað upp, eius og gengr, þá hafi yfirleitt ræzt betr úr, en útlitið virtist benda á, þegar þetta var talað. Hveitiræktiu er hér nær in eina atviunugrein, sem stunduð er. Ýmsir menn eru hér vel efnaðir, svo sem Skafti Arason, þingeyskr maðr, Árni Sveinssou írá Kyrkju- bóli i Fáskrúðsfirði, Sigurðr Kristofersson (sem þó . hefir víst ekki grætt á búskap slnum, heldr á fast- eignasölu og einkum á vestrfara-sýsli og öðrum stjóru- arsnöpum), og aðrir, sem hér verða ekki taldir. í Glenboro, litlum bæ þar, er Friðjón Friðriksson kaupmaðr, og hygg ég honum vegni vel, enda er hann maðr hygginn og forsjáll og inn bezti drengr Þessar nýlendur, sem nú hefi ég talið, hefi ég allar í komið og farið um meira og minna, og oftar en einu sinni komið í allar nema Minnesota-nýlenduna. ' Ókeypis land, það er nýtilegt þyki, er fyrir löngu þrotið í þeim öllum. I nýlendum þessum er, að Nýja-Islandi undan skildu — því að það mun að eius lagað fyrir gripa- rækt og fiskiveiðar aðallega, — yfir höfuð heldr góðr jarðvegr til kornyrkju og sumstaðar mjög góðr. En á þeim er aftr annmarki sá, sem gerir korn- ræktina stopula mjög, líkt og hafísinn gerir gras. ræktina hjá oss, en það eru nætrfrostin og haglið. Nætrfrostin eru verst í Manitoba, enda er svo talið að það sé að eins einn mánuðr ársins, sem menn geti verið alveg vissir um að aldrei frjósi á, en það er Júlí. Gegn frostinu hafa menn engin ráð, er dugi til að verjast því. Oft hafa búnaðarrit ráðlagt mönn- um að kynda heyi og hálmi á vindlilið akra siuna á nóttu, þá er frostlega litr út, með þvi að reykr- inn varni frostinu, og ekki þori ég að fortaka að það kunni að hepnast í einstöku tilfellum; en lítt láta bændr yfir því, þeir er reynt hafa. Auk þessa gerir frostið ekki ávalt boð á unuan sér að kveldi Haglinu eru heldr engin ráð til að verjast. Auðvitað má vátryggja gegn því, en bæði er j að dýrt, og svo hafa hagl-ábyrgðarfélögin hrunið hröun- um samau og þá eigi getað borgað, einmitt hvað helzt þegar tjónið verðr mjög algengt og helzt þyrftl á bótunum að halda.' Hagl það, sem kemr vestra, er stærra en svo, að rnenn geri eér hugmynd um það hér; oft á stærð við óðinshana-egg og þar yfir. í Wínnipeg hefi ég séð hagl á stærð við hænu-egg og vol það, milli 2 og 3 þumlunga að gagnmáli. Stundum baga og ofþurkar, svo að kornið skrælnar á ökrunúm. Aftr aðra tíma getr of mikið regn bagað. Nóg mun það í lagt í Manitoba t. d. að segja að 1 til 2 ár af hverjum 5 að meðaltali náist full uppskera alveg slysalaust og óskemd. Og það er óhætt að segja, að þau árin eru munum færri en hin, að uppskeru tjón verði ekki að einhverju leyti. Má því segja, að kornyrkjan sé fult svo óstöðugr og óviss atvinnuvegr að því leyti eins og grasrækt-

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.