Óðinn - 01.07.1922, Síða 10
58
ÓÐINN
störf sín á heimilinu sem fyir sveitina«, eins og kom-
ist er að orði í Búnaðarritinu, þar sem frá verðlauna-
veitingunni er skýrt. Mörg voru þau trúnaðarstörf, er
Helgi sál. hafði með höndum um æfina. Fjölda ára
var hann bæði hreppsnefndarmaður og oddviti; sömu-
leiðis sýslunefndarmaður. Formaður fræðslunefndar frá
því fræðslulögin komu í gildi og til dauðadags. Safn-
aðarfulltrúi nær 20 ár. Vissu það allir, að hverju
máli var vel borgið í hans höndum. Hjelt hann þar í
hvívetna uppi virðingu sinni, en jafnframt sæmd og
metnaði hjeraðs síns heima fyrir og út í frá. 011 þau
mál, er snertu almenningshag og lutu að sönnum
þjóðþrifum, ljet Helgi sál. sig miklu skifta; hann sökti
sjer niður í þau og ræddi þau. Eitt af þeim málum
var kaupfjelagsskapurinn. Mjer liggur við að segja,
að hann hafi verið hans hjartans málefni. Hann var
sá víðsýnis- og skýrleiksmaður, að honum duldist
ekki, að eitt stærsta atriðið í almenningsvellíðan og
heillum var breytt og bætt verslun. Honum rann oft
til rifja í samræðum sínum verslunarfargan fyrri tíma,
er það lá sem mara á sjálfstæði manna og menning.
Brautryðjendur kaupfjelagsskaparins voru menn, er
Helgi sál. leit upp til með virðing, og sumir þeirra
vissi jeg að voru aldavinir hans, t. d. Jón í Múla,
Pjetur á Gautlöndum, Steingrímur sýslumaður o. fl.
»Það heldur velli, sem hæfast er«, vakti fyrir Helga
sál. í þessum efnum. Að fara að engu með rasandi
ráði, en hægt og sígandi; feta sig áfram með gætni.
Hann var hjer sem annarstaðar íhaldsmaður. Sam-
kepnina hjer vildi hann taka upp með fullum dreng-
skap og halda henni áfram á þeim grundvelli. Hann
var svo sannfærður um ágæti og blessun kaupfjelags-
skaparins á þessum grundvelli, að hann efaðist aldrei
um sigur hans og framgang með tíð og tíma. Hann
var einn af þeim, er í þessu tilliti vildi láta alt vera
sem einfaldast og brotaminst, svo hagur verslunar-
innar gengi beint í sjálfan vasa hinna fátæku fram-
leiðenda, er að baki hennar stæðu með sjálfstæði sitt
og samábyrgð. Hann var andvígur öllum söludeildum
og allri verslun í sambandi við pöntunarfjelagsskap-
inn, er hann hugði að hjer mundi best við eiga. Hann
taldi engum ofurefli að panta flestar eða allar árs-
nauðsynjar sínar að vori og hausti, og það væri ein-
faldasta og kostnaðarminsta leiðin. Haupfjelags- og
verslunarmálunmn vildi hann halda fyrir utan hinar
pólitisku deiiur, taldi slíkt svo óskylt, að ekki gæti
komið til mála að blanda slíku saman. Þótt Helgi
sál. væri þannig skapi farinn og afturhaldið væri hon-
um eðlilegra en hin hvata framsókn, hef jeg aldrei
þekt neinn sannari eða drenglundaðri kaupfjelags-
mann en hann. í stjórn kaupfjelags Svalbarðseyrar
mun hann hafa verið frá því það var stofnað og til
dauðadags. Á fundum þess var æfinbga farið mjög
að vilja hans og eftir tillögum hans, enda reyndust
þær í hvívetna giftudrjúgar — enda bygðar á reynslu
og þekking.
Eins og jeg sagði áður, ljet hann sig öll landsmál
miklu skifta. í stjórnmálunum fylgdist hann mjög vel
með, og fylgdi þar altaf Heimastjórnarflokknum og
var þar ákveðinn flokksmaður, er hvikaði aldrei. Og
mjer er nær að halda, að alþingi hefði verið meiri
sómi og gagn að honum á þingbekkjum sínum en
mörgum þeim, er þar hafa setið og sitja. Hann myndi
ekki hafa látið þar troða sig um tær, nje haft sjálf-
stæði sitt að hrossakaupum. Auk þess var hann maður
mjög vel máli farinn, rökfimur og orðsnjall. Það, sem
fyrst og fremst gerði Helga sál. að þeim manngildis-
manni, sem hann var, og að hinum þekta þjóðnytja-
manni, voru fyrst og fremst gáfur hans, eða sú and-
ans innstæða frá skaparans hendi, er hann fór svo
vel með og sem hann beitti til eflingar því gagnlega
og góða. Gáfur hans og fróðleikur var svo mikill, að
mjer finst hann hafa verið meðal hinna allra fróðustu
alþýðumanna, er jeg hefi þekt, og á sumum sviðum
var hann það með afbrigðum, t. d. í íslenskum sagna-
fróðleik. Hann var þar svo vel að sjer, að jeg heyrði
sjera Matthías oft dást að þekkingu hans þar og
þroska. Það var nautn, að ræða við hann um þau
efni, og honum sjálfum var það nautn. Lyndiseinkunn
Helga sál. var örlyndi, samfara fastlyndi, og dreng-
lyndi, samfara einstöku trygglyndi. Það fór orð af því,
hve tryggur maður hann var, og virtist sumum að
hann í þeim efnum færi of langt; hann gat ekki
eða vildi ekki sjá brestina í fari vina sinna, þótt öðr-
um væru auðsæir. — Jeg sagði áðan: Sá stofn, sú
andans innstæða frá skaparans hendi, sem gerði H.
sál. að þeim manni, sem hann var, voru meðal ann-
ars greind hans og gáfur, sem hann ávaxtaði svo
vel fyrir sig og aðra; en nú vil jeg að lokum bæta
við: en það var ekki síður hin barnslega guðstrú
hans og guðstraust, og hjartalagið sprottið fram af
þeim jarðvegi. Hann átti það »ástarfræ í akri hjart-
ans«, er áreiðanlega veitir lífinu mest gildi og vænt-
anlegan eilífðararð, en sem líka geymist hjerna megin
í minningunni eða minningunum, svo ljúfum og kærum.
Um Helga sál. kvað sjera Mafthías meðal annars:
„Aldregi deyr
það öndvegi,
er lífsins Guð
gaf lifandi sál.