Óðinn - 01.07.1922, Page 42

Óðinn - 01.07.1922, Page 42
9Ó ÓÐINN okkur og til þess að draga fyrir í vatninu. Fórum við þegar í land, til að athuga vatnið, sem er ósalt, þó það liggi svo nærri sjó, að ekki sje nema tæplega 200 m. breiður og 8 m. hár malarkambur á milli. Vatnið er alt að 36 m. á dýpt, og stendur yfirborð þess 3 m. hærra en hafflötur um flóð. Það snar- dýpkar svo frá bökkunum, að 8—10 m. frá landi er það að jafnaði 18 m. djúpt. Það er um 2000 m. á lengd og 1500 á breidd. Laugardaginn 3. ágúst var þoka og suðaustan kuldastormur fram að hádeginu, úr því hægur vindur og logn um kvöldið. Um morguninn tókum við vatn úr vatninu, það sem við þurftum til skipsins á leiðinni heim. Veltum við því í tunnum yfir kambinn og rjer- um þær svo á eftir fram að skipinu. Vatn þetta er kallað Norðurvatn, en jeg vildi kalla það Djúpavatn, vegna þess hvað það er afar djúpt. Við höfðum heyrt, að lax mundi vera í vatninu, svo við fórum í land með fyrirdráttarnót, settum bátinn yfir kambinn og upp í vatn. Þar dróum við fyrir, en urðum ekki nokkurs lífs varir. Þó voru mávar á vatn- inu, og 6 æðarfugla sáum við þar. Við snjerum því við að svo búnu. Lítið fór jeg upp á eyna þann dag, enda var veðrið ekki sem best til þess. Þarna við vatnið var ofurlítill kofi úr rekaviði og steinum, og var mosa troðið í holurnar. En hann var tómur að heita mátti, enda ekki vistlegur, þar sem stormurinn næddi alstaðar í gegn um hann. Var því ekkert sjerstakt á honum að græða. Frá Norðurvatni hjeldum við aftur til Norðurvíkur þá um kvöldið. Komum við á leiðinni í Maríuvík, fórum þar í land og skoðuðum 2 kofa, sem þar stóðu. Var annar þeirra tómur og næddi í gegnum hann, en hinn var betur úr garði gerður: Bygður úr borðum — líklega aðfluttum, því ekki sáust merki þess að unnið hefði verið í hann þar í kring — og svo var hann pappaklæddur utan. Kofinn var með skúrlagi, og skorð- aður með trjám á tveimur hliðum, að norðan og vestan. Tvær dyr voru á skúrnum, og einn gluggi framan á hliðinni með trjehlera fyrir. Aðrar dyrnar voru læstar aftur með lás, en hinum tylt aftur með 2 nöglum. Þá hurð opnuðum við og gengum inn, tók- um samt fyrst frá glugganum til þess að geta sjeð til. Inni var afþiljað ofurlítið berbergi, sem hægt var að búa í, en hitt var geymslurúm. Inni í þessu afþiljaða herbergi var uppslegið borð og einn eða tveir stóla- ræflar. Eldavjel var þar tvíhólfuð og 2 rúmstæði. Ofurlítið var og af matarleifum, svo sem hafragrjón, bankabygg, sagogrjón, skonrok, vöflur (sem farnar voru að mygla) og ögn af sykri. Þar að auki var þar eitt eldspýtnabúnt, flöskur með steinolíu í, ofurlítið af ediki og ein flaska af spritti. Ogn var þar líka af hálf-tæmdum smyrslakrúsum. A borðiuu lágu brjef- sneplar og ein lítil bók, sem þeir höfðu skrifað nöfn sín í, er í kofan höfðu komið. Voru það alt menn af norskum selveiðabátum, sem þar höfðu ritað nöfn sín. Við skrifuðum svo okkar nöfn, auðvitað á Islensku. 1 geymslurúminu stóðu tunnur, sem í hafði verið fisk- ur og kjöt, og töluvert af niðurhöggnum spýtum lá á gólfinu. Þegar við vorum búnir að skoða kofann að innan eins og við vildum, fórum við út og negldum hurð- ina aftur á eftir okkur, ljetum hlerann fyrir gluggann, og fórum fram á skip. Sáum við feiknin öll af tómum flöskum útifyrir kofanum og talsvert af refa-beina- grindum. Uppi á mel, rjett fyrir ofan kofann, var gröf með krossmarki á. A krossinum stóð: SIVERT EIDE NORDF]ORD D0D 26. — 2. — ’09. Er það að likindum einn þeirra fjelaga, sem voru þann vetur á ]an Mayen, og sem sama ár fórust hjer við Langanes á leið frá eynni, heim til Noregs. Sunnudaginn 4. ágúst var þokusúld, en hægt veður. Þó var nokkur austanalda, sem gerði okkur örðugt að koma út rekatrjánum, sem við tókum þann dag. Við vorum 6 í landi, allir rennblautir, og áttum fult í fangi með að koma á flot trjánum, stóðu 3 næstum altaf í mitti í kvikubrotinu, við að stjaka þeim á flot. Upp á skip vorum við ekki búnir að koma öllu fyr en kl. 2 eftir miðnætti þ. 5. Voru þá flestir búnir að fá nóg af deginum. Mánudaginn þann 5. ágúst vaknaði jeg kl. 9 ár- degis. Var þá ofsa austandrif og skafrok með kvið- um. Hafði það verið svo frá því seint um nóttina. Við lágum í Norðurvík í góðu skjóli. Um hádegið kom til okkar norskur gufubátur (andanefjuveiðari) er Sval- bard heitir, og hefur áður stundað síldveiði hjer við Eyjafjörð. Lagðist hann þarna við hlið okkar, eða svo til, en ekkert tal höfðum við samt af skipshöfninni. Vorum við búnir að sjá skipið áður um nóttina. Við sem sje ætluðum að komast yfir fyrir eyna, yfir í Rekavík, og taka þar það sem okkur vantaði á fullan farm, en urðum að snúa aftur vegna kviku og storms. Sáum við þá til þessa sama skips norðvestur af eynni. Lengi lágum við ekki saman þarna í Norðurvík, því úr hádeginu fór að hægja, svo við gátum haldið áfram við timbrið. Færðum við okkur nú til Maríuvíkur og tókum þar það, sem okkur vantaði. Vorum við við það, þangað til

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.