Óðinn - 01.07.1922, Síða 11

Óðinn - 01.07.1922, Síða 11
ÓÐINN 59 Þegir nú Helgi, en Helga-Tunga lofar hástöfum liðinn skörung". En í kærleiksminningunni lifir hann lengst. B. B. Sí Magnús Helgason skólastjóri. Sjera Magnús Helgason er fæddur í Birtingaholti 12. nóvember 1857. Fáðir hans var Helgi Magnússon bóndi í Birtingaholti, dugnaðar og sæmdarmaður, son- ur Magnúsar alþingismanns Andrjessonar í Syðra- Langholti, og er þaðan komin hin alkunna Langholts- ætt. Móðir hans var Ouðrún Guðmundsdóttir, Magn- ússonar bónda í Birtingaholti, gáfuð kona og ljóðelsk. Varð þeim hjónum margra barna auðið, og var sjera Guðmundur Helgason í Reykholti elstur, þá sjera Magnús, Guðrún húsfreyja á Hrafnkelsstöðum, kona Haralds bónda Sigurðssonar, Agúst bóndi í Birtinga- holti, sjera Kjartan í Hruna, Sigríður, ógift í Birtinga- holti, Guðrún heitin húsfreyja á Halldórsstöðum, kona ]óns Stefánssonar, en yngst var þeirra systkina Katrín heitin húsfreyja á Stóra-Núpi, kona sjera Ólafs Briems. Sjera Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum í Birt- ingaholti. Undir skóla lærði hann hjá sjera Valdimar Briem og Guðmundi bróður sínum; kendi hann svo aftur sjera Kjartani, og var sjera Kjartan byrjaður að búa Lúther, yngra bróður sinn, undir skóla, er hann ljetst. Er það óvenjulegt, að bændur komi jafnmörgum sonum sínum til menta og Helgi í Birtingaholti, og hafa þar hjálpast að foreldrar og börn. Árið 1871 settist sjera Magnús í skóla. Undi hann þar illa hag sínum hin fyrstu árin, og bar margt til, en batnaði þegar á leið. Af bekkjarbræðrum sín- um varð hann samrýndastur Þórhalli heitnum bisk- upi og Jóni Þórarinssyni fræðslumálastjóra. Náms- maður var sjera Magnús með -afbrigðum, og þótti það mikil einkunn, er hann fjekk 6 í grísku þegar hann útskrifaðist, og var Grímur Thomsen þá prófdómari. Árið 1877 útskrifaðist hann úr lærða skólanum með 1. einkunn, 92 stigum. Tvo hiná næstu vetur var sjera Magnús heima í Birtingaholti við kenslustörf, og hefur hann svo sagt sjálfur frá, að jafnan hafi hann stundað kenslustörf á hverju ári frá því hann var 19 ára að aldri alt fram á þennan dag. Er þá ekki langt að bíða 50 ára kennaraafmælis hans. Árið 1879 fór hann á prestaskólann í Reykjavík og lauk embættisprófi tveim árum síðar með 1. einkunn, 52 stigum. Næsta vetur var hann barnakennari á Eyrarbakka og kvæntist þá um vorið, harða vorið 1882, Steinunni Skúladóttur Thorarensen, læknis á Móeiðarhvoli. Var hann því næst einn vetur kennari við Flensborgarskólann, sem þá var í byrjun. Voru þeir þá kennarar skólans sjera Magnús og Valdimar Ásmundsson, en ]ón Þórarins- son skólastjóri. Eftir þann vetur varð langt hlje á skólastarfsemi sjera Magnúsar. Annan í hvítasunnu árið 1883 var hann vígður að Breiðabólsstað á Skógarströnd og Ijet ekki af prestsskap fyr en 1905. Skógarströndin var þá blómleg sveit, og undi sjera Magnús sjer þar vel. Samt fór hann þaðan tveim árum síðar og fluttist þá að Torfastöðum í Biskupstungum, en þar sat hann í 20 ár, þar til hann ljet af prestsskap, og flutti ekki um set, þó oft byðust betri brauð. Tók hann þó niður fyrir sig þegar hann flutti frá Breiðabólsstað að Torfa- stöðum, því bæði var jörðin niðurnídd og prestakallið erfiðast og tekjulægst í Árnessýslu. En hann vildi komast nær átthögum sínum. Það taldi hann og til kosta að fá meira starf, því það hafði honum helst þótt að á Breiðabólsstað, að hafa ekki nema eina kirkju. En nú tók hann við fimm kirkjusóknum. Tók hann þegar að bæta jörðina. Túnið var stórt, þýft og komið í órækt; sljettaði hann það mestalt og jókst töðufall í hans tíð um helming. Bæjarhús voru mjög Ijeleg, og hvíldi þó skuld á prestakallinu. Bygði hann upp öll hús að nýju og varð það hið reisulegasta býli. Nýja kirkju ljet hann og gera á staðnum, og var til hennar efnt með samskotum. Fjelagsskapur var allur í kalda koli, er sjera Magnús kom að Torfastöðum, enda er þar erfitt um fjelagsskap. Hann kom á fót vátrygg- ingarfjelagi um stórgripi með samábyrgð, eins og tíðkað- ist í fornöld, og hjeltst það meðan hans naut við. Hann gekst fyrir stofnun rjómabús og jarðabótafjelags og var formaður í báðum. Hann gekst og ásamt öðrum fyrir stofnun kaupfjelags Árnesinga, er var stofnað árið 1888. Var hann kosinn í stjórn þess á stofnfund- inum ásamt Gunnlaugi á Kiðjabergi og Skúla á Berg- hyl og sat í stjórn þess meðan hann var á Torfa- stöðum. Hafði hann mikið aðkall og ónæði af slíkum sveitarstörfum og vann alt ókeypis. Fyrstu skilvinduna, sem kom í Árnessýslu, keypti hann. Hann gekst og fyrir að komið var dragferju á Hvítá að Iðu. Stjórn- málum sinti hann jafnan, og hafði sig þó ekki í frammi. Ljet hann eitt sinn til leiðast að gefa kost á sjer til þings, og skal þess getið Árnesingum til »maklegs« lofs, að hánn náði ekki kosningu. Má af þessu sjá,

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.