Sunnanfari - 01.01.1898, Qupperneq 41
41
Skáltlskapur.
„Nú sem stendur er mestrar frægðar að vænta
fyrir „rómana“. — Yið höfum átt marga góðaljóða-
smiði, en þó eingan verulega góðan“.
Þannig fórust manni orð við mig fyrir skömmu.
Hann er vitur maður og víðsýnn og vildi sýnilega
beina hugsun minni í rjetta átt.
Það hefur um t.íma verið svo, að þorri manna
hefur fylkt sjer þjettast um söguskáldin og dýrkað
þau mest. Einkum hefur þetta orðið niðurstaðan
þar sem hinn svokallaði „realismus" hefur náð fót-
festu. En allur þorri dýrkenda hans hefur lika
þjónað honum í blindni og fórnað honum kröftum
sínum vegna þess, að mestrar frægðar var að vænta
af honum fyrir sögugerð.
Þetta er kynlegt að þvi leyti, að það er eins
og öll skáld, hjer um bil, sem komið hafa í heim-
inn á stjórnarárum þessarar stefnu, hafi verið fædd
söguskáld. Þetta getur þó ekki verið rjett. Það
er jafn ómögulegt eins og ef eitthvert land fram-
leiddi eintóma trjesmiði en eingan járnsmið. Sag-
an sýnir líka og sannar, að flestir skáldmæringar
eru fæddir ljóðasmiðir, eða hafa fyrst og fremst
náttúru til þeirrar listar. Flestir frægustu sögu-
höfundar hafa byrjað á ljóðagerð, enda er hún upp-
runalegust allra skáldskapargreina, og þá líka um
leið eðlilegust og sönnust.
Realistarnir hafa haldið því fram í orði og
verki, að náttúra einstaklingsins eigi að fara beint.
áfram óhindruð. En þegar það var einu sinni orð-
ið hljóðbært og viðurkennt, að mestrar frægðar
væri að vænta fyrir sögugerð, varð ekki meira úr
sjálfstæði listamannanna en þetta: að þeir brutu
frumnáttúru íþróttar sinnar á bak aptur og sm^igu
hver á eftir öðrum undir það jarðarmen, sem þræl-
ar tískunnar ristu.
Og afleiðingin varð sú, að hver maður sem
hafði einhvern snefil af hugsjónargáfu, dyngdi á
bókamarkaðinn á ári hverju jafn-mikilli fyrirferð
sögumáls, eins og hann myndi hafa framleitt á allri
*fi sinni, ef hann hefði lagt ljóðagerðina fyrir
S1g og þjappað saman á hennar máli hugsunum
þeim, sem voru einkennilegar fyrir hann. Næsta
ar var svo meiri hlutinn gleymdur og grafinn und-
nýjum hrúgum liks efnis, og svo koll af kolli.
&>ögur átrúnaðargoðanna sjálfra, s?m ráðið hafa
stefnunni og borið hafa merkið, hafa jafnvel fallið
úr tigninni fyr enn varði.
Emil Zola, sagnaskáld, hefur um mörg ár
verið talinn oddviti allra „realista11, sem nú
eru uppi. Hann byrjaði ungur á ljóðagerð. Eyrsta
ritið sem hann gaf út, var kvæðasafn, og þótti lít-
ils virði. Svo hætti hann að yrkja og hefur siðan
ritað margar sögur og langar. Litlu mennimir sömdu
sig á sömu vísu og Zola og reyndu af fremsta
megni að teygja sig í spor hans, en tókst misjafnt
sem vænta mátti.
Nú er það orðin skoðun sumra allra glöggustu
bókvitringa (Tolstoy), að það sem helzt sje hægt
að telja honum t.il gildis sje það, hve iðinn rithöf-
undur hann hefur verið og hversu mikil fyrirferð
liggur eptir hann.
Ljelegri einkunn verður líklega ekki kosin hjá
Sögu gömlu en þessi. Það er þó ill-skárra að
leggja eina ljóðabók undir dauðadóm ókominnar
tíðar, heldur enn 20 bindi skáldsagna, sem heil
mannsævi hefur slitið sjer út við að framleiða og
þúsundir manna og jafnvel miljónir hafa eytt
ærnum tíma og fjármunum til þess að lesa og
borga.
Eftir þeirri nasasjón, sem jeg hef af útlendum
bókmentum, sýnist mjer því, að vjer Islendingar
höfum ekki brýna ástæðu til þess að kvarta og
kveina yfir því, að skáldin okkar hafa flest öll
sungið og kveðið. Það er ástæða til þess að barma
sjer yfir því, hve bókmentir vorar eru snauðar að
góðum sögum. En við erum þá líka lausir við
afarmegn þess þunnmetis, sem oftast fylgir því
litla, sem getur heitið verulega gott í þeirri grein.
íslendingar hafa þó aldrei verið svo langt
leiddir, að þeir hafi lítilsvirt ljóðagerðina yfirleitt.
En sama stefnan, sem borið hefur söguskáldskap-
inn i öndvegi — hin svokallaða æðri þekking —
hefur troðið alþýðuskáldskapinn undir fótum og
ráðið hann af dögum.
Sjera Matthías segir í Dagskrá, að „rímið sé
nú orðið almenningseign, og að hver sveit og veiði-
stöð geti uú seut út sinn Símon Dalaskáld11 —
Þetta er annaðhvort vitleysa eða þá skáldskapur;
en þá er það einn sá ljelegasti skáldskapur, sem
komið hefur frá þeirri hendi.
Alþýðuskáld og hagyrðingar voru fyrrum í
hverri sveit og veiðistöð, en nú eru þeir það ekki
frainar (nema á Akureyri). Þá var það siður, að
yrkja um daginn og veginn og hvers konar nýjung-
ö