Óðinn - 01.07.1922, Síða 3
ÓÐINN
51
Kjarval.
Margir eru þeir, sem við listir fást hjer á íslandi
— en færri eru listamennirnir en fúskararnir enn sem
komið er.
Jóhannes Sveinsson Hjarval er einn af þeim fáu
útvöldu í þeim fjölmenna hóp; hann er fæddur lista-
maður. Ungur fór hann að
gefa sig að málaralist og
sýndi þá þegar nokkra hæfi-
leika, svo ýmsir af okkar
góðu mönnum, sem sáu mynd-
ir hans, t. d. Þorsteinn Er-
lingsson og Einar Benedikts-
son, rjeðu honum eindregið
til að halda áfram og reyna
að fá tilsögn. Naut hann þá
nokkurrar kenslu hjer heima
um tíma, en sigldi síðan til
Haupmannahafnar og var
veitt inntaka á listaháskól-
ann þar. Lauk hann þar
námi og tók burtfararpróf.
Hefur hann síðan ferðast víða
til að kynnast málaralistinni
enn betur og dvaldi meðal
annars í Rómaborg og Flór-
ens árið 1920. Hefur Ítalíu-
för hans haft mikil áhrif á
hann og þroskað hann mjög.
Hjarval er einkennilegur lista-
maður og hinn stórfenglegasti
meðal íslenskra málara; hann
er maðurinn sem fer sínar eigin götur, oft langt frá
þjóðbrautinni; hann er óhræddur við annara dóma og
að skreyta sig með fjöðrum annara er fjarri hans skapi.
Hann er skáldið meðal íslenkra málara, draumspakur
og djúpvitur. Myndir hans koma mönnum til að hugsa.
Eitt af því, sem maður tekur fyrst eftir við að
athuga myndir hans, er hve ótrúlega fjölbreyttar þær
eru, bæði að efni og gerð. Manni finst undur að þær
skuli vera eftir sama manninn. A annan veg er það
oft hjá öðrum málurum, þar er oft ein myndin annari
lík að gerð, þótt efni (matería) myndarinnar sje sama,
þær^eru í rauninni endurtekning hver af annari. Hjarval
málar aldrei sömu myndirnar eins upp aftur og aftur,
— hann stælir ekki sjálfan sig — en er altaf að glíma
við eitthvað nýtt, því þrá hans til að skapa er sívakandi.
Kjarval teiknar afburðavel og er hinn mesti snill-
ingur í meðferð litanna. Þótt hann sje ungur enn,
hefur hann leyst af hendi svo mörg góð verk, að
óhætt er að skipa honum á bekk með okkar besta
listamanni Einari jónssyni myndhöggvara. Líkist hann
honum einnig í því, að hann er sívinnandi og hefur
óbilandi starfsþrek. Enda sætir það undrum hve
miklu Kjarval hefur þegar afkastað. Mikilli mót-
spyrnu og mörgum erfiðleikum hefur Hjarval mætt
á sinni listamannsbraut. En
sá misskilningur, sem hann
hefur orðið fyrir, er nú óðum
að þverra. Það er erfitt á
margan hátt að vera listamaður
hjer á Islandi og sjerstaklega
fyrir þá, sem ryðja nýjar brautir.
Vil jeg aðeins benda á, að
einkennilegt er að sumir af
okkar listamönnum skuli verða
að sækja viðurkenningu til
annara þjóða, áður en þeir
hljóta hana hjer heima. Sýnir
það átakanlega, hve óþroskaðir
Islendingar eru í hinum fögru
listum. Og hjer fer auðvitað
sem annarstaðar, að afburða-
maðurinn á erfiðaðara upp-
dráttar en meðalmennirnir.
En Kjarval hefur sigrað þá
örðugleika, sem hingað til
hafa mætt honum.
Jóhannes Kjarval hefur
fengið listamannsgáfuna í
vöggugjöf og hugur hans hefur mótast af hrikaleik
íslenskrar náttúru og þjóðsögum. Hann hefur þrosk-
aða dómgreind og er það hið allra nauðsynlegasta
fyrir hvern mann og ekki síst fyrir listamann. Og
mark sitt setur hann hátt. Og þeir, sem hafa kynst
honum, vita að leit er' að betri dreng og vinfastari,
en það hefur verið einkenni allra góðra Islendinga.
— Rúmið leyfir ekki að hjer verði minst á nein ein-
stök verk hans, þó full ástæða væri til; og myndir
hans, sem oft hafa aðalstyrk sinn í litum, myndu ekki
njóta sín þótt prentaðar væru.
Kjarval er fæddur í Austurskaftafellssýslu og er nú
hálffertugur að aldri. Hann er giftur danskri konu,