Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 6
54 ÓÐINN þá kunnugir votta allir að í því efni vann hún til hins besta vitnisburðar með kvenlegri lundprýði og göfgi í orði og verki. Og meðal þeirra vitnisberenda var þó markverðastur og fremst- ur maðurinn hennar sjálfur, sá drenglundaði manndómsmaður, sem á öllum rólegum stundum fann svo vel, og játaði fyrir vinum sínum, ágætiskosti konu sinnar, talaði um hana með ást og aðdáun, taldi hana kvenna besta, og hafði stundum þau ummæli um, að „hún væri gull“, og gat þá ekki líkt henni við nokkra konu aðra, að gæðum og kostum, en móður hennar, tengdamóður sína, sem hann hafði unnað mjög og haft hinar mestu mætur á. Svo kom veikindastríðið, Iangt og oft strangt, um 20 síðustu árin, er Þorsteinn, maður Valgerðar, misti heilsuna. Það reyndi líka mikið á, og ekki reyndist hún þar miður. Sýndi hún þar afburða þrautgæði, ástúð og blíðu, lægni og lipurð, og fórnfýsi, alt til að hjúkra og hægja honum, halda í honum lífinu og vinna að heilsubót hans. Er þar um til læknisvitnisburður á þá leið, að engin hjúkrun á sjúkrahúsi hefði jafnast við hjúkrun þessarar konu í heimahúsum, og að hún hefði með frábærri alúð og aðhlynning, nærgætni og um- hirðu sinni, lengt líf hans árum saman. Skifti stundum, á þess- um tíma, vikum og mánuðum, er Valgerður fór ekki úr fötum og svaf ekki væran dúr, er maður hennar var sjúkastur. A sama hátt stríddi hún einnig afburðavel í veikinda og dauða- stríði dótturinnar efnilegu og góðu, sem þau hjónin misfu, og getið er um í minningargreininni um Þorstein. Sem móðir var og er Valgerður slík, að segja má um hana, líkt og merkur og kunnugur maður sagði um Ragnheiði móður hennar, að „betri og fullkomnari móður gæti enginn átt“. Er varla unt að ætla eða benda á betra uppeldi en börnin hennar fengu hjá henni í öllum greinum, jafnt fyrir hugsana- og tilfinninga-líf þeirra, og breytni alla í orði og verki, enda munu allir geta sjeð og þekt í og á sjálfum börnunum, hvílíka móður þau hafa átt, og sannfærst um, að hjer er ekki lofi logið. Sem húsmóðir var og er Valgerður einnig slík, að allir þeir mörgu, sem í húsi hennar hafa verið, og undir hennar höndum, Iengur eða skemur, bæði lærlingar og hjú, elska hana og virða, og róma hússtjórn hennar, hreintói og þrifnað, hugulsemi og nærgætni, umburðarlyndi og þolinmæði. Má þá og segja þann sannleik sem var, að fyrir hennar skuld, áhrif og viðgerðir varð heim- ili þeirra hjóna hjúasælla en ella mundi. Einnig sem nágranna- kona og meðsystir var og er Valgerður sönn fyrirmyndarkona, friðsöm, vinveitt, gætin og grandvör til orðs og æðis, enda al- drei í útistöðum átt við nokkra manneskju noer eða fjœr, heldur þvert á móti, sem eðlilegt og maklegt var, notið al- mennrar ástsoeldar og virðingar þeirra er hana hafa þekt og reynt. Eins munu allir kunnugir kannast við og játa, að hugs- anahreinni, tilfinningabetri og góðgerðasamari sál en Valgerð- ar muni vandfundin vera. Hún hugsar og talar vel um alla, færir flest til betra vegar, vorkunnlát við breyskleik annara og bágindi, og má ekki aumt sjá án þess að vilja og reyna úr að bæta, enda eru þeir ótal margir, sem Valgerður hefur gert að betri og farsælli mönnum. En jafnframt öllum þessum kven- kostum er þó þessi kona einbeitt og þjett fyrir, úrskurðargóð og röggsamleg, þegar því er að skifta, en jafnan þó auðmjúk og yfirlætislaus, frásneidd fordild og útslætti, framagirni og öll- um hjegómahætti. Yfirleitt stjórnast hún og alt hjá henni af á- gætri skynsemi, næmri sómatilfinning og göfugleik huga og hjarta. Oflof mun sumt hjer talið af ókunnugum, en óttalaust skal alt hjer borið fram fyrir kunnuga, og þeir munu samsinna og segja, að fullkomnari og vammlausari konu geti varla. Val- gerður er fremur smá vexti og ekki beint fríð, en gáfuieg og göfugleg í svip og framkomu. Nú er hún nœr hálfsjötug, slit- in og þreytt, en þó töluvert eftir af henni enn. Veri hún bless- uð lífs og liðin. Ófeiguv Vigfússon. 0 Snorri kaupmaður Jónsson. Fæddur 7. júlí 1848. — Dáinn 18. jan. 1918. Helst til lengi hefur dregist að birta nokkur æfiatriði eins hins merk- asta borgara Akureyr- arbæjar um langt skeið, kaupmanns Snorra sál. Jónssonar, er andað- ist 18. jan. 1918. — Þóttandlátsfregnarhans væri þá getið í öllum helstu blöðum lands- ins, var hann svo þjóð- kunnur og þjóðnýtur maður, að minninghans verður betur að geym- ast, og því er nú Óðinn, er til fjölda ára meðal ann- ars hefur haft þann menningarstarfa með höndum, að vernda minningu ýmsra merkra manna, beðinn fyrir eftirfarandi æfiágrip: Snorri sál. var fæddur í Hólárkoti, fremsta bygða býlinu í Skíðadal í Svarfaðardalshreppi, 7. júlí 1848. Voru foreldrar hans Jón Pjetursson bóndi í Hólárkoti og kona hans Guðlaug Rögnvaldsdóttir. Afi Snorra, Pjetur Pjetursson, bjó í Hólárkoti frá 1813—38, er faðir hans byrjaði þar búskap, og bjó þar til dauða- dags, 1866. — Guðlaug, móðir Snorra, var dóttir Rögnvaldar Snorrasonar bónda á Hálsi í Svarfaðar- dal og konu hans Guðlaugar Finnsdóttur Jónssonar bónda og hreppstjóra á Hálsi. — Snorri Rögnvalds- son bróðir Guðlaugar, móður Snorra, var orðlagður sæmdar- og greindarmaður; bendir til þess gömul vísa, alkunn í Svarfaðardal, þannig: „Snorri á Hálsi sniðugur snotra bústjórn vandar, er að kostum alþektur eins til munns og handar". Þau hjónin, Jón og Guðlaug, voru sjerstök heið- urshjón, gædd afbragðs hæfileikum. Er þessa getið hjer til að sýna, að Snorri var af góðu bergi brot-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.