Sunnanfari - 01.01.1898, Qupperneq 17
17
því, sem hér er út gefið. Sumir þar hafa fengið
snefil af enskum fræðiritum, bæði tímaritum og
fleiru, og þá missa menn smekkinn fyrir „Tímariti
hókmentafélagsins11 og álika andrikum og skemti-
legum hókum.
Um ensk bókakaup landa er örðugra að tala.
Ensk hlöð lesa auðvitað flestir, sem til þess eru
færir. Enskar lygasögur af lélegasta tagi, svo sem
lögregluspæjara-sögur og ámóta rusl, er auðvitað
helzt til mikið lesið, enda fæst nóg af slíku 4 B
cents kverið. Af bókum, sem verulegr fróðleikr er
í, er reyndar minua keypt og lesið, en æskilegt
væri, eins og víða vill við brenna, en þó er það
framar vonum, þegar á alt er litið. Og vitaskuld
eru nokkrir meðal landa þar, sem við að læra nýtt
mál hefir eigi að eins opnazt aðgangr að höfuðbók-
mentum heimsins, heldr og vaknað lyst til að hag-
nýta þann aðgang. Því eru þar og til sjálfment-
aðir menn, sem lesa sér til gagns og sífelds ment-
unarauka. En slikt ið sama er og til hér á landi,
þótt eigi sé það mjög títt nema í Þingeyjarsýslu.
En blöðin íslenzku, kunna sumir að hugsa; þeim
heldr þó íslenzkr almenningr í Vestrheimi uppi,
— tveim stórum blöðum — og það er þó nokkur
vottr um andlegt líf og áhuga.
En við þetta er það að athuga, að inum ís-
lenzku blöðum halda Vestr-Islendingar alls ekki
uppi, heldr pólitísku flokkarnir í landinu, og sér-
staklega stjórnirnar, landsstjórnin (Dominion-stjórn-
in) og fylkisstjórnin í Manitoba. „Öldin“, sem ég
gaf út um hálft ár 1891—92, er eina ísl. blaðið,
sem hefir komið þar út án nokkurs styrks frá
enskumælandi mönnum, algerlega á eigin spýtur.
Þannig hefir t. d. annað blaðið nú stöðugt um og
yfir hálft annað þúsund dollara urn árið frá fylkis-
stjórninni í Manitoba, auk margra bitlinga annara
og auk þess sem nokkrir af ráðgjöfunum í fylkinu
hafa lagt hlutafé i blaðið. Svo þegar kosningar
eru í Bandaríkjunum, gefr það ávalt nokkuð af sér.
A þennan hátt fá þessi blöð mikinn hlut af því fé,
sem það kostar að gefa þau út. Þó hafa menn
hér furðað sig á því örlæti útgefendanna, að senda
heilmikið af blöðuin upp hingað til lands árlega
^keypis. En það eru stjórnirnar, sem borga þau
eiutök, en ekki útgefendruir. Stöku menn borga
fyrir blöð, sem þeir láta senda kunningjum sínum
hér; en þeir eru sárfáir. Ættu islenzku blöðin
vestra að liíá að eins á borguuinni frá löndum,
sein kaupa þau, og 4 auglýsingunum, þá gætu þau
varla haft hálfa stærð við það, sem þau hafa nú,
og njóta þó blöð í Canada þeirra hlunninda að vera
flutt burðargjaldslaust með póstum um Canada og
Bandaríkin.
Eins er með kyrkjublöðin að sinu leyti, að hvor-
ugt, þeirra ber sig, þótt bæði sé geypidýr. Hvor-
ugt hefir nokkru sinni getað borgað eyrisvirði fyrir
það, sem í þau er ritað; og nú er „Dagsbrún“ sál-
uð, sem von til var, en „Sameiningin“ hjarir skuld-
um vafin, og er það óhætt að fullyrða, að ekki
einn af hverjum tíu, sem nú kaupa hana, mundi
gera það, ef það væri ekki gert sem önnur ölmusu-
gjöf fyrir þrábeiðni, og sér til friðar. Enda er það
vitanlegt hverjum, sem kunnugr er, að hún er óvíða
lesin af „kaupendunum“, heldr notuð til annara
óvirðulegri þarfa.
í>á er hyrkjulífið íslenzka vestra. Margir munu
búast við að ég minnist nokkuð á það. En ég
verð að biðja menn að afsaka, að ég sneiði hjá því
að mestu leyti. Eg hefi í öllu því, sem ég hefi
sagt í kveld, reynt að segja samvizkulega rétt frá
öllu, svo sem ég vissi bezt, og forðast alla hlut-
drægni. Ég hefi með vilja forðazt að fara út i þau
ágreiningsmál landa alment, sem ég hefi sjálfr tek-
ið þátt í þar vestra. En nú er ekkert mál jatnt-
megnt flokkamál og ágreiningsmál þar landa á
meðal eins og kyrkjumálin. Um þau er ekki auðið
að tala neitt verulega, án þess að tala sem flokks-
maðr, og er þá hætt við, að manni yrði borin hlut-
drægni 4 brýn, hvort sem gild ástæða væri nú til
þess eða ekki.
Það eitt get ég sagt, sem allir vita, að nógr
ófriðr og ill-lyndi og hatr eru þar sýnilega samfara
kyrkjumálunum. Hvort heilbrigt og heilsusamlegt
trúarlíf sé jafn-ríkt að sinu leyti eins og deilurnar
og úlfúðin, um það skal ég hér ósagt láta. Það er
víst, að hvað sem annars til kemr, þá er ekki
meira en þriðjungr landa vestra í kyrkjufélag-
inu lúterska, og ég hygg að meiri hluti allra landa
sé ekki ineðlimir neinna safnaða. Ekki þarf mönn-
um heldr að vaxa í augum prestaíjöldinn vestr þar:
6—segi og skrifa sex—prestar í 24 kyrkjufélags-
söfnuðum. Fáskipað yrði prestunum hér á Islandi,
ef vér hefðum eigi fleiri að tiltölu réttri. Eklri
skulu menn heldr hugsa, að hver af þessum 6
prestum þjóni 4 söfnuðum, svo að söfuuðirnir hafi
allir þjóu’ustu. Meiri hluti safnaðanna heíir jmiist
alls euga, ýmist svo gott sem enga þjónustu.
Að öðru leyti vil ég, samkvæmt því sem ég
áðan sagði, sneiða hjá að tala um starfsemi lút-
erska kyrkjufélagsins og þess forsprakka. Því fremr
3