Öldin - 01.11.1894, Síða 28
188
ÖLDIN.
beygja kné fyrir henni og scgja: Ileilaga
mær, ég stríði ekki þór til dýrðar, lieldur
frelsaranum, syni þínum. 0g þ'i mun
sankta María svara brosandi: Sá sem
stríðir sakir sonar míns, hann striðir einn-
ig fyrir mínar sakir, því að ég er móðir.”
“Konungur þinn er trúarvillumaður,”
sagði þá Regína reiðuglcg, því ekkert féll
henni miður en mótsagnir móti þeirri trú,
þar scm liimnadrotningin María er eitt mik-
ið máttaratriði. “Konungur þinn er harð-
stjóri og samvizkulaus maður, seni leitt
hefir reiði allra dýrðlinga yfir höfuð sitt.
Veiztu það, Emma, að ég hata konunginn
þinn ?"
“Og ég elska hann,” sagði Emma svo
lágt að varla heyrðist.
“Já,” sagði Regína, “ég hata hann
eins og dauðann, syndina og glötunina.
Væri ég karlmaður með hraustri liönd og
héldi á sverði, skyldi mitt æfimark vera að
eyða herskörum hans og verkum. Gott
áttu Emma, sem ekki þekkir ófriðinn, þú
veizt lítið um hvað Gústaf Aðólf heflr gert
oss aumum kaþólskum þjóðum. En ég
hefl séð það, og land mitt og trúminkrefj-
ast hefnda. Það koma stundir yfir mig að
ég gæti tekið lif hans.”
“Og þegar jungfrú Regína bregður
upp sinni hvítu hendi með hvassa hnífnum
móti lífi konungsins, þá berar konungur-
inn brjóst sitt þar sem hans hrausta hjarta
slær inni fyiir, og hann lítur til hennar
með tign og rósemi í augum og mælir:
þú hin smáa, bjarta hönd, sem saumar
mynd guðs móður, sting mig með hnífnum
ef þú orkar, hér er hjarta mitt fyrir, hér
slær það fyrir frelsi veraldarinnar og henn-
ar Ijósi. Og þá mun höndin hníga niður
liægt og scint og daggarðurinn detta áður
en nokkurn varir úr henni, og þá mun
guðs móðir á dúkinum brosa, því hún vissi
vel að svo mundi fara, því fyrir henni
sjálfri fór á sömu leið. Því að Gústaf kon-
ung má enginn deyða, cnginn hata; guðs
engill gengur við hlið lionum og snýr rciði
mannanna í elsku.”
Regína gle’ymdi vinnu sinni og leit
framan í Emmu síuum stóru, dökku, votu
augum. í orðum hinnar var svo mikið ó-
vænt og henni þó svo kært að hcyra; en
hún þagði; loksins mælti hún : “Konung-
urinn á töfragrip.”
“Já,” :agði Emma, “töfragrip ber
hann, en það cr ekki eirhringurinn, seni
mennirnir tala um, það er hans hugstóra
mannelsku hjarta, sem afneitar öllu sakir
hins góða á jörðunni. Þcgar hann var
barnungur maður og hafði enga frægð eða
afrck unnið, átti einungis sitt gullbjarta
hár og háu hvanna og sin mildu, bláu
augu, þá bar hann engin töfraþing, og þó
gekk blessun og elska og hamingja við
hlið honum. Allir englar á liimnum og
allir menn á jarðriki unnu lionum.”
Það tindruðu tár í augum Regínu.
“Hcflr þú séð hann meðan hann var
ungur ?”
“Ilvort ég hefi séð hann ! Já.”
“Og þú hefir clskað hann eins og all-
ir aðrir ?”
“Meira, jungfrú, en allir aðrir.”
“Og þú annst honum enn þá ?”
“Já ég ann lionum — mikið—einsog
þér gerið. En þér viljið deyða hann en
ég vil deyja fyrir hann.”
Rcgína hljóp upp, brast í grát, þreif
Emmu í faðm sér og kysti hana. “Trú
því ekki að ég vilji dcyða liann — ég, ó
heilaga María, ég sem vildi þúsund sinn-
um láta líf mitt í hans stað. En veiztu
það, Emma, að það cr kvöl sem þú getur
ekki skilið, sundurliðandi kvöl, þegar mað-
ur clskar mann, stórhefju ímynd alls hins
æðsta og fegursta í lífinu, og svo kemur
vor heilaga trú og býður oss að hata þenn-
an mann, deyða hann, ofsækja hann og
elta að dyrum grafarinnar. Þú veizt elcki,
þú ert sæl, þú þarft ekki annað cn að elska
og blessa, þú veizt ekki hvað það er, að
hrekjast milli ástar og haturs eins og skip