Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 35

Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 35
ÓÐINN 35 Ólafur J. Hvanndal. óðinn hefur áður, í 22. árg. (1926) flutt mynd og æfiágrip ólafs Hvanndal, og er þar sagt frá stofnun prentmyndagerð- ar hans og þeim erfiðleikum, sem hann átti við að striða meðan hann var að koma þvi fyrir- tæki á fót. En nú er það orðið fast i sessi, hefur aukið tæki sin, fengið stærra húsrúm og meiri og meiri verkefni eftir því sem árin liðu.Sýnir það sig betur og betur, hvert nauðsynja- verk það var, að koma prent- myndagerðinni hjer upp, og á dugnaður ólafs og þrautsegja, á- hugi hans á verk- inu og listfengi, alla viðurkenn- ingu skilið. Tveir menn vinna nú með honum að prentmyndagerð- inni og bafa nóg að starfa allan ársins hring, því notkun mynda í blöð, timarit og bækur fer sivaxandi. — 1 greininni hjer næst á undan er sagt frá bróður Ólafs, Gisla bónda í Galtavík, sem dáinn er fyrir nokkrum árum, og hafa þeir bræðurnir báðir verið miklir dugnað- aðarmenn, hvor á sínu sviði. Faðir þeirra, Jón bóndi ólafsson í Galtavík, andaðist 1921, og er mynd hans og æfiágrip í óðni 1922. ólafur hefur haft áhuga á mörgu, hefur nokk- uð fengist bæði við landbúnað og sjávarútveg, er útlærður trjesmiður, lærður teiknari og skilta- gerðarmaður, en hefur einnig fengist við verslun og verið ferðamannatúlkur. Má af þessu sjá, að maðurinn er fjölhæfur og að hann hefur haft áræði til þess, að leita fyrir sjer ogbrjótastáfram, þangað til verk- efnið var fundið, sem hann gat fest yndi við, og þar sem áhugi hans og dugn- aður gat að fullu notið sín, en það verkefni fann hann í prentmyndagerð- inni, sem hann hefur nú lengi variðtilöllustarfi sinu, enda líka flutt með henni nýja iðngrein inn i landið. Prent- myndagerð Ólafs Hvanndal hefur áður verið í húsi prentsmiðjunnar Gutenberg í t*ing- holtsstræti.en var í fyrra flutt í steinhúsið í Mjó- stræti 6, þar sem prentsmiðj- an Acta hefur til skamms tíma haft bækistöð sina. Flestallar myndir, sem ís- lensk blöð og is- lenskar bækur flytja nú af innlendum mönnum og mannvirkjum, húsum, landslagi o. s. frv. eru gerðar hjá ólafi Hvanndal. Hefur hann fylgt þeirri reglu, að taka eitt eintak af hverri mynd, sem hann hefur gert frá bvrjun, og festa inn í stórar spjaldskrár til geymslu, og verður það með tímanum dýrmætt safn, sem hann ætl- ar Landsbókasafninu. Olafur J. Hvanndal.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.