Óðinn - 01.07.1922, Síða 35

Óðinn - 01.07.1922, Síða 35
ÓÐINN 83 Árið 1856 kom Dufferin lávarður þar, í sömu ferð- inni og hann kom hjer til íslands. Náði hann til eyj- arinnar gegnum þoku og ís, komst í land; en varð að hverfa frá aftur um hæl, vegna ísreks. Er því lít- ið að græða á frásögn hans um Jan Mayen. Árið 1861 kom doktor C. Vogt með fjelögum sín- um til eyjarinnar. Þeir dvöldu þar frá 20. til 24. á- gúst, gengu nokkrum sinnum á land og könnuðu hana. I ferðasögu sinni lýsir hann eyjunni og er þar uppdráttur af henni. (Á hejmileiðinni kom hann við hjer á landi). »Den norske Nordhavs Ekspedition«, er var við rannsóknir í Norðuríshafinu 1876—1878 undir forustu dr. H. Mohn professors í Kristjaníu, kom til Jan May- en 28. júlí og fór þaðan 3. ágúst. Þeir dr. Mohn rannsökuðu eyna og gerðu mjög góðan og nákvæm- an uppdrátt af henni. Þeir fengu besta veður og ís varð þeim ekki til fyrirstöðu. Þeir fóru víða um eyna og uppgötvuðu margt, sem áður var óþekt. Hafa þeir gefið út rit í mörgum bindum um rannsóknir sínar í norðurhöfunum. Um 1860 var af ýmsum þjóðum stofnað til sam- eiginlegra rannsókna í norðurheimskautslöndunum, einkum til veðurathugana og segulmagns-rannsókna. Voru menn sendir til ýmsra heimskautslanda, til þess að dvelja þar við þessar rannsóknir — nokkrir menn á hverjum stað. Einn flokkurinn, sem var Austurríkis- menn, dvaldi á Jan Mayen frá 13. júlí 1882 fram á sumar árið eftir, 1883. Þeir gerðu þar ýmsar athug- anir, sem eru mjög þýðingarmiklar. Þeir gerðu mjög nákvæman uppdrátt af eyjunni, og skírðu þar mikið af fjöllum, víkum og höfðum og mældu hæð eyjar- innar og stærð. Er það ótvírætt langmerkilegasta rannsóknarferðin, sem fram á þennan dag hefur verið farin til Jan Mayen. Vmsir fleiri hafa rannsakað eyna nú á síðari árum, t. d. Frakkar 1892 (á skipinu La Manche), Danir 1896 (Ingolfs Ekspeditionen) o. fl. Ferðasaga. Það var hreint með besta móti veðrið á Akureyri, þriðjudaginn þann 23. júlí 1918: glaða sólskin, logn og hiti um morguninn. Það var því engin furða, þótt við hygðum gott til fararinnar, sem fyrir lá. Að fara til Jan Mayen. Það var eitthvað æfintýralegt yfir því að fara að ferðast þangað. Það var fyrir nokkru komið um allan bæinn, að mótorskipið »Snorri« ætti að leggja í ferð þessa og jafnvel, hverjir færu á honum. Menn töluðu um okk- ur eins og einhverja Bjarmalandsfara, Brasilíufara, Ástralíufara, eða jafnvel annars heims-fara, sem sumir álitu að mundu fara mikla skemtiför, en aðrir þótt- ust sannfærðir um að mundu blátt áfram sálga sjer. Við lögðum af stað frá Torfunefsbryggjunni á Ak- ureyri kl. hálf 3 s.d. I eyrum okkar hljómuðu einlæg- ar óskir um góða ferð, góða líðan o. s. frv., sem auð- vitað voru góðar og blessaðar, og þá ekki síður flögg- in, sem þöndu sig eins og þau gá/u efst uppi á flagg- stöngunum víðsvegar um bæinn. Til Hríseyjar fengum við á móti norðan drif og ó- sjó, sem ekki var sem hentugast, vegna þess að við höfðum kvenfólk meðferðis, og kvenfólkið er nú, eins og við vitum, ekki neinar verulegar sjóhetjur að jafn- aði. Frá Hrísey gekk ferðin aftur betur, því þá var storminn farið að lægja, og kl. rúmt ellefu um kveld- ið komum við til Siglufjarðar. Á Siglufirði dvöldum við í 2 daga: miðvikudaginn og fimtudaginn þann 24. og 25. vegna austan belg- ings, sem var útifyrir. En að morgni föstudagsins þess 26. klukkan hálf 8 lögðum við af stað, og tókum stefnu til Jan Mayen beina leið frá Strákum, eða Siglufjarðarmynni. Var þá besta veður: blíða logn, en þoka á fjallatoppunum. Mörg síldarskipin höfðu legið inni undanfarið, vegna óstillinga, en voru nú nýlögð út aftur, og lágu flest öll rjett út undan Siglufjarðarmynninu við að veiða síldina. Voru sum þegar farin að »háfa upp«. Mörg voru að kasta. Við fórum rjett hjá mótorskipinu Sindra, eign Gunnars Snorrasonar. Kölluðu þeir til okkar, og báðu okkur að skjóta sel, sem væri í nótinni hjá þeim. Við hleyptum niður öðrum bátnum okkar í snatri. I hann þaut Gunnar Snorrason með byssuna, og annar mað- ur með, skutu selinn, sem var ofurlítill kópur og komu svo með hann til okkar. Við fengum hann sem sje fyrir ómakið. Svo var haldið áfram. Við skulum nú athuga útbúnað skipsins. Frá Akur- eyri voru af skipshöfn: skipstjóri (Rafn Sigurðsson), stýrimaður (Friðrik Steinsson), 2 vjelamenn, einn há- seti og kokkurinn, og svo jeg, sem eiginlega var ekki neitt. Jeg fór að eins sem hver annar utanveltugeml- ingur, er ætlaði að kynna mjer ofurlítið Jan Mayen. Þar að auki var svo eigandi skipsins: Rögnvaldur Snorrason, og farþegarnir. Á Siglufirði varð breytingin sú, að Gunnar Snorra- son bættist við, þar sem Rögnvaldur fór ekki með, og auk Gunnars svenskur maður, Johan Svenson að nafni, sem átti að velja viðinn, því ætlunin var með- fram að sækja rekavið.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.