Óðinn - 01.07.1922, Side 39

Óðinn - 01.07.1922, Side 39
87 ÓÐINN A myndinni eru, talið frá vinstri hlið: sjera Pjetur Helgi Hjálmarsson, prestur á Grenjaðarstað, Þorsteinn Gíslason ritstjóri, sjera Ásmundur Gíslason, prófastur á Hálsi í Fnjóskadal. Þessir þrír sitja. En standandi eru: Benedikt Þ. Gröndal bæjarfógeta- skrifari í Reykjavík og Sigfús B. Blöndal bókavörður í Khöfn. -— Myndin er tekin á 25 ára stúdentaafmæli þeirra vorið 1917. ist þá ekki eins góður og við álitum í fyrstu, því mestalt var meira og minna fúið. Þó voru nokkur trje góð og þau fórum við að búta sundur í 4 metra búta, því lengri komust ekki í lestina. Þeim veltum við svo, bárum eða drógum þá fram í flæðarmálið. Við þetta vorum við til miðdegis. Eftir miðdagsmatinn fór jeg svo að kanna eyna. Fór jeg fyrst upp á Prestshöfða og áleit, að yfir hann lægi leiðin yfir eyna. En þegar jeg kom fremst fram á höfðann var ekki árennilegt að halda áfram. Þverhnýft bjargið fyrir neðan, margir tugir metra á hæð, og ekkert nema himin og haf framundan. Nú skyldi jeg alt í einu hvernig í öllu lá. ]eg sá víkina, sem Snorri lá í á aðra hlið, og víkina sem við þrír komum í um morguninn á hina, og ströndina til beggja handa í beinni línu. Þá sá jeg, áð þetta var alt saman sömu megin, eða norðvestan á eynni. ]eg snjeri því við ofan af höfðanum sömu leið og jeg kom, og lagði af stað yfir eyna, og þá í öfuga átt við það, sem jeg ætlaði í fyrstunni. Uppi á eyjunni var niðdimm þoka og þjettings- stormur, þótt logn væri niður við sjó og þokulaust orðið. Eftir klukkutíma fór jeg að halda ofan í móti hinumegin. Var yfir fell og gil að fara, þar sem hraun og sandar skiftust á. Var hraunið víða þakið svo þykkum mosa, að jeg óð hann í ökla. Nú sá jeg niður að sjó hinumegin og vatnið í Reka- vík, — jeg kom niður vestast í Rekavíkinni. — Gekk jeg þar alveg niður að sjó og meðfram víkinni, sem er um 15 km. á breidd. Er vatnið næstum því eins langt eins og víkin er breið, eitthvað 7—800 m. á breidd til jafnaðar, og 1V* m. á dýpt. Malarkambur- inn milli vatns og sævar er allhár og um 200 m. þar sem hann er mjóstur. Uppi á kambi þessum og ofan til í honum er rekaviðurinn í hrúgum, bæði stór trje og minni kubbar og spýtur, og það meðfram allri víkinni. Rekavík mætti eins vel kalla flóa, eins og vík, þar sem hún er svo breið, en skerst mjög stutt inn í landið. Hún er því engin höfn, nema þegar vindur stendur þar af landi. Góð lending er þar í kvikuleysi, og fremur góður botn fyrir skip að liggja. En það

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.