Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 22

Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 22
22 ÓÐINN Móðir Páls Rósinkranssonar var Guðlaug Páls- dóttir frá Melanesi, Pálssonar. Móðir Guðlaugar hjet Bergljót Jónsdóttir af Thorbergs-ætt, dóttir Jóns Thorbergs verslunarstjóra á Patreksfirði og Sigríðar Þóroddsdóttur beykis á Vatneyri, en Þóroddur beykir var afi Jóns sýslumanns og skálds Thoroddsen. Bergljót giftist að seinna bjónabandi Kjartani bónda í Tröð; hann var og ekkjumaður (þau áttu ekki börn saman). Hún var þannig bæði stjúpa og tengdamóðir Rósinkrans eldra í Tröð, föður Páls. Áberandi ættareinkenni þeirra Traðar- bræðra.sona Rós- inkrans eldra I Tröð, og afkom- enda þeirra, sem jeg þekki, er ó- bilandi kapp og þrautseigja, að hverju sem geng- ið er, og hvort sem með eða móti blæs. Slíkt er dýrmæl ælt- arfylgja. Hana hlaut Páll Rósin- kransson í vöggu- gjöf og þess- vegna varð hann meðal hinna nýtustu og bestu sona þjóðar sinnar. Páll ólst upp í Tröð hjá foreldrum sinum og vandist snemma á að láta hendur standa fram úr ermum. Fjórtán ára að aldri byrjaði hann að stunda sjóróðra frá Súgandafirði og úr því mátti heita að hann stundaði sjósókn á ári hverju frá því í febrúar til ágústloka í als 38 ár, lengstum sem skipstjóri, þar til hann hætti sjómensku 1917. Árið 1890 gekk Páll að eiga Skúlínu Stefáns- dóltur, ættaða sunnan úr Breiðafirði, mestu dugnaðar- og myndar-konu, og vorið eftir flutt- ust þau að Kirkjubóli í Korpudal í Önundar- firði, keyptu þá jörð og bjuggu þar svo allan sinn búskap, eða þar til vorið 1924, að þau fengu jörð og bú 1 hendur Stefáni elsta syni sinum, en fóru sjálf I hornið til hans. — Þeim hjónum Páli og Skúlínu búnaðist prýðilega. Svo samvalin voru þau hjón í dugnaði sinum, að ekki virtist á sjá, þótt húsbóndinn væri fjarri heimilinu frá því í febrúar og fram í ágústlok ár hvert, eins og áður er um getið, nema að eins sex síðustu búskaparárin. Má nærri geta að húsmóðurinni hefur ekki altaf verið til setu boðið, er hún þurfti ein að stjórna hinu stóra heimili, bæði úti og inni, og börnin fjölmörg og sitt á hverju árinu, en þrátt fyrir það munu engar sögur hafa gengið um að þar færi neitt í handaskolum, þvert á móti mun þrifnaður allur og umgengni hafa verið eins góð eða betri en nokkursstaðar annarsstaðar í þessum firði, eða þótt víðar væri leitað. Páll var bæði lánsamur, kapp- samur og feng- sæll skipsljóri. Mun hann hafa aflað ríkulega til bús sins, því altaf ukust efnin, þótt marga munna væri að fæða, bæði skylda og vandalausa, og árið 1912 bygði hann reisulegt í- búðarhúsúrsteini á eignar- og ábýl- isjörðs sinni. Gestrisni þeirra Kirkjubólshjóna var annáluð og munu allir, er síðustu fjóra áratug- ina hafa átt leið inn í Önundarfjörð innanverðan, geta borið henni fagurt vitni, meðal þeirra er sá, er þelta ritar. Skömmu eftir að jeg kom fyrst ttl Önundarfjarðar, öllum ókunnur, átti jeg leið inn i fjarðarbotn. Jeg hitti þá Pál í fyrsta sinn. Hann var úti við, er jeg gekk fram hjá, en veg- urinn Iiggur um hlaðið á Kirkjubóli. Hann tók mig þegar tali og bað mig koma við hjá sjer, er jeg færi út um aftur, og þiggja góðgerðir, og varð svo. En þá voru ekki einungis venjulegar góðgerðir til reiðu, heldur hafði Páll einnig tekið eftir því, að jeg hafði hálfslitna sauðskinnsskó á fótum mjer, er Iítt voru fallnir til göngu í ófærð og kulda. Hafði hann látið gera væna leðurskó meðan jeg var inni i fjarðarbotni, Ijet draga þá á fætur mjer og bað mig að þiggja. Borgun þýddi ekki að nefna. Er þetta að eins eitt af mýmörgum dæmum til þess að sýna hve hin ramislenska gestrisni var Páli í blóð borin og Páll Rósinkransson. Skúlína Slefánsdóllir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.