Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 28
76 OÐINN að tákna jarðneska líkamann. Þess ber þó að gæta, að þegar hinn innri maður tekur að þrá að komast til jarðríkis, til þess að afla sjer hinnar nauðsynlegu lífsreynslu, eða rjettara sagt, þeirrar tegundar lífsreynslunnar, sem er hvergi að fá, nema á jarðnesku tilverustigi, þá er ekki ólíklegt að hugmyndin um jarðneska líkamann komi fram í vitund hans. Jarðneski lík- aminn er, eins og gefur að skilja, aðalskilyrðið fyrir því að hinn innri maður geti aflað sjer jarðneskrar lífsreynslu. En að hugsa um einhvern hlut í hugheimum, eða eigum við að segja í Asgarði, er hið sama sem að hafa hann þar fyrir augum sjer, segja dulfróðir menn. Þar næst koma þau, systkinin Þjálfi og Röskva, og er nú förinni haldið áfram. Þegar þau koma yfir „hafið hið djúpa", fara þau að verða fyrir blekkingunum, inni á mörkinni, er þar tekur við. Á austrænu líkingarmáli er þessu „hafi“ lýst þannig, að yfir það liggi „brúin hin gullna". Hana verða þeir menn að fara, er fara úr miðheim- um, (Bhuvarloka) upp í Devachan, eftir dauðann. Dulfróðir menn mundu vilja segja, að mörkin tákni hjer geðheima, og í geðheimum er stundum ekki alt sem sýnist, fremur en hjer á jarðnesku tilverustigi. Og þá er líka eins og geti farið fremur lítið fyrir manninum, á meðan hann er á Ieiðinni til Utgarða, er að nálgast hinn jarðneska heim. Þór og fylgdarlið hans alt svaf í hanska Út- garða-Loka, er kallaði sig Skrými. Og svo, þegar Þór kemur að Útgarði, ætlaði hann að hrynda upp grindinni. En hann varð að gera sjer að góðu að smjúga inn í Útgarð og má þar heita fullve! lýst komu mannsins inn í þennan heim. Kappátið. Ef með sanni má segja, að eitthvað eitt sjerkenni jarðlifið öðru fremur að minsta kosti, á meðan maðurinn er lítt þrosk- aður í andlegum efnum eða stendur á villimenskustigi, — þá er það baráttan um matinn. Það er kept um jarðneska fæðu; og það er ekki nóg með það, að maður keppir við mann, þótt sú keppni geti orðið helst til illkynjuð, heldur verða menn að þreyta að heita má sífelt kappát við hin eyðandi öfl, sem leynast í líkömum þeirra. Loki eða jarðneski líkaminn verður fyrstur til svars þegar Útgarða-Loki spyr um íþróttir þeirra fjelaga. Þau eru lög eða venja í Útgörðum, að þar má enginn vera til iengdar, sem er ekki búinn einhverjum íþróttum. Þar heldur sá velli. sem hæf- astur er. Útgarða-Loki segir: „Engi skal hjer vera með oss, sá er eigi kunni nokkurs konar list eða kunnandi um fram flesta rnenn". Þá svarar Loki, sá er síðastur gekk, eða minstur var að „ mannvirðingum “: „Kann ek þá íþrótt, er ek em albúinn að reyna, at engi er hér sá inni, er skjótara skal eta mat sinn en ek“. Þetta svar var líkamanum Iíkast, og verður ekki annað sagt en þarna var hann lifandi kominn. En Loki beið þar lægri hlut, þótt gírugur væri mjög og skjótætinn. Kapphlaupið. Þegar stundir líða fram og mannsálin hefur þokast í fram- sóknaráttina, tekur hin villimanslega barátta um matinn og hinn óbrotni hnefarjettur að breytast eða víkja að meira eða minna leyti fyrir annari tegund lífsbaráttunnar. Hin líkamlega hreysti eða skjótleiki fer að etja kappi við vitið, eða eðli hug- ans. Fyrst er sem varla megi á milli sjá, hver sigra muni. Þó líður ekki á löngu, uns vitinu tekur að veita betur, og þeim mun betur sem oftar er kept eða lengur. Þjálfi kveðst þess al- búinn að renna í köpp við hvern þann, sem Útgarða-Loki fær til. Það er auðheyrt á Útgarða-Loka, að honum þykir þetta sýnu göfgari íþrótt en íþrótt Loka, jafnvel þótt hann tæki hana gilda, því að svo segir í Gylfaginning: „Þá segir Útgarða-Loki, at þetta er góð íþrótt ok kallar þess meiri ván, at hann sje vel at sjer búinn of skjótleikinn, ef hann skal þessa íþrótt inna, en þó lætur hann skjótt skulu þess freista". Og jafnvel þótt Þjálfi fengi þann vitnisburð hjá Útgarða- Loka, „at ekki hafa hjer komit þeir menn, er mjer þykir fót- hvatari en svá“, þá reynist Hugi miklu frárri. Liggur því forn- helg sönnun fyrir staðhæfing eða spakmæli íslenska heimspek- ingsins: „Meira vinnur vit en strit“. Vítishornið. Þarna voru fylgdarmenn Þórs búnir að reyna sig. En nú kemur að honum sjálfum. Fyrsta þrekvirkið eða íþróttin, sem hann á að sýna þar í höll Útgarða-Loka, er að drekka af vítishorninu. Vítishorn þýðir eins og flestir vita, refsihorn, horn, er menn áttu að drekka af, er þeim var refsað fyrir einhverjar sakir eða afbrot. Þetta bendir á örlagabikarinn, sem sagt er í austrænum fræðum, að menn eigi að drekka af, það er að segja, að menn verði að súpa seyðið af því, sem þeir hafa að- hafst á undangengnum æfiskeiðum. „Þór lítur á hornit ok sýn- isk ekki mikit, ok þó heldur langt". Orsakirnar geta sumar hverjar legið ærið langt út í hafi fortíðarinnar, eins og annar endi hornsins, sem lá út í sjó, — orsakirnar, sem hafá fætt af sjer þær afleiðingar, sem vjer nú verðum að drekka af vítis- eða refsihorni tilverunnar. Um vítishornið eða örlagabikarinn segir Útgarða-Loki: „Af horni þessu þykir þá vel drukkið, ef í einum drykk gengur af, en sumir drekka af' í tveim drykkjum en engi er svá lítili drykkjumaður, at eigi gangi af í þrimr"v Ef vjer eigum að taka þetta fyrir annað en gaman eða storkunaryrði hjá Útgarða-Loka, þá sýnast þessi ummæli hans minna einkennilega á endurholdgunartrúna, eins og hún var upprunalega hjá Zoroasterstrúarmönnum austur í Asíu. Þeir á- litu, að menn mundu ekki endurholdgast eins oft og til dæmis Brahmatrúarmenn hafa viljað halda fram. Ef menn lifðu, sögðu þeir, hið fyrsta líf sitt vel og kristilega, sem vjer mund- um vilja kalla, þá þurftu þeir ekki að endurfæðast. En miðlungs- menn máttu búast við að fæðast tvisvar, en vondir menn þris- var, áður en þeir fengju drukkið örlagabikar sinn i botn. Annars er það kunnata en frá þurfi að segja, að forfeður vorir voru þeirrar trúar, að menn endurfæddust eða væru end- urbornir sem þeir kölluðu. Frásagan um Gullveigu gæti bent á þessa endurholdgunartrú þeirra. Þó verður ekki neitt fullyrt þar um. Völvan segir í Völuspá: Þat man hon fólkvíg fyrst í heimi, es Gullveigu geirum studdu ok í höll Háars hána brendu, þrysvar brendu

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.