Óðinn - 01.07.1922, Side 8
56
ÓÐINN
við smíðið á. Skipstjóri þessa skips hjet Nielsen,
danskur maður, faðir Emils Nielsen, sem nú er fram-
kvæmdarstjóri Eimskipafjelags íslands. Var hann þá
í siglingum í 4 ár milli vestindisku eyjanna, Brasilíu
og Hamborgar. Víkkaði hann og stækkaði á þessu
ferðalagi sjóndeildarhring sinn á ýmsa lund, sem síðar
varð honum til margvíslegrar blessunar. Má með sanni
segja, að hann hafði opin augun fyrir nytjastörfum
lífsins, og hin mikla glöggskygni hans og skarpa
greind ljet hjer ekki heldur tækifærin ónotuð.
Utanför sína taldi Snorri sjálfur þá gæfuför, er sjer
hefði orðið til gagns og hamingju fyrir lífið alt. Og
kórónu þeirrar hamingju taldi hann kvonfang sitt.
Meðan hann var ytra, gekk hann að eiga heitmey
sína Sigríði Lovísu Loftsdóttur, ættaðri frá Sauðanesi
á Upsaströnd, eina hina merkustu ágætiskonu. Giftust
þau 11. nóv. 1877. Var hjónaband þeirra svo ástríkt
og farsælt, að enn er hjer nyrðra orð á gert af þeim,
er þektu. 011 sambúð þeirra og heimilislíf var svo
fagurt, að hvergi bar skugga á. — Eftir 30 ára sam-
búð, 20. nóv. 1907, varð Snorri fyrir þeirri þungu
sorg, að sjá konu sinni á bak. Bar hann þann mikla
missi stillilega, kunni þar, sem annarstaðar, að hafa
taum á sínum sterku tilfinningum. — Þrjá syni eign-
uðust þau hjónin: Jón, Rögnvald og Gunnar. Jón dó
sem barn, Gunnar erlendis, ógiftur, en Rögnvaldur er
giftur Sigríði Sveinsdóttur Sigfússonar kaupmanns frá
Norðfirði, og heldur nú áfram verslun þeirri og hin-
um mikla útveg, sem Snorri rak síðustu árin, undir
hinu þekta verslunarnafni: »Verslun Sn. Jónssonar«.
Þau hjónin tóku sjer far frá Kaup.mhöfn heim með
kaupfari, sem fara átti til Gránufjelagsins á Oddeyri,
vorið 1877. í Skjálfandaflóa lenti skipið í ís, og kom
gat á það undir sjómáli að framanverðu. En annað
kaupfar var þar nálægt, og fluttist fólkið þangað um
borð, en skipið byrjað að síga niður. Snorri hafði
verkfærakistu sína á þilfari. Hafði skipstjóri viljað
setja hana undir þiljur, þá er látið var í haf, en
Snorri óskaði að hún mætti standa uppi, ef að gagni
kynni að koma á ferðinni, og kom það sjer nú vel. —
Snorri bað nú skipstjóra að leyfa sjer að reyna að
gera við lekann, en skipstjóri taldi þýðingarlaust og
jafnvel hættulegt, að hafast lengur við í skipinu.
Snorri fór þó að reyna, reif innan úr framhýsi skips-
ins og komst að gatinu, þakti svo með fatnaði og
hverju því er fyrir varð, og negldi fjalir yfir. Var þá
tekið að dæla, og tókst þannig að bjarga skipinu til
Oddeyrar. Fyrir að bjarga þannig skipi og farmi fjekk
Snorri 700 krónur, og þótti það upphæð mikil til að
byrja með atvinnu sína hjer heima. Settust þau hjónin
þá að á Oddeyri og bjuggu þar til dauðadags. —
Um 40 ára tímabil helgaði Snorri bæjarfjelagi Akur-
eyrar alla sína miklu starfskrafta. Varð þar að lokum
í tölu hinna helstu atvinnuveitenda og hæstu gjald-
enda til opinberra þarfa, og sat svo árum skifti í
bæjarstjórn. Fram að aldamótum lagði hann aðallega
stund á skipa- og húsasmíðar; breytti þá til og rak
úr því stórfeldan sjávarútveg samfara verslun. Varð
alt að gulli í höndum hans. Hef jeg, er þetta rita,
ekki þekt mann, er honum fremur skildi og sýndi í
verkinu, að »morgunstund gefur gull í mund«. Munu
þeir dagarnir hafa verið teljandi, öll þessi 40 ár, sem
Snorri var ekki kominn á fætur kl. 5—6 á hverjum
morgni, og oft fyr, og þá æfinlega kominn að ein-
hverju starfi. Jeg held, að um Snorra hafi mátt segja,
að starfinn var honum heilög nautn. Dagfar og alla
framkomu Snorra einkendi ljúfmenska og prúðmenska,
samfara einurð og festu. — Eiginmaður svo sem áður
er getið, og faðir hinn ástríkasti. Húsföður gat tæp-
lega inndælli heim að sækja. Gestrisni hans og þeirra
hjóna viðbrugðið. Þar fór saman híbýlaprýði og rausn.
Þess utan þessi hjartanlega elskusemi, þar sem æðri
sem lægri nutu jafnrjettis. í viðskiftunum hjelt hann
á sínu, og hlut sinn ljet hann hvorki þar nje annar-
staðar fyrir neinum. Hvívetna fastur fyrir sem bjarg.
Trölltryggur vinur vina sinna. Mörg voru kærleiks-
verkin int af hendi í kyrþei. Fáir vissu af, aðrir en
þeir, er fyrir urðu. Hann vildi í engu sýnast. Hitt var
honum fyrir öllu, að vera. Trúhneigður og guðelsk-
andi. Hann var maður með afbrigðum frændrækinn,
og mörgu frændfólki sínu reyndist hann síðar bjarg-
vættur, og enginn veit hve mikið hann hjálpaði sjer
fjarskyldari mönnum, en það var afarmikið.
Merkur maður og Snorra nákunnugur úr Svarfað-
aðdal hefur sagt mjer, að alla æfi sína hafi hann
haldið óslítandi trygð við fæðingarsveit sína. Þegar
hann eftir 7 ára dvöl erlendis kom heim aftur, var
fyrsta ferðin hans að skoða sig um í afdalnum, bernsku-
stöðvunum sínum, og þeirri reglu hjelt hann, að koma
þangað 10. hvert ár. Nokkru fyrir dauða sinn gaf
hann Svarfaðardalshreppi sjóð þann, er ber nafnið
»Styrktarsjóður Snorra kaupm. Jónssonar«, og er hann
nú nær 41/2 þús. krónur. Skal, samkvæmt skipulags-
skrá hans, verja vöxtum hans til styrktar fátækum og
efnilegum iðnnemum úr Svarfaðardal, til þess að full-
komna sig í iðn sinni.
Snorri Jónsson hlaut aldrei neina opinbera viður-
kenningu síns mikla starfa. Riddari eða dannebrogs-
maður varð hann ekki, þótt heiður þann hefði hann
átt fyllilega móts við margg aðra, er hlotið hafa.