Öldin - 01.11.1894, Side 7

Öldin - 01.11.1894, Side 7
ÖLDIN. 167 mannsaldur. Þess vegna virðist oss það réttust lífsregla, að láta misgerðir liðinna alda sem all"a fyrst hverfa og verða grafn- ar undir betri athöfnum seinni tíma, sér- staklega ef þær misgerðir voru samkvæm- ar þáverandi aldaranda og ófullkominni menningu og siðalærdómum. Að minnsta kosti væri það samkvæmast þeim pólitiska siðalærdómi, sem öðrum lærdómssetning- um fremur liugsar um skynsamlegan góð- vilja. Að brcyta ætíð eins og maður væri nýfæddur, er langbezta lífsreglan fyrir þjóðfélagið ekki síður en einstaklinginn. Þrátt fyrir alt flyt ég skoðun mína í allri auðmýkt og gleymi því ekki, að liáttstand- andi menn, lærðir og leiðandi, menn sem mér kemur ckki í hug að jafna mér við að því er pólitisk áhríf snertjr, og sem hafa að bera svo þunga pólitiska ábyrgð, að ég gleðst af því, að enginn slíkur þungi hvíl- ir eða nokkurn tíma mun hvíla á mínum herðum. Eg gleymi því ekki, segi ég, að þessir menn margir hafa engan vegin sömu skoðun og ég, en álíta þvert á móti rétt, að blása í útdeyjandi glæður fyrri alda þrætumála og kveykja nýjan hefndar- eld; að standa á milli dauðrar liðinnar tíð- ar og lifandi nútíðar, ekki eins og leiðtogi gyðinganna í þeim tilgangi að græða sár- in, heldur í þeim tilgangi að auka þi-ætuna og halda á lofti ósvífnum myndum af mis- gerðum feðranna, svo að' börnin síður glcymi þeim eða fyrirgefi. Á meðan ekki cru fengnar sannanir fyrir því, að eignarrjettur einstaklinga sé til orðinn fyrir ofbeldi, hefir sú þræta litla virkilega þýðingu. Það hefir litla-þýðingu, á meðan þessar sannanir vanta, þó haldið sé fram, að þetta upprunalega ofbeldi geri ógilda alla landsölusamninga síðan, að engin tímalengd, engin eignaskipti aptur og fram, mann fram af manni, geti svipt þjóðarheildina þeim rétti, að taka land- eignina frá þeim, sem á hana nú, cf liún bara vill. Áhrifamikið afl eins og orsaka og afleiðinga röksemdir í raun réttri er, heflr hún sjaldan reynst vel á starfsviði sögunnar. Og hvað snertir þessa áætlun, að upprunalega hafl landeign öll verið í hönd- um þjóðanna sameiginlega og að ofbeldi liafl verið beitt til að lima hana sundur og skifta milli einstaklinga, sem afleiðing af herskáum aldar anda, en að henni hafi ckki verið skift þannig með sátt og sam- komulagi, sem aíieiðing af iðnaðarskipu- lagi og þörfum, þá er liún einkennilega illa grundvölíuð. Það var ef til vill afsakandi þó að Rousseau brúkaði þau ummæli um liina upprunalegu landeigendur, að þeir hefðu verið annað tveggja ræningjar cða svik- arar. En á þeim 150 árum, sem liðin eru síðan hann ritaði um þetta mál og sérstak- lega á síðustu 50 árunum, hefir mönnum gcttst kostur á óendanlega miklum upp- lýsingum áhrærandi landhald, lög og regl- ur fornmanna. Það er þess vegna ekki lengur afsakandi fyrir nokkurn mann að gera sig ánægðan með Rousseau’s van- þekking í þessu efni. Þó ekki sé nema lauslega litið yflr afleiðingarnar af rann- sóknum nútíðarmanna í mannfræði, forn- fræði, fornum lögum og fomUm trúfræðum, nægir það til að sýna að þar er livergi vottur um að maðurinn hafi nokkurn tíma verið í því náttúrlega ástandi, er Rousseau talar um, en að miklu meiri ástæða er til að eíla, að hann luifi aldrei verið í því á- standi og verði aldrei. Það er að minnsta kosti mikið líklogt að hirðingja-ástandið hafi vcrið uppruna ástand mannsins. Það er því auðráðin gáta, að þar sem slíkt flökkulíf útheimtir færri og smærri nauðsynjar en nokknr önnur lífsstaða, var efnaskifting og manna- munur aldrei eins auðsær eins og á meðal búsettra manna. En það er grófur mis- skilningur að ímynda sér að í hirðingja á- standinu, fremur en í öðru þjóðfélagsá- standi, sem menn enn hafa athugað, hafi verið “frelsi” og “jöfnuður” manna, í

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.