Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 10
10 ÓÐINN Freymóður og ætlaði sjer þá að hætta alveg að mála, en setjast að við búskap uppi í sveit. Hafði hann áður leitað til Alþingis um styrk til frek- ara náms við listaháskólann danska, en ekki fengið áheyrn. Svo fór þó, að málarahneigðin varð rík- ari í honum en það, að hann gæti kastað öllu frá sjer, og eftir að hafa aflað sjer nokkurs fjár með sýningum hjer í Reykjavik og annarstaðar, fór hann utan aftur og lagði nú leið sína til Italíu og víðar um Evrópu. Hann heimsólti flest- öll aðallistasöfn álf- unnar og mun hafa lært mjög mikið í þeirri ferð. Meðal annars dvaldi hann um tveggja mán- aða tima í Flórens, og gerði þar eftir- myndir eftir tveim- ur frægum mál- verkum: Maríu Magdalenu eftir Tizian og Júlíusi 2. páfa eftir Rafael. Kynti Freymóður sjer með þessu móti aðferðir fornu meistaranna, og bera eftirmyndir þessar vott um frá- bæra leikni og kunnáttu. Mun för þessi og nám hans i sambandi við hana hafa ráðið miklu um stefnu Freymóðs. Mun honum hafa þótt mikið koma til litameðferðar og forms fornu meistar- anna og þroskaðist hann við þá kynningu. Kom hann nú heim flestum betur undirbúinn, þar sem hann hafði kynst þvi, sem er götugast og fullkomnast í myndalist álfunnar alt fram að vorum ttma, og mótast af því, án þess að hann þar fyrir kasti rýrð á afrek siðustu tima. Síðar, er Freymóður dvaldi i Kaupmannahöfn, naut hann tilsagnar eins færasta mannamyndamálara Dana, Hermans Vedel, og hefur það borið góð- an árangur, enda er Freymóður nú í röð fær- ustu mannamyndamálara landsins. Aftur dvaldi Freymóður hjer heima í 4 ár og stundaði list sína, en hann mátti sanna það eins og fleiri listamenn vorir, að seint verða þeir ríkir á veraldar vísu. Það fjell því i góðan jarð- veg hjá honum, er Indriði Einarsson rithöfund- ur stakk upp á því við hann, hvort hann mundi ekki vilja fara utan til þess að fullnema leik- tjaldagerð, og bauð hann honum meðmæli sín til Carls leiktjaldamálara Lund í Kaupmanna- höfn. Freymóður hafði nokkur undanfarin ár málað tjöld fyrir leiksviðið á Akureyri og sýnt, að hann hafði allmikla hæfileika og auk þess þegar talsverða æíingu í þeirri grein. Varð það úr að Alþingi veitti Freymóði styrk í þessu skyni, og fór hann nú enn (1927) til Kauproannahafnar, gekk á málarasal konunglega leik- hússins þar í tvo vetur, og kynti sjer þarað auki rækilega leiksviðsútbúnað allan.bæði á því leikhúsi og öðrum í Höfn, og dvaldi þar að auki um nokkurt skeið í Rerlín í sömu erindum. Á- rangfinum af þessu námi hafa höfuð- staðarbúar þegar kynst og kunnað að meta að verð- leikum. Það má með sanni segja, að allur útbúnaður leiksviðsins í Reykjavík hefur, síðan Freymóður kom að því, tekið þeim stakkaskiftum, að hann þolir nú fyllilega samanburð við útbúnað jafn- stórra leiksviða erlendis, svo ekki sje frekar að orði kveðið. Freymóður er að flestu einstæður meðal ís- lenskra málara. Einn helst ikostur hans er sá, að hann er trúr. Hann segir frá því sem fyrir aug- un ber eins og hann sjer það og eins og hon- um sýnist það vera, en er ekki, ef svo mætti segja, að lesa neinar prófarkir af virkileikanum eða því sem fyrir augun ber. Islensk málaralist í heild sinni er nú undir áhrifum nokkurra franskra listamanna, sem vilja bylta við viðhorfi listarinnar til þess sem er, og sem á sinum tíma vöktu á sjer mikla eftirtekt með getu sinni, list- fengi og dirfsku. En áhrif þessara manna eru ekki enn þá búin að ryðja sig. Vjer lifum á byltingatímum og verðum allir meira og minna að taka það út á sjálfum oss. Alt mannlífið eins Við íslenskan fjörð.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.