Sunnanfari - 01.01.1898, Page 31

Sunnanfari - 01.01.1898, Page 31
1 31 nema inu síðasta, en því er líka fullnsegt langt um vonir fram, og þó að margt standi þar eðlilega til bóta, þá er það mikið og þarft verk, sem hr. Björn Jónsson og hjálparmenn hans hafa hór unnið, því að eins og síðar verðr minzt á, þá á séra Jóuas Jónasson, sem (sakir landssjóðsstyrksins) hefir feng- ið „aðalhöfundar“-nafnhótina á tililhlaðinu, ekkert í hókinni, nema ef vera skyldi stöku villur, sem yfir hefir sézt að uppræta. Þegar þá er litið til inna 5 atriða, er áðr hafa verið nefnd, þá verðr fyrst fyrir að athuga oröa- safnið. Þar verð ég að taka fram, að eigi var ástæða til að binda sig svo mjög við horð með hókina, sem gert hefir verið; því að þar sem enga nýtilega dansk-danska orðabók er að fá, þá har nauðsyn til að hafa þessa hók talsvert fullkomna. Bókin getr heldr ekki stór heitið, einar 39 hálf-axíir (19Y2 örk í 16. hl. broti). Svo hefði mátt nota rúmið nokkuð betr að dæmi Brynildsens í hans ágætu orðabók. Loks nær það engri átt, að hver 'maðr hefði eldsi fremr kosið að gefa 50 au. eða 1 kr. meira fyrir nokkurn veginn fullnæga hók, í stað þess að fá hók, sem hann í 10. hvert skifti flettir upp til ónýtis. Og hér hefði svo sem 6—8 hálfarka stækkun getað gert bókina nærri helmingi eigulegri, því að þá hefði mátt hafa í henni meiri orðafjölda, og hæta úr öðrum aðalskorti hennar. Það er nú aðalgalli á orðsafni þessarar bókar, að varla nokkurt dansk-norskt orð finst í henni, þótt altíðkað sé nú í ritum þeirra Norðmanna, er dönsku rita. Þetta er því meira mein, sem hók- mentir Norðmanna nú um stund eru að ýmsu leyti fremri bókmentum Dana, ekki í skáldskap að eins, heldr og ýmsum öðrum greinum. Það er hraparlegt að gefa út danska orðabók og gera hana svo úr garði að orðasafninu til, að eigi finnist í henni orð þau, sem heimsfrægir aðals- höfundar (klassíkarar) eins og Björnson, Ihsen, Kjelland viðhafa í ritum sínum. Það eru ekki þeir einir, heldr allir inir merkustu af norsku höfundun- um (þeim er eigi skrifa á norsku), sem tillit átti að taka til. Dað átti að taka með þau orð, sem alt.íð eru í tímaritum Norðmanna, og eins átti að geta þess, er dönsk orð hafa aðra þýðing í Noregi en í Danmörk. Ef ég undan skil lögskipaðar kenslu- hækr, og nokkur daghlöð, þá er mér víst óhætt að fullyrða, að nú sem stendr er á Islandi lesið meira eftir norska höfuuda en danska. Þetta er aðal-útásetning mín á orðasafu bók- annnar. Það er því síðr afsakanlegt, sem ég bent.i á þetta atriði fullu ári áðr en hókin kom út (£ „Ejallkonunni“, .38. og 39. thl. 1895). Þegar þess- ari aðalaðfinning sleppir, þá er tiltölulega fátt að orðasafninu að finna. Sárfá orð hefi ég orðið var við, sem úr hefði mátt fella, þó að fáein slík megi hitta, svo sem Gældstrœl, sem að vísu hefir aldrei komið fyrir mig í dönsku og hvorki finst hjá Kon- ráði, Larsen né Sundby, enda er ég jafnnær eftir þýðiuguna „skuldarmaðr11, sem hókin gefr. Hitt ber þó við oftar, að maðr saknar orða, sem hefðu átt að vera tekin upp. Þannig hefði verið réttara að hafa orðið Monoandri (einmenni, einbændi) úr því að Polyandri er tekið. Þá hefði og ekki þurft að misþýða Monogami og láta það þýða líka Mono- andri. (Mormónar tíðkuðu ijölkvæmi, en hýflugur lifa í fjölbændi; hver hýdrotning heíir 14—1500 hændr). Þá sakna ég orða eins og Marmelade, Matriarkat, Morel, Merkantilisme, Dragkiste (algengt), Bagstræv (nú títt í dönsku), Bagsvœr (rassstór), Bredspor, bredsporet (hókin hefir: smálsporet), enraúet (bókin hefir: toradet og treradet), Emission, emittere, Sildelaas, Sildenod. Ur því að upp er tekið Median („nafn á stórum* prentpappír11), þá var og sjálfsagt að taka líka Ordinær, Postil, PLoyal, Superroyal og Imperial. Þetta eru alt nöfn á arkastærðum papp- írs (ekki prentpappírs að eins). Þetta er rétt af handahófi á þitt. Að annað eins orð og hente skuli vanta, hlýtr auðvitað að vera slys eitt, þótt mein- legt sé. Oviðkunnanlegt er, að finna ekki Mynt, mynte o. fl. með tilvísún til M'ónt o. s. frv. Falsk- mmtner hefir hókin, en ekki Falskmonter, sem er eins títt og hetri mynd. Annað atriði er áherzlan. Henni er alveg slépt, og er það óþolandi, þar sem það var vandalaust, fyrirhafnarlaust og þurfti alls engu rúmi að eyða að sýna hana, og ég hafði í áðr nefndri „Fjall- konu“-grein bent á þetta. Larsens orðahók sýnir áherzluna áhverju orði: t. d. U'fordmet, Ufordm'elig- hed; Stipen'dium, Stipendiát o. s. frv. Þetta mátti gera hvort heldr með hroddi (') eða með íeitara letri, t. d. Stipendium, Stipendint. Það er margr maðr, þótt skólagenginn sé, sem. þarf leiðheiningar í þessu. Og það er því síðr afsakanlegt að van- hirða þetta, sem það þurfti ekkert að kosta að sýna áherzluna. Framburðrinn er þriðja atriði. Var einnig á það hent í áðrnefndri „Fjallkonu“-grein, að engin orða- bók yfir hfandi tungumál væri full-viðunandi án þess að sýna framburð orðanna. Inn sanni aðal- höfundr hókarinnar, útgefandinn (Björn Jónsson), •) Ætti að vera: meðalstórum.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.