Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 4

Óðinn - 01.07.1922, Qupperneq 4
52 ÓÐINN Tove Kjarval, og eiga þau tvö börn, Ásu og Svein. Tove Kjarval er hin mesta ágætiskona og er talin eitt hið efnilegasta skáld meðal ungu kynslóðarinnar í Danmörku. Þau hafa verið búsett í Kaupmannahöfn nú í nokkur ár, en eru nú flutt hingað heim og hafa dvalið á Austfjörðum í sumar. En til Reykjavíkur flytja þau í haust. Þorsteinn Tómasson járnsm. og Valgeröur Ólafsdóttir. Þorsteinn andaðist síðastl. sumar 1921, h. 5. ágúst, en er fæddur 4. júlí 1852 að Eyvindarstöðum á Alftanesi syðra. Foreldrar hans voru: Tómas bóndi Gíslason og Elín kona hans, Þorsteinsdóttir lögregluþjóns í Brunnhúsum í Rvík., al- systir Sigríðar konu Edvards kaupmanns Simsen í Rvík, er á sinni tíð var almennast nefndur í Rvík „Gamli Simsen austur- frá“, merkur maður, faðir þeirra Franz fyrv. sýslum. í Hafn- arfirði, Karólínar amtmannsfrúar Jónassen, frúar Guðmundsen, tengdamóðir Bjarna fiskifræðings Sæmundssonar, og þeirra systkina fleiri. Hálf- og alsystkin átti Þorsteinn allmörg, meslu myndar og sæmdarmenn. Þar á meðal Gísla sál. Tómasson, Iengi hjá Geir sál. kaupm., og ]ón Tómasson bónda góðan á Grímsstaðaholti við Rvík. Þorsfeinn Tómasson ólst upp með foreldrum sínum á Ey- vindarstöðum þar til hann var um tvítugt. Fór hann þá til Rvíkur og tók að nema járnsmíði hjá Birni sál. járnsmíða- meistara Hjaltested, alkunnum merkisborgara í Rvík á sínum tíma. Eftir hæfilegan tíma lauk Þorsteinn námi sínu, tók sveins- próf og brjef, og byrjaói þá vonum bráðar sjálfstæða smíða- vinnu, þótt ekki ætti hann þá svo mikið sem „hamarinn í höndina á sjer“. Leigði hann sjer ofurlitla smiðjukompu, þar sem nú stendur hús Eggerts Claessens bankastjóra, og rak smíðina þegar með svo miklu kappi og góðri forsjá, að hann bráðum gerðist það efnaður, að hann gat, og gerði, að byggja sjer vandaða og trausta smiðju og íbúð úr steini, að mestu eða öllu skuldlaust, 12 X 12 álna hús, með smiðju í kjallara og ibúð uppi. Sfendur það hús enn ramtraust, en stækkað um helming og endurbætt, og heitir nú „í Lækjargötu 10“. Og þarna lifði hann og vann ósleitilega, með ráði og dáð, alla sína tíð upp frá þessu. Þann tímann, sem Þorsteinn vann í leigusmiðju, og var að búa um sig í eigin smiðju og íbúð, var hann til húsa í Lækjarkoti, er stóð þar fast hjá, og kyntist þá þar konuefni sínu, Valgerði Ólafsdóttur, ágætasta kvenkosti. Kvæntist hann henni 12. nóv. 1880, og bjó síðan með henni sjálfstæðu, síblómganda búi, við smíðaiðju, og Iengi einnig að nokkru leyti við landbúnað, meðan heilsan entist; en þar næst og öll síðustu árin, að nokkru leyti við smíði og að nokkru við sölu landbúnaðarverkfæra, alt til æfiloka. Naut hann alla þá stund, full 40 árin, samvistar og samhjálpar þessarar ágætu konu og með henni, og hennar vegna, mikillar hagsældar, gæfu og sæmdar. Þau eignuðust alls 4 börn, öll hið besta gefin, góð og mannvænleg. Þrjú þeirra lifa enn, og eru þau þessi: Ólafur, eyrna- nef- og hálslæknir, alkunnur gæðalæknir og ljúfmenni; Ragnheiður og Ása, sem báðar hafa að undanförnu, með lip- urð og sóma, gengt vandaverkum við Röntgensgeisla- og ljós- lækningastofnunina í Rvík undir forstöðu þess góða læknis G. Claessens, báðar ágætar stúlkur. En þriðju stúlkuna, Elínu Magdalenu, mistu þau, um 12 ára gamla, einnig mjög efnilega og góða. Að ytri gerð var Þorsteinn gildur meðalmaður á allan vöxt, vel vaxinn, karlmannlegur og fríður sýnum, á yngri árum dökk- jarpur á hár og skegg, hreinn og einbeittlegur á svip, og ekki beint þýðlegur með jafni. Hafði það þó til, að vera hýr á brá. I umgengni og viðmóti einnig hreinn og beinn og hispurslaus, og átti þá líka til, að gerast kaldur og harður í svari, er því var að skifta, eða honum mislíkaði. Og lík var einnig öll innri gerðin: lundin ör en hrein, hugurinn bráður og kappsfullur, hyggjan há og drengileg, viljinn sterkur og einbeittur, en þó ráðvandur og grandvar, lífsskoðunin öll skynsamleg og ráðdeildarfull, og hnje í flesfum efnum að „hyggindum þeim, sem í hag koma". Og samfara þessu var og lengi líkamleg hreysti og mikið þrek og þol. Eftir þessu breytti hann, og að því varð honum einnig vel. Stundaði hann iðn sína með áhuga miklum og kappi, og einstakri atorku og afkastasemi, og jafnframt góðri greind og ráðdeild, samfara fylstu vandvirkni og ráðvendni í verki öllu og viðskiftum; ávann sjer því brátt og hjelt til enda áliti og trausti allra, sem við hann kyntust og skiftu; og eins var hann trúr og traustur, og ábyggilegur í orði sem verki. Þurfti aldrei að skrifa og vottfesta loforð hans. Hann var vandur að allri virðingu sinni, vandlátur og harður við sjálfan sig í þessu sem öðru; en hann ætlaðist líka til hins sama at öðrum, og þótti því oft æði kröfuharður í annars garð bæði um orð og verk. Vildi þá stundum svo verða, að hann þoldi illa slóða og slæp- inga eða óráðsmenn í orði eða verki, og þeir einnig hann. En sjerstaklega var honum lítið um hjegómamenn og flysjunga, sem „þóttust menn en voru ekki“, og óheiðarlegt brangs og brask. Hinsvegar kunni hann manna best að meta hjá öðrum alla ráðdeild og heiðarlgga sjálfsbjargarviðleitni, ráðvendni og drengskap, og var manna vísastur til að leggja þeim lið í orði og verki. Var hann óbágur á, að lána og líðun að veita þeim, er hann þekti eða treysti að ráðvendni og góðum vilja, og eins að styðja efnilega unga menn, er hann hafði álit á, eða leysa vandræði þeirra. Hafa ýmsir slíkir átt, og eiga, ef til vill, enn, Þorsteini skuld að gjalda í þessu efni, þakkarskuld eða peninga. En Þorsteinn fór ekki hátt eða víða með dygðir sínar og drengskaparverk, því að hann var ekki hjegómamaður nje fordildur. Mörgum var líka mikið gefið og gert gott á annan hátt af atvinnu og efnum Þorsteins með vitund hans og vilja; og má þar til nefna óvenju mikla og góða gestrisni og góðgerðasemi í húsi hans jafnt við mjög tíðförula eða að- sækna sveita og aðkomumenn, viðskiftavini og kunningja, og innarbæjar þurfalinga. Mun fágæt önnur eins gestkoma og gest- risni á nokkru reykvíksku heimili, og jafnan var hjá Þorsteini og þeim hjónum. — En að öllu þessu, og þrátt fyrir það, efld- ist þó stórum atvinna Þorsteins og efnahagur, svo að hann varð, um langt skeið, einn af efnuðustu borgurum Rvíkur, og jafnframt mikils metinn og virtur fyrir mannkosti sína af öll- um, sem til hans þektu. Og svo endaði hann með heiðri æfina

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.