Sunnanfari - 01.01.1898, Síða 43

Sunnanfari - 01.01.1898, Síða 43
43 lingsson hefur hvorttveggja í ríkulegmn mæli: efni ng umgjörð — þótt innviðirnir sjeu hinsvegar ekki ems reknir saman og óbilandi í dvergaskeið hans, ems og súðin er sljetthefluð og drekahöfuðið gull- hiiið. Þegar hjer er komið, hefði verið gaman að taka alla dreingina okkar, sem yrkja, á hiijákolliun og reyna í þeim rifin; en til þess vantar mig öll tækin — nema viljann. Enn fyrst jeg nefndi Valdimar Briem, ætla jeg að minnast á „Biflíuljóðin11. Jeg ætla að segjaum þau álit mitt og kemur mjer alls ekki í hug, að kennararnir í fagurfræði — eða ísl. hókmenntasögu — i>yggi á því, þegar þeir fara að halda fyrirlestra við háskólann okkar fyrirhugaða. Það er um Biflíuljóðin eins og sumar rekaspýt- ] urnar frá Síheríu, sem smiðirnir líta girndarauga. | Sje spýtan rauð og kvistalaus, veltir smiðurinn á- nægju-vaungum yfir henni, lyktar af henni og segir: „Það er ángandi rauðiviður í spýtunni — fyrirtaks kláfaviður. Svo flytur hann spýtuna heim og flettir henni með einhverri sagar-breddu. Enn þegur húið er að kljúfa hana í tvo hluta, kemur óvæntur skolli úr leggnum. Mergurinn er fúinn. En það er samt þó nokkuð slát.ur í ytra borð- inu. Haun hefur feingið „gagl fyrir gás og grís fyrir gamalt svín“. Lambaket og ljettmeti er holl fæða börnum, sjúklingum og gamalmennum. Ekki eru allir menn svo hraustir, að þeir þoli kraft- fæðuna. Sjera Valdimar er svo mikill rímsuillingur, svo mikill dvergur að fella saman orð og hljóm, að fyrir það eitt er hann íþróttamaður, þótt ekki væri um aimað að gera. En auk þess, segir hann ýmis- legt það, sem þeir einir geta sagt, sem komnir eru i beinan ættlegg frá Braga hinum gamla. Jeg skal •að eins nefna sálminn sem þetta steudur í: „Guðs hjarta heyrist slá“. — Biflíuljóðiu eru dvergasmíð rimlistar og hljóms. Það verður alls ekki af þeim dregið með rök- um- Þar með er þó ekki sagt, að þau sjeu galla- laus, dvergasmiðarnar gömlu voru það heldur ekki. Bifliuljóðin eru söguljóð; en þó eingin heild. Þar eru eingin saga í ljóðum öll samau tekin. Þau eru heldur ekki trúarljóð, — ekki andvörp eða lofsaungvar „sundurkramins hjarta" eins og t. d. Hallgrímssálmar. Þrátt fyrir alla þá afarmergð „andlegra“ kvæða- og sálma, sem liggja eftir þennan höfund, er þó eldur eða ylgeisli sanntrúaðs skálds fremur sjaldgæíur í öllum þeim ljósagangi. Að því | leyti þolir hann alls-eingan samanburð við Hallgrím [ gamla Pjetursson. — Bak við fjöldann aflan af | sálmum og kirkjublaða-kvæðum sjera Valdimars, sjest ekki verulega trúaður höfundur, og segi jeg þetta ekki höf. til ámælis, því margur góður dreing- ur er hálfvolgur nú á tímum í trúnni. Þetta sama gildir um Biflluljóðin. Einstaka sinnum yrkir hann fallega um guð og himininu. En sjaldan tekst honum eins vel sá skáldskapur eins og þegar hann yrkir um eldgos, jarðskjálfta og bardaga. Þá fyrst kemst hann í essið sitt og yrkir fyrir 5 og upp undir 6, Hvert einstakt kvæði í Biflíuljóðunum er sögu- kvæði eða frásögn í rími. Þegar þau eru skoðuð þannig, en ekki svo sem trúarljóð, get jeg ekki betur sjeð, en að þau sjeu bókmenntum okkar til sóma. Með þessu neita jeg því alls ekki, að blá- þræði megi finna og sjá á „Ijóðavírnum", þegar jafn skyggn maður gagnrýnir hann og Einar Bene- diktsson. — Eingiun hlutur er gallalaus undir sól- inni. Mjer er sagt að á henni sjálfri sjeu svartir flekkir, en aldrei hef jeg getað sjeð þá, hvernig sem jeg hef rýnt. Enn jeg trúi því samt. Valdimar Briem leikur sér með alla hætti, og líklega yrkir einginn maður eins sljett undir hryn- hendum og dróttkvæðum háttuin sem hanri. Jeg skal nefna kvæðin: „ A Sinal“ og „Letrið á hallar- veggnum“. Ef til vill kunna sumir menn að segja, að þau sjeu „tómur hljómur“, því það getur þó einginn af þeim dregið, þótt 1 þeim finnist þynn- ingar, endurtekningar og jafnvel mótsagnir og lok- leysur. En hljómurinn eiun getur líka verið skáldskap- ur þegar veruleg iþrótt liggur í honuip. Hvað er tónlistin atinað en hljómur? Þó er hún skáldskapur. Jeg sje einga brýna þörf á því, að tína saman einstakar vísur til sönnunar þessum ummælum. Þeir sem unna bókvísi, gerðu rjettast í því, að kaupa og lesa Biflíuljóðin ogleggja þannig úrskurð á þau sjálfir. Það er margur óþarfinn keyptur nú á dögum, sem síður skyldi. 5*

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.