Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.07.1922, Blaðsíða 31
OÐINN 79 Ósnjallr maðr hyggsk mun ey lifa, ef við víg varask; en elli gefr hánum engi grið, þótt hánum geirar gefi. Það sýnir hve hið guðræna eðlið var orðið ríkt í Þór, að Elli fjekk ekki varpað honum flötum til jarðar, þrátt fyrir það, að hún leitaði bragða við hann. Þá er og eitt eftirtekt- arvert. Ellinni veitir að sama skapi erfiðara að ráða niður- lögum manna, sem þeir hafa orðið heilagri, sökum þess, að þeir lifa, að því er vjer hyggjum, í fullkomnu samrœmi við vilja guðs eða nátfúruna. Margir heiiagir menn hafa náð alveg ótrúlega háum aldri, að því er sögur herma. Heil. ritning tal- ar til dœmis um marga menn, er urðu mörg hundruð vetra. En það voru alt góðir menn og rjettlátir, sem lifðu, að því er vjer hyggjum, að meira eða minna leyti í vitundarsambandi við guð. Vmsir meisfarar í Austurlöndum hafa orðið afskap- lega gamlir og Norðurálfumenn hafa að minsta kosti sannanir fyrir því, að einn maður hefir lifað um hundrað og tíu ár sem fertugur maður að útliti. Munu margir kannast við hann undir nafninu: Qreifinn frá St. Germain. Endalok veraldar. Alt, sem hefir einhvern tíma átt sjer upphaf, hlýtur að líða fyr eða síðar undir lok. Svo er og um þessa veröld, sem vjer byggjum. En hún er reist eins og allar aðrar veraldir, til þess að veita hinum guðræna anda skilyrði til þess að þroskast. En þegar hún hefir unnið ætlunarverk sitt, hve nær sem það nú verður, eru og dagar hennar taldir. Þá hefst hin mikla uppleysing, sem spekingurinn Herbert Spencer talar um. í austrænum og fornguðspekilegum fræðum er þessi uppleysing nefnd innöndun Brahma eða koma alheimsnæturinnar, „Pralaya". En í fornnorrænum fræðaleifum er sagt, að uppleysing eða tortíming veraldarinnar hefjist, þegar það öfugstreymi kemur í náttúruna, að Hrymr, (þ. <». hrumleikinn) ekur austan yfir veröldina, í stað hinnar sífeldu endurnýjunar, er henni hefir komið úr þeirri átt, „sumar, vetur, ár og daga“.') En jafnvel þótt dauðinn sje vís því, sem verður að fæðast, eins og segir í hinum heilögu Hávamálum Austurálfu, þá er sú bót í máli, að fæðing er vís því, sem verður að deyja. Og þetta sýnist eiga eins við um heilar veraldir og sjerhvern ein- stakling, alt, sem hefir helveg troðið, á fyrir sjer að rísa upp aftur eða endurfæðast í nýrri, fegri og fullkomnari mynd. Þess vegna eru líka öll ósköp og skelfingar Ragnarrökkurs að eins nauðsynlegur undanfari eða fyrirboði endurfæðingar al- heimsins, að sínu leyti eins og sólarlagið er hinn nauðsynlegi og eðlilegi undanfari sólaruppkomunnar. Það er sem völvan, er kveður Völuspá, sjái jafnvel gegnum sorta hinnar komandi alheimsnætur. Eða er ekki sem vjer heyrum fagnaðarhreiminn í rödd hennar, þar sem hún segir um sjálfasig: Sjer hon upp koma öðru sinni jörð ór ægi iðjagræna....... 1) Það ástand virðist ríkja t. d. á mánanum, þar sem hita- magn sólararinnar eyðir öllu jarðrænu lífi. Þar skulu dyggvar dróttir byggva ok of aldrdaga yndis njóta. Það er sem hún sjái alt hið góða og göfuga endurfætt og tilveruna hafa hafið sig á hærra og sælla stig. Dulspekin. Dulspekin eða fræðin um hina huldu hlið náttúrunnar virðist hafa fylgt öllum hinum meiri háttar trúarbrögðum, meðan þau hafa staðið í verulegum blóma. Og vjer sjáum meira að segja votta fyrir leifum gleymdra dulaflafræða í hinum og þess- um helgisiðum og venjum og meira að segja þar sem engri verulegri dulaflafræði er nú framar til að dreifa og trúin á hina huldu og heilögu krafta hafa orðið úti í frostum efnis- hyggjukendra lífsskoðana. Asatrúin virðist hafa haft mikla og margbrotna dulfræði. Samband Ásatrúarmanna við annan heim virðist hafa verið sýnu meira en í flestum öðrum trúarbrögðum, því að það sýnist hafa haldið sjer löngu eftir að trúnni var tekið að hnigna með öllum þorra manna. Skilningur Asatrúarmanna á dauðanum virðist hafa verið fullkomnari og eðlilegri en hann hefir nú verið um langt skeið með kristnum mönnum. Annars er sem aðalþáttur dulspeki Asatrúar hafi verið fólg- inn í rúnatali Óðins eða rúnaspeki. Það mundi ekki koma ýmsum dulfræðingum vorra tíma á óvart, þótt það kæmi ein- hvern tíma upp úr kafinu, að einhver skyldleiki hefði verið á milli talnaspeki vitringsins Pýþagórasar og rúnaspeki Óðins. Vera má að rúnaspeki Óðins hafi verið komin frá hinum meiri háttar „Logadrotnum", eða „drotnum hinnar. duldu visku“, eins og ginnregin eða gimregin eru nefnd í Dzyans-bók, sem talin hefir verið með hinum elstu ritum. Sagt er í „The Secret Doctrine", að trúarbragðahöfundurinn Óðinn hafi talist til hinna svo nefndu Logadrotna, enda segir hann sjálfur, að ginnregin hafi gert rúnirnar og „ek reist sjálfur sumar“. Frumtónninn. 011 trúarbrögð hafa haft, eins og svo oft hefir verið bent á, einhvern sjerstakan frumtón, sem fellur inn í hið heilaga hljómasamræmi guðstrúarinnar. Og þesssi frumtónn hverrar trúar eða grundvallarhugsun, dunar jafn og þjett, sem undiralda í breytilegum báruföllum hinna almennu eða ytri kenninga þeirra. Frumtónn Asatrúar eða undiralda er hreysti og drengskapur. Það er sem Asatrúin hafi verið fyrst og fremst athafnatrú eða borið á sjer snið þess, er kallað hefir verið „karma-yoga“ í Austurlöndum. Það var mest undir athöfnunum komið, að dómi Ásatrúarmanna. Þess vegna lögðu þeir svo mikla áherslu á þær og voru svo ótrauðir, þegar í orustur kom. Þeim var skylt að berjast hinni góðu baráttu, ganga glaðir og hug- djarfir út í opinn dauðann fyrir konung sinn og höfðingja eða hugsjón þá, sem barist var fyrir og þeir töldu sjer á annan borð skylt að veita vígsgengi. Það var og trúarskoðun Asa- trúarmanna, að sá maður, sem fjell í orustu,_ eða' dæi vopna- dauða, ætti betri héimkomu hinu megin grafar en hinn, er dæi dáðlausum kerlingar dauða, sem kallað var. Þó var það síður en svo, að vopnadauðinn einn væri mönnum „sáluhjálparskil- yrði“, því að:

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.