Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 28

Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 28
28 3. atriði er framburðrinn. Hami leggi'a enskar orðabækr einnig upp í hendr semjanda ensk-íslenzk- rar orðabókar. Þó verðr höfundr ensk-íslmzkrar orðabókar að velja sér viðeigandi hljóðtáknanir í stað sumra inua ensku, ef hann kýs ekki að halda ensku táknununum óbreyttum, sem annars má vel fara að miklu leyti. Eg get nú ekki álitið að höf. hafi verið að öllu leyti heppinn í þessu. Mér þykir hann að nokkru leyti fara of langt í hljóðgreiningar og viðhafa ó- þörf merki; að öðru leyti þykir mér hann fara of stutt. Auk þess tel ég framburðinn sumstaðar miðr réttan. Höf. greinir e (stutt) og 5 (langt), t. d. í menn og men (hálsmen); sömuleiðis o og ö, t. d. í skott og skot. Aftr greinir hann ekki stutt ú frá löngu ú (t. d. í múll og múl), og mátti það þó vel gera (t. d. ú og ú). Þar lætr hann sér nægja að sýna, að stafrinn sé stuttr, með því að tvöfalda samhljóð- ann næsta á eftir. Mátti ekki fara eins að með e og o, að minsta kosti í flestöllum tilfellum? Og á sýnir hann að eins langt, eins og aldrei væri hreint íslenzkt a-hljóð stutt í neinu ensku orði. Sérstakt hljóð hjá honum er ö, t. d. i commo- dity, sem hann segir að bera fram: köm-modd'-i-ti, Hér er algerlega sama hljóö í o í kom og modd, enginn munr á. Að eins er áherzla á öðru atkvæði, en engin á fyrsta. Það er ekki meiri ástæða til að gera mun á stuttu o með áherzlu og án áherzlui heldr en öðrum stuttum raddstöfum er eins stendr á; t. d. í engender er áherzlan á 2. atkv., en 1. atkv- áherzlulaust, en í báðum er að öðru leyti sama stutta e-hljóðið. Því setr þá höf. ekki sveig yfir fyrra e-ið í því orði (8) í framburðartáknun sinni ? Um á æ ó segir hann: „a [á að vera á] sam- anstendr [!] af a og stuttu ú, æ af a og i, ó af o og stuttu ú', þeir tákna svipað hljóð og sömu stafir í íslenzku". Sannleikrinn er, að ef á er myndað [,,samanstendr“] af a og stuttu ú, þá er æ myndað af a og stuttu i (en ekki i). I öllum þessum sam- hljóðum ber í ensku miklu meira á fyrra hljóðinu, sem hver þeirra er saman settr af. Táknið 9 (e á höfði) er alveg óþörf sérvizka úr M. Paul Passy. Þau veslings hljóð, sem höf. setr í þennan „passiska“ gapastokk, hafa elikert til saka unnið annað en að vera stutt hljóð í áherzlulausum atkvæðum. Það má ávalt tákna þetta með ein- hverju af hinum hjóðunum (a, a, e, i, o, ú, ö, 0), oftast með því hljóði, sem það er skrifað með í enska orðinu, t. d. aback (ábakk'), abandon (áhánn'- dönn) o. s. frv. (í stað: abákk', ebán'dgn); fyrra og síðara a-hljóðið í hvoru orði er alveg ið sama; að eins er fyrra a-hljóðið áherzlidaust í báðum orðun- um. Skoplegast er að sjá, að óákveðna greininn (a og an) eigi að bera fram 9 og en! Eg hefi ald- rei heyrt þann framburð. Mentaðir Bretar, sem hafa talað við mig og sérstaklega sagt mér fram- burðinn á a og an, hafa ýmist borið fram: á eða hreint (islenzkt) a, og iin. Hins vegar hefði verið full ástæða fyrir höf. að tákna harða g-ið með sérstöku tákni, t. d. G (shr. n), og lýsing hans á Z-hljóðinu er svo óljós, að tvísýnt er að hún nægi til að kenna mönnum að bera rétt fram ll (eins og í milla, Palli). Glögg- vast hefði verið að minna menn á þetta sífelt í bókinni með því að tákna 11 með L. Enskir orðbóka-höfundar margir láta sér alment nægja að tákna 14—15 liljóð í raddstöfum (hljóð- stöfum) í ensku, og er óþarfi fyrir útlendinga að ganga lengra. Yíða í bókinni hefir höf. framburðartáknunina á, þar sem hún á ekki að vera, í staðinn fyrir a (stutt ísl. a-hljóð), t. d. marrow, marriage, marry, garret, garrison 0. s. frv. Þessi orð á að bera fram: mar'ró, mar'ridzh, mar'ri 0. s. frv. Það er uudarlegt, að sjá t. d. more (mör), morrow (morró), þar sem nærri er sama hljóÖ í o-inu í more eins og í ow í morrow, að eins er það áherzlulaust í seinna orðinu, en hefir áherzlu í inu fyrra. ílvort það er táknað með ö eða ó gerir í sjálfu sér lítið til, því að hvorugt táknið nær hljóðinu, sem er mitt á milli; hentast væri að tákna það með 6. En það er þarflaust að gera tvö hljóð úr því. Það er ekki meiri munr á þessum hljóðum, heldr en t. d. á ó-hljóðunum í orðinu óró; það liggr áherzla á inu fyrra, en eigi á inu síðara. Það er villandi fyrir nemendr og viðvaninga að hafa tvö tákn yfir sama hljóöiö eftir því hvort áherzla er á því eða ekki. Aherzlan er, hvort sem er, sýnd með sérstöku merki. Þá mætti tákna með ö langa hljóðið í orðum sem fall, draw. Sumstaðar táknar höf. ólík hljóð með sama tákni, t. d. four, fourteen, forty. En í tveim inum fyrri er sama hljóð sem í more, en í forty (forti) er stutt o-hljóð. I ensku eru 4 o-hljóð, t. d.: know, more, draw, forty. Þessi hljóð vildi ég tákna með ó, ð, ö og 0. Þó eru margar enskar framburðarorðabækr, sein slengja saman í eitt hljóð ó og ó. T á undan endinguimi-wre ber höf. víða fram sem. tj, og er það rótt. En natural vill hann láta

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.