Óðinn - 01.07.1922, Síða 38
66
ÓÐINN
Nú var hægt á ferðinni, og sáum við þá bauju
með flaggi rjett framundan. Við hleyptum niður öðr-
um bátnum í skyndi, skrúfuðum mótorinn á hann (því
við höfðum ofurlítinn lausan mótor með), og af stað
þutum við 3 að tölu: Gunnar, skipstjórinn og jeg, og
fórum að athuga baujuna. Hún reyndist að liggja við
fast, svo við snerum aftur við að skipinu. Á baujunni
stóð: I. K. Tromsö. En á leiðinni til skipsins aftur
sje jeg glitra í gufubát þar skamt frá. Þangað förum
við svo á Snorra, finnum skipshöfnina og tölum við
hana.
Annars bollalögðum við mikið um það á leiðinni
að skipinu, hvern fjandann við ættum að segja þeim:
til hvers við værum komnir hingað til Jan Mayen,
svo að þeir tækju nú ekki illa á móti okkur. Stakk
einn upp á því, að þetta væri látin heita skemtiferð
eingöngu, annar, að það hjeti rannsóknarferð o. s. frv.>
en ekki að segja, að við ætluðum að sækja rekavið,
því það væri þeim ef til vill illa við. Báturinn var
sem sje norskur, og við höfðum heyrt, að Norðmenn
væru búnir að helga sjer eyna. Niðurstaðan varð þó
sú, að rjettast mundi að segja sannleikann. Þeir gætu
hvert sem væri komist eftir því, ef þeir vildu, til hvers
við værum komnir.
Þegar við komum nær skipinu, þektum við, að
það var Ludolf Eide frá Haugasundi, sem hjer við
land hefur stundað síldveiði fyrir stríðið.
Vfir í skipið fóru þeir Gunnar og skipstjóri. Var
þeim tekið ágætlega, sagt hvar við værum við eyna
og hvar best væri fyrir okkur að liggja. Urðu þeir
mjög undrandi yfir því, að sjá okkur norður við Jan
Mayen.
Skipstjórinn, sem margir hjer á Akureyri kannast
við og Sakse heitir, er besti kunningi Gunnars, og tók
honum því tveim höndum. Sagði hann honum, hvar mest
væri af rekaviðnum og áleit liggja þar á eynni fleiri
gufuskipsfarma af honum. Taldi hann víst, að ferðin
mundi að minsta kosti borga sig fyrir okkur.
Ludolf Eide var þarna að reyna við hákarlaveiði,
en hafði varla orðið var. Átti skipið bauju þá, sem
áður er nefnd, ásamt mörgum fleiri. Þrír af hásetun-
um á Ludolf Eide voru íslendingar. Tveir af þeim,
Guðmundur og Sveinn Loftssynir, hjeðan af Akureyri.
Svo fórum við og kvöddum þá með íslenska fán-
anum. Þeir svöruðu í sömu mynt með þeim norska.
Suðvestur með eyjunni norðvestanverðri hjeldum
við, þar til er við komum í Norðurvík (Hvalross Gat)
klukkan 2 um nóttina, þann 29., og lögðumst þar. Fóru
sumir okkar þegar í land, til að líta á rekaviðinn og
fanst ekki vera neitt lítið af honum, þar sem hann lá
í stærðar hrúgum þarna í fjörunni. Morguninn eftir
kl. 6 fórum við svo á fætur, borðuðum morgunmatinn
og fórum í land 6 alls. 3 af þeim fóru að athuga
viðinn nánar og velja það besta innan úr, en Gunnar,
stýrimaður og jeg fórum yfir í næstu vík, yfir eyði,
sem er á milli höfða nokkurs — er gengur þar fram
frá eyjunni — og sjálfrar eyjunnar. Álitum við að við
værum komnir yfir eyjuna, yfir á suðaustur hlið
hennar; en skildum þó ekkert í hvað mjó eyjan væri
— og allra síst skildum við í því, er við sáum til
sólar, að hana bar yfir eyjuna eins og þegar við
fórum úr Norðurvík; en ekki yfir hafið, eins og
hefði átt að vera, ef við hefðum verið komnir suð-
austan á eyjuna. Við hlutum því að vera enn þá
sama megin og skipið. En hvar?
Ætlun okkar var að komast yfir í Rekavík og að
vatninu þar, og hjeldum því fram með höfðanum. En
þoka var yfir öllu, svo við vorum áttaviltir, og auð-
vitað fórum við alveg öfuga leið. Við komumst því
ekki nema stutt, fyrir þverhnýftum sjávarhömrum, en
urðum að snúa aftur.
Víkin, sem við komum í, var Maríuvík. Eru þar
ósköpin öll af rekaviði. Þar er töluvert breiður sandur
upp frá sjónum, og er kamburinn alþakinn rekaviði.
Höfði þessi, sem gengur fram milli Norðurvíkur og
Maríuvíkur, er mjög einkennilegur. Á þrjá vegu er
hann þverhníptur í sjó fram og því eitthvert helsta
fuglabjargið á eynni, enda verpir þar ósköpin öll af
fugli. Maríuvíkurmegin við höfða þennan (sem jeg
nefni Prestshöfða, af kletti norðan í honum, sem er
alveg að sjá eins og prestur í hempu, með bók fyrir
framan sig í ræðustól), en þó ofurlítið fráskilinn sjálf-
um höfðanum, og áfastur við land, gnæfir feikna mikill
stapi upp í loftið. Er hann um 20 metrar á hæð en
afar þunnur (1—2 metrar) Norðurvíkurmegin er bergið
í höfðanum alt sporreist og gengið á misvíxl.
Ofarlega í höfðanum, Norðurvíkurmegin, eru 2 mjög
einkennilegir klettar. (Annars er mikið af einkennileg-
um klettum víðsvegar utan í höfðanum). Eru þeir eins
og rendir borðfætur í laginu, eftir brimið, sem ein-
hvern tíma hefur leikið um þá. Nú eru þeir fleiri
tugi metra yfir sjávarmál. Af því er auðsjeð, að sumt
af eynni hefur risið úr sæ.
I höfða þessum fórum við að leita að refum, því
við höfðum byssur með okkur, og ætluðum heldur en
ekki að sökkva upp í stóru ausunni, og drepa mikið
af refum. En við sáum hreint ekki einn einasta skolla,
og komum aftur til Norðurvíkur með að eins 2 svart-
fugla, sem við skutum í bjarginu.
Nú fórum við að eiga við rekaviðinn. Hann reynd-