Óðinn - 01.07.1922, Page 18
66
ÓÐÍNN
Þorsteinn Þorsteinsson
óðalsbóndi á Grund í Svínadal í Húnavatnssvslu.
Hinn 7. ágúst 1921 andaðist að heimili sínu, Grund
í Svínadal, Þorsteinn bóndi Þorsteinsson á 79. ald-
ursári. Hann var fæddur að Litladal í sömu sveit 2.
des. 1842. Foreldrar hans voru Þorsteinn Helgason
Eiríkssonar bónda í Sólheimum í Eystrihrepp, Bol-
holtsættar, en móðir hans var Sigurbjörg Jónsdóttir
prests á Auðkúlu, þess er druknaði í Svínavatni 1817.
Hona Helga, en föðuramma Þorsteins, var Ingveld-
ur Eiríksdóttir, en kona sjera Jóns og móðuramma
Þorsteins var Ingi-
björg Oddsdóttir prests
að Miklabæ Gíslasonar
biskups að Hólum.
Systkini Þorsteins, er
upp komust, en nú
eru dáin, voru Ingvar
hreppstjóri og óðals-
bóndi í Sólheimum, dá-
inn 1916, Helgi fyrr-
um bóndi í Rugludal
og víðar, dáinn 1914,
og Oddný kona Boga
sál. Smith, er fyrir
mörgum árum drukn-
aði með 2 sonum sín-
um á Breiðafirði. Oddný dó í Reykjavík 1907. Bræður
Þorsteins, sem enn eru á lífi, eru þeir Guðmundur
óðalsbóndi í Holti í Svínadal, faðir Magnúsar áður
fjármálaráðherra og þeirra systkina, Jakob fyrrum
kaupm. í Flatey, faðir Sveinbjarnar óðalsbónda í
Hnausum í Húnavatnssýslu, og Jóhann prófastur frá
Stafholti, nú í Reykjavík.
Þegar Þorsteinn var 12 ára, dó faðir hans, eða
árið 1854; stóð þá ekkjan uppi einmana með mörg
af börnum sínum í ómegð og lítt efnuð. Næst elsti
bróðirinn, Helgi, fór vistferlum burt af heimilinu, en
Ingvar, 16 ára, með aðstoð Þorsteins, tók við bús-
forráðum með móður þeirra, og farnaðist það allvel
fyrir framúrskarandi dugnað ekkjunnar og elju og
hyggindi hinna ungu sona hennar, svo að öll börnin
komust til vegs og menningar að henni lifandi; og er
Ingvar fór frá Grund og fór að eiga með sig sjálfur,
tók Þorsteinn við öllum búsforráðum með móður
sinni og systkinum. Þegar móðir hans ljet af búskap,
1868, gerðist Þ. sál. búandi á Grund nokkur ár sem
leiguliði, en keypti jörðina 1884. Var hún mjög eftir-
sótt, kosta sinna vegna, og varð Þorsteini dýrari en
ella hefði orðið. Sigurbjörg móðir Þorsteins dó 1876.
25 ára að aldri gekk Þ. að eiga heitmey sína Guð-
björgu Sigurðardóttur bónda frá Gröf í Víðidal. Bjó
hann með henni í farsælu hjónabandi í 32 ár. Hún
dó árið 1900. Þau eignuðust 7 börn; dó eitt á unga
aldri, og fulltíða dóttir þeirra, Ingiríður, dó úr inflú-
ensu 1895. 5 lifa enn: Þorsteinn bóndi á Geithömr-
um, Oddný ekkja Jóns kaupmanns frá Vaðnesi í
Rvík, Jakobína ekkja Jakobs Guðmundssonar bónda
í Hnausum, Sigurbjörg kona Erlendar Erlendssonar
bónda í Hnausum og Jóhanna kennari við barnaskóla
Reykjavíkur.
I annað sinn giftist Þorsteinn 1902 eftirlifandi ekkju
sinni Ragnhildi Sveinsdóttur, alsystur Þórðar læknis
á Kleppi. Með henni eignaðist hann 5 börn, er öll
eru nú heima hjá móður sinni, hið elsta 19 ára,
yngsta 8 ára. 011 börn Þorsteins eru í mesta máta
vel gefin og mannvænleg, og lætur hann þar fóstur-
jörðinni eftir stóran fjársjóð. Þorsteinn sál. var alla
sína búskapartíð í fremstu bænda röð. Þó hús hans
væri jafnan fult af ómögum, voru jafnan nægtir af
öllu á Grund, einnig fyrir gesti og gangandi, og margt
þurfamanna, og skaut Þorsteinn sál. oft skjólshúsi yfir
slíka hrakhólamenn mannfjelagsins lengri eða skemri
tíma, og voru konur hans honum samhentar í því.
Þorsteinn var allra manna hjúasælastur, og var eins
og sá eða sú, er eitt sinn var kominn að Grund, vildi
þaðan ekki aftur fara, og með mannúð sinni, lipurð
og lægni, notaðist Þorsteini allvel að mönnum, sem
öðrum þótti lítill fengur í. Þorsteinn var vel gefinn
maður, andlega og líkamlega, en þeir eiginleikar, sem
mest bar á í fari hans, voru glaðværð, geðprýði, þrek
og snarræði. Enginn sveitunga Þorsteins mun nokkru
sinni hafa sjeð hann reiðan; þó skoðun hans væri
önnur en hinna, hjelt hann henni þó einarðlega fram
og ljet ekki hlut sinn; en aftur á móti munu sveit-
ungar hans minnast ótal glaðværðastunda með hon-
um, ótal sfunda, þar sem honum tókst manna best
að lyfta andanum upp úr drunga og deyfð. Hann var
manna fljótastur að koma auga á einhverja ljósglætu
út úr myrkrinu, einhver úrræði, þegar aðrir voru úr-
ræðalausir. Hann var sjerstaklega orðheppinn og
kjarnyrtur í glöðum hóp. Þorsteinn var sístarfandi til
síðustu stundar. Atorka og fjör leyfðu honum enga iðju-
leysisstund, og var hann oft búinn að starfa margt áður
en almennur starfstími var á loft runninn; t. d. hafði
Þorsteinn oft, áður en aðrir risu úr rekkju, undirbúið
alt, er hey skyldi binda eða fara í ferð. Það var lítt
mögulegt að vera latur, þar sem Þ. var annarsvegar.