Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 12

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 12
60 ÓÐINN r að sjera Magnús var góður bóndi og forgöngumaður um verklegar framkvæmdir. Og er hans þó jafnan getið meir sem afbragðskennara og mikils prests en sem góðs bónda. Menningarmálin hafa jafnan verið honum kærust. Það er venjulegast, að prestar byrja ekki barnaspurn- ingar fyr en á þorra, en sjera Magnús byrjaði jafnan að spyrja börn með vetri á helgum dögum eftir messu, og sóttu spurningar 12 ára börn og eldri, og yngri börn komu stundum. Barnapróf hjelt hann á vorin á hverri kirkju og byrjaði á því löngu áður en þau fóru að tíðkast annarsstaðar. Hann gerði kröfu til að börn væru farin að stafa 6 ára gömul og gaf ein- kunnir eftir því, hve langt þau voru komin. Ekki slepti hann af þeim hendinni við ferminguna, heldur hjelt með fermdum ung- mennum samkomu eftir messu einu sinni á ári hin síðari árin. Þá kendi hann og unglingum ókeypis einn dag á viku að vetr- inum, er dag tók að lengja, ís- lensk fræði. Las hann með þeim kvæði og sagði þeim úr sögu Is- lands. Unglingarnir gengu heim til hans, til og frá, og komu þeir, sem vildu og gátu því við komið. Eins og áður er getið, var fjelags- skapur lítill og örðugur í presta- kallinu. Um sveitina kvíslast stór- ár. Til að bæta úr því kom sjera Magnús á hin síðari árin sam- komum til skemtunar úti eftir messu á sunnudögum, og eru slíkar samkomur nú orðnar tíðar austur þar. Lestrarfjelag stofnaði hann í sveitinni í þrem deildum; voru bækurnar jafnan seldar á vorin til að fá fje til nýrra bókakaupa. Kirkjusókn var jafnan ágæt hjá sjera Magnúsi. Stúlka úr Biskupstungum, Viktoría kennari Guðmundsdóttir, sem hann hefur fermt, segir svo frá prestsskap hans: »Sjera Magnús þótti klerkur ágætur. Raddmaður var hann raunar enginn og tónaði ekki áheyrilega, en ræðumaður því betri. Mun flestum hafa fundist hið sama um það, og heyrði jeg engan bera brigður á slíkt. Var þá hvort eftir öðru, er hann stje í stólinn, efni ræðunnar og framburður, og þótti flestum hann besti kennimaður þar nærlendis. Þurfti eigi um hann að segja, að menn yrðu fegnir því, er hann segði »amen«, því að jafnan þótti síðari hluti ræðu hans áhrifamestur. Lá jafnan djúp alvara og sannfæring að baki orða hans, er hreif áheyrendur mjög. Skyldu- rækinn var hann og samviskusamur og sótti fast að komast til útkirkna sinna, þótt veður væru ill«. — Er ekki að undra, þótt Tungnamönnum þætti sjera Magn- ús bestur prestur þar nærlendis, því vita mega þeir það, að leita þarf að slíkum ræðumanni meðal hinna stærri þjóða. Um spurningar sjera Magnúsar farast henni svo orð: »Fræðslu barna ljet hann sjer einkar ant um. Fjekk hann og mestar vinsældir af því hjá þeim, er mátu slíkt mikils, en öðrum þótti óþarfa hlutsemi, og var eigi trútt um að bryddi á þeirri skoðun hjá sumum eldri mönnum, að mest væri það fyrir prestinn gjört að kenna börnunum meira en kverið. Fermingarbörn tók hann til sín nær hálfan mánuð áður þau skyldu fermast, og kendi þeim þá kristin fræði og annað það, er þá var áskilið til fermingar. Munu þau börn mörg, er telja þann tíma einn hinn besta hluta æsku sinn- ar, þótt ekki sje hann langur, og svo er mjer farið. Eigi gekk hann mjög eftir að við börn kynn- um fræði okkar utanbókar, en því meir að við skildum efni þeirra. Spurði hann okkur um margt og sagði frá mörgu, er til fróðleiks mætti verða eða útskýringar á umtalsefni. Þó munu þau áhrif lengst vara, er hann hafði á hugi okkar með framkomu sinni, blíð- lyndi, alvöru og alúðlegu viðmóti. Mun jeg og ætíð minnast þess, hve djúp áhrif orð hans höfðu, er hann leiddi okkur fyrir sjónir alvöru fermingardagsins. Gerði hann og alt, er í hans valdi stóð, til þess að draga hugi okkar frá öllu jarðnesku og hjegómlegu þennan dag. — — Síðan minti hann okkur á, hvert við ætt- um að snúa huganum þá og ætíð á alvörustundum lífsins, kvaddi okkur og bað okkur blessunar«. Um Torfastaðaheimilið segir Viktoría: »Heimilisfaðir var sjera Magnús ágætur. Hjónaband þeirra Torfa- staðahjóna var jafnan talið fyrirmynd. Hjú hans elsk- uðu hann og virtu, enda var hann þeim alúðlegur í viðmóti og áreiðanlegur í viðskiftum, en starfa höfðu þau nægan jafnan. Sú var venja hans á vetrarkvöld- um, er fólk var við vinnu sína og han nátti ekki ann- ríkt mjög við lestur eða skriftir, að sitja hjá því og Magnús Helgason.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.