Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 26

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 26
74 ÓÐINN Böðvar Þorláksson. Böðvar Þorláksson póstafgreiðslumaður á Blöndu- ósi er fæddur að Auðólfsstöðum í Langadal 10. ágúst 1857. Foreldrar hans voru merkispresturinn Þorlákur Stefánsson og Sigurbjörg Jónsdóttir, prófast í Stein- nesi. Frá Auðólfsstöðum fluttist hann að Undirfelli í Vatnsdal vorið 1860, og ólst þar upp þar til faðir hans dó, sumarið 1871. Fluttist ekkjan þá ásamt börn- um sínum til jónsprests sonar síns. Þar dvaldi Böðvar til haustsins 1878. Fór hann þá til Rvíkur að nema söng og hljóðfæraslátt hjá Jónasi sál. Helgasyni. Hneigðist hugur hans snemma í þá áft. Er Böðvar óvenjulega mik- ill raddmaður og söng- hneigður eftir því. En eins og gengur og hefur gengið með fá- tæka sveitapilta — fá- tækt og erfið aðstaða kirkir alt, er að list lýtur. Böðvar var því sama háður. Ári síðar ræðst Böðvar sem organleikari norður í Miðfjörð. 1882 giftist hann í fyrsta sinni Arndísi Ágústsdóttur danne- brogsmanns frá Lundum í Borgarfirði, og byrjuðu þau búskap að Hjaltabakka. Þaðan fluítust þau að Hofi í Vatnsdal og bjuggu þar nokkur ár. 1901 fluttist Böðvar að Blönduósi og rjeðist sem skrifari til Gísla sýslumanns Isleifssonar. Nú taka störfin að hlaðast á hann. 1909 er hann skipaður póstafgreiðslumaður, og hefur gegnt því starfi síðan. Hreypsnefndaroddviti f Torfalækjarhreppi hinum forna og í Ásahreppi. End- urskoðari sveitareikninga Húnavatnssýslu. Hreppstjóri er hann nú í Blönduóshreppi og venjulega settur sýslumaður í fjærveru sýslumanns, og um mörg ár hefur hann gegnt gjaldkerastörfum í Sparisjóði Aust- ur-Húnavatnssýslu. Vmsum fleiri störfum hefur Böðv- ar gegnt, sem oflangt yrði upp að telja. Þetta sýnir aðeins, hve mikið traust menn hafa á honum, og hve mikils álits hann nýtur. 1909 giftist hann í ann- að sinn Guðrúnu Jónsdóttur frá Kagarhóli. Eftir nokk- urra ára sambúð misti hann hana. Giftist hann þá í þriðja sinn Sigríði Jónsdóttur frá Holti. Þetta eru í fáum dráttum helstu æfiatriði þessa merkismanns. Það, sem einkennir Böðvar flestum mönnum fremur, er starfsemi hans og dugnaður. Það gildir einu hve miklum og margvíslegum störfum er á hann hlaðið — alt leysir hann jafnsamviskusamlega af hendi. Helsta og merkilegasta starf, sem eftir hann liggur, er í þágu Sparisjóðs Austur-Húnavatnssýslu. Þar hefur hann reist sjer þann minnisvarða, er lengi mun standa. 1908 var umsetning sjóðsins 41,000 kr., en 1920 860 þúsund. Væri vel, ef öllum okkar pen- ingastofnunum væri jafn vel stjórnað. Böðvar er lágur maður vexti — hnellinn og snar > snúningum sem ungur væri. Andlitið einkennilegt, svo fáir gleyma, er sjá. Ennið mikið og gáfulegt. Gleðimaður og góður drengur. Vonandi fá Húnvetn- ingar að njóta hans sem lengst. Kunnugur. K ]ón í Svínafelli. í síðastliðnum desembermánuði heimsótti hina af- skektu sveit, Oræfin, illkynjuð lungnabólga, og feldi þar að velli ýmsa af ágætustu mönnum sveitarinnar, meðal þeirra var Jón Sigurðsson bóndi í Svínafelli. Þykir oss vinum hans ástæða til að biðja Óð- in að flytja mynd af honum ásamt lítilli æfi- minningu. Jón Sigurðsson var fæddur 4. desember 1866 í Svínafelli í Or- æfum. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson Sigurðssonar Þorsteins- sonar bónda í Svína- felli og Sigríður Run- ólfsdóttir Sverrissonar á Maríubakka í Fljóts- hverfi. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og kvæntist þar 18. júní 1892 Rannveigu Runólfsdóttur Þórhallssonar frá Mörk á Síðu. Þau eignuðust 8 börn og eru 4 á lífi, 2 synir og 2 dætur, Sigurður, Runólfur, Sigríður Róshildur og Sveinbjörg Guðríður, auk þess ólu þau hjón upp eitt barn, Ólöfu Runólfs- dóttur frá Hólmi í Landbroti.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.