Óðinn - 01.07.1922, Page 25

Óðinn - 01.07.1922, Page 25
ÓÐINN 73 frændi hans, flytur frá Glaumbæ að Hofi í Vopna- firði, þá semur hann svo við sjera Björn bróður sinn, að þeir skuli annaðhvort sumar hittast að Hofi í Vopnafirði, en annaðhvort í Reykjavík hjá Hólmfríði systur þeirra, og hjeldu þeir þeim hætti mörg þeirra ára, er sjera Björn var á Stafafelli. Ekki þótti sjera Ólafi nein þörf á að hafa leiðina úr Skagafirði aust- ur í Vopnafjörð í fleiri áföngum en þremur, því reið- maður var hann mikill og jafnan manna best hestað- ur, og aldrei fjekk hann þann fjörofsa, að honum þætti offjörugur. Gleðimaður var sjera Ólafur hinn mesti. Varla var það dauðífli til, að ekki lifnaði yfir því, þegar sjera Ólafur var nærri. A heimili sínu var hann þó langskemtilegastur; öll hjú hans elskuðu hann og virtu; það má nærri geta, að sá hafi verið góður faðir sinna barna, er var allra manna barnabestur; og fósturbörnum sínum, er hann átti mörg, var hann sannur faðir. Hjónaband hans var og eitthvert hið ástúðlegasta, er hugsast getur; svo að allur heimilis- bragur hjá þessum örlynda áhuga og fjörmanni var veruleg fyrirmynd. Að upphafi erfiljóða þeirra, er sjera ]akob Guð- mundsson gerði eftir fornvin sinn, eru þessi erindi, er vel og heppilega lýsa honum: Olafur ti! alls óseinn Guðrækin og grandvör önd — ofar floginn skýi — gott allt meta kunni; hugumprúður, hjartahreinn mikilvirk og hög var hönd, hataði flærð og lygi. af hjarta fegurð unni. Þorualduv Bjarnarson. 0 En þjer var síst í þessum heimi frá þrautum bægt um æfistund; þó gat ei alt hans öfugstreymi þinn anda svæft nje glaða lund. Og á þitt sálargullið góða sem glampa sló á þyrnibraut, það fjell ei heldur minsta móða, þó mörg að höndum kæmi þraut. Það sjá hjer flestir feilin betur en finna það, sem göfugt er, um kærleiksleysis klakavetur, því kom það niður hart á þjer. Og eitt er víst, að öfugt sæti þín örlög hafa skapað þjer, og minna yndi og eftirlæti en auðnudísin mörgum ljer. Og hulið mein í brjósti barstu, þó brosglöð sýndist hvern þinn dag, sem drotning æ hið ytra varstu, þó innra liðír þrautahag. Þó æskuvonir ástarblíðar, sem áttu margan sælan draum, þjer reyndust tál og sykkju síðar í svalan freistinganna straum, þú ljetst ei tár þín heimirin hæða, sem hjartans ekki skilur mál, og ljettum vængjum ljúfra kvæða þú lyftir yfir svik og tár. Minningarljóö Skáld-Rósu Æ, mig hryggja örlög þín, eðlisgöfga Rósa; yfir bárum böls þó skín birta gleðiljósa. Þar, sem kvendygð skærast skín, skylt sem er að hrósa, mun ei fyrnast minning þín meðal Islands drósa. En mitt í lífsins köldu kjörum þú kvaðst svo margan snjallan brag, og ljóð þjer vöktu ljett á vörum sem lóukvak á sumardag. En þegar eitrast ástarrætur, sem æskan saklaus hefur vígt, þess mega fæstir bíða bætur, og blóð þitt mun það hafa sýkt. Og þó þig grípi gremja stundum, þjer gefið verður ei að sök, þú stóðst þó framar flestum sprundum, það finnast til þess skýlaus rök. Og sátt við heim á síðsta kveldi þú söngst þín blíðu kveðjuljóð; það lýsti bjart af andans eldi í æðum, meðan hrærðist blóð. Og yfir margföld mæðusporin, frá morgni jafnvel stigin flest, þinn hóf sig andi himinborinn þá hinsta kvöld var eygló sest. Jón Þóvðarson.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.