Sunnanfari - 01.01.1898, Side 29
29
bara fram: nátsharel, en á að vera: nátjerel (eða
helzt: nátjarál); sh- (eða sj-) hljóðið á þar alls ekki
heima, þótt stöku menn heri svo fram og stöku
framhurðarfræðingar héldu því fram fyrr meir.
Annars má jrfir höfuð vel við una, hvernig höf.
sýnir framburð inna einstöku orða, þó að mér finn-
ist að táknanar-aðferðin (táknin) sjálf hefði getað
verið einfaldari. Eg hefi aðallega fnndið að sjálfri
táknnnaraðferðinni. Ég efast ekliert um, að höf.
hefir haft fyrir sér framhurðar-orðabækr og tekið
framhurð sinn eftir þeim. En þær eru til misgóð-
ar, og mér finst hann hafa ekki í öllu hitt á ið
hezta eða réttasta. Auk þess fara framburðarffæð-
ingar mislangt í smásmuglegri greining hljóðanna-
Þar verðr miklu hagfeldara fyrir útlendinga að fylgja
helzt þeim, er skemr fara.
Ymis ósamkvæmni, sem hér og hvar hittist í
framburðartáknunum í hókinni, hygg ég stafi af
þvi, að höf. hefir liaft fyrir sér ýmsar orðabækr, er
sín fylgdi hverri reglu, en hefir ekki lagt eina þeirra
alveg til grundvallar og íýlgt henni. JÞað hefði þó
verið eigi að eins léttast íyrir hann, heldr og —
öruggast.
4. atriðið er skilgreining hugmynda í orðum.
Þetta er nú að því leyti ekki svo mikið vanda-
verk, sem nóg er af góðum orðabókum til að fara
eftir. En hins vegar verðr í svona lítilli bók að
reyna að þýða sem mest orð með orði, og verðr
þá önnur skilgreining óþörf, ef orð svarar nákvæm-
lega til orðs; en þegar það er ekki, eykst oft vandi
við það, að rúmið er svo lítið, alt verðr að vera
sem styzt. Er þá oft ilt við því að gera, að merk-
ingarnar, sem til eru færðar, verði ónógar eða óná-
kvæmar. Þessa örðugleika verða menn að hafa í
huga, ef menn vilja dæma sanngjarnlega. Það er
að ýmsu leyti meira vandaverk að semja litla orða-
bók, en stóra, tiltölulega.
Eg skal nefna fá dæmi: espouse segir höf. að
merki: „kvongast, giftast; fastna; taka að sér, að-
hyllast11. Og þetta er alt rétt. En, svo óg taki
síðustu merkinguna („taka að sér, aðhyllast“), þá
liggr stundum nokkuð aðgerða-meira (aktívt) í
espouse, ení„að taka að sór, aðhyllast“. Það þýðir
stunduni „að veita fylyiu (í orði eða verki). T. d. he
espousecl tlie cause of' the king: hann veitti málstað
konungs fylgi sitt. — Experimental „bygðr á reynsl-
unni“ er rétt þýðing, en ónóg. Það getr líka þýtt
„til reynslu“. Þessa merkiug liefir orðið t. d. ein-
mitt 1 eina dæminu, sem höf. tekr: experimental trip;
það þýðir ekki „ferð bygð á reynslunni11, heldr
„ferð til reynslu“. Einuig getr þaðþýtt: „sem lýtr
að reynslu“. — Ahlehodied þarf alls ekki að þýða
(eins og í bókinni segir) „sterkr, efldr“, heldr
„hraustbygðr“ eða því um líkt. — Ahroad þýðir
fleira, en bókin gefr í skyn; t. d. „á gangi“ (there
is a rumour ahroad); „á ferli“ (lie lias heen con-
fined to hed for a long time, hut now he is ahroad
again). — Articulate þýðir fleira, en að „liða í sundr;
segja (tala) skýrt“; það þýðir líka: að samtengja,
kippa í lið; að gefa frá sér hljóð, þar sem deila
má samhljóðendr, hljóðstafi og atkvæði (mæla manns-
rödd). The dog can utter a distinct sound, hut lie
cannot articulate. Aspirant er þýtt með „umsækj-
andi“; en vér nefnum „umsækjanda“ þann einn, er
sækir um embætti eða aðra starfsstöðu. En aspir-
ant merkir hvern þann, er sækir eða vonar eftir
einhverju, þráir eitthvað. — Við hlow, s., vantar
merkingu: skruma, gorta, grobba; n. gort, skrum;
to hlotv something up að gorta af (láta mikið
yfir) e-u. Blower oflátungr, gortari. — Appraise
„virða, meta“ er að eins haft um að virða lausafé
(ekki fasteign). — Arraign þýðir aldrei „að stefna
fyrir dóm“. — Assizes er ekki hvaða dómþing, sem
vera skal. Bound þýðir ekki að eins „ákvarðaðr
til“, heldr og „neyddr til“. — Hansom er ekki
hver „tvíhjólaðr vagn“, heldr: Hansom-vagn (nefndr
eftir frumsmiðnum); það er luktr vagn tvihjólaðr
með dyrum á framhlið og ekilsæti aftan á.
Ég hefi nefht þessi fáu dæmi af handahófi.
Elest eru þetta smámunir, en talsvert er af slíku í
bókinni. Það er þó mjög afsakanlegt, og stafar án
efa mikið af viðleitninni við að hafa alt sem styzt.
Síðasta atriðið er oröþýðingarnar, þ. e. að miklu
leyti sama sem nýgervingar, að nokkru leyti líka
hagnýting þeirra orða, sem þegar eru til í mál-
inu.
Hér var aðal-verkefnið fyrir sjálfstæða starf-
semi höfundarins; hér reyndi á smekk hans og
kunnáttu í móðurmáli sínu.
En hér hefir hr. G. Z. oftast leitt hest sinn al-
veg frá, og það lítið hann hefir að gert, er litils
virði, oft mjög lélegt.
Þegar höf. fer að mynda orð sjálfr, fer honum
það oftast nær mjög óhöndulega, og um það er ég
viss, að lítt mun málið auðgast af þeim völdum.
Mundi nokkrum manni detta í hug að taka upp
orð eius og „yfirgefning“, „kviðlegr“ (!) ? Bæði eru
ónauðsynleg, og ið síðara einkar óviðfeldið. Oþarft
var og að þýða abashment með „skammfylli“, þótt
það orð komi fyrir í fornu máli, því freinr sem það
er líka öllu sterkara, en enska orðið, sem þýðir:
sneypa, feimni (sbr. hashfulness). Höf. skilr án efa