Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 45

Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 45
ÓÐINN 45 hljóðaði líka út af því, að sjer væri svo heitt. — Jeg stakk upp á því við mág hennar, að hann skyldi láta hana klæða sig og sitja nokkra stund frammi í set- salnum og gætu allir farþegar verið uppi á meðan; var svalara fyrir hana að vera þar en inni í klefan- um. Þetta var svo reynt, en hljóðin eins og margföld- uðust, er hún kom fram í setstofuna, og heyrðust nær um alt skipið. Sló óhug á marga, að eiga við þetta að búa alla leiðina. Jeg gekk um gólf á þilfarinu og var órór í skapi. Þetta minti mig á lýsingu guðspjall- anna á þeim, sem haldnir voru af illum öndum, og jeg hugsaði um 16. kapitula í Markúsi, þar sem Jesús lofar lærisveinum sínum að gefa þeim vald til að reka illa anda út og lækna sjúka. Því þá ekki að nota þetta vald. Ef jeg færi nú niður og skipaði henni í Jesú nafni að læknast. En þá greip mig alt í einu sú hugsun: »En ef það mistækist, hvað þá?« Jeg svitn- aði niður í tær við þessa hugsun, ekki aðeins að jeg mundi gjöra mig sjálfan hlægilegan, heldur og hið heilaga málefni. Og jeg sá glögt mína eigin vantrú, og ekki mundi postulunum hafa dottið í hug þessi möguleiki, að það mistækist, er þeir gerðu kraftaverk, og jeg varð með sjálfum mjer fyrir mikilli auðmýkingu. Jeg fór niður í setstofuna. Þar sat hún úfin og hálf- hljóðandi með miklum kveinstöfum. Jeg gekk til henn- ar, en í staðinn fyrir hinn myndugu orð sagði jeg að- eins hið algenga: »Góðan daginn!* Hún leit upp og sagði: »Hver eruð þjer?« Jeg svaraði því engu en sagði: »Skelfing líður yður illa?« »Illa? Já, það er nú meira en það«. »Já, jeg heyri það«, sagði jeg, »það gengur víst eitthvað mikið að yður?« »Já«, sagði hún. »Jeg er alveg full af djöflum, en sjálf er jeg fordæmd og sálin komin til Vítis!« »Nei«, sagði jeg, »sálin er í yður enn þá, en hún er voðalega aðþrengd af djöflun- um!« »Af hverju vitið þjer, að sálin sje í mjer en ekki í Víti ?« spurði hún. »Jú, jeg heyri sálina hljóða, og það gæti annars ekki heyrst hingað. Djöflarnir hljóða ekki, þeir skemta sjer auðvitað vel, og ekki eru þeir að ákalla Guð, heldur sálin, sem þeir eru að kvelja. Hún er í yður enn!« »Já, það er líklega satt, sem þjer segið. En jeg er full af djöflum samt!« »Já, auðvitað, en Jesús getur rekið þá út eins og forðurn*. »Nei, Jesús vill ekki gera það, því að jeg er svo stórsyndug?* • Hafið þjer drepið marga?« spurði jeg afarrólega. Henni hnykti við: »Nei, Guði sje lof.« »En þjer hafið ef til vill stolið miklu?« »Nei, Guð hefur verndað mig frá því«. Sigurður Grímsson prentari. Hann átti 50 ára prentaraafmæli 26. marts í vor, og hjeldu prentarar honum þá samsæti á Hótel Borg. Stjórn Prentarafjelagsins afhenti honum veglega minning- argjöf og kvæöi var honnm flutt af einum starfs- bræöra hans, Ól- afl B. Ólafssyni. í veitslunni sagöi Siguröur sögur frá eldri árura, sem mönnum þótti gaman aö hlýða á, því hann segir vel frá. — Hann er fæddur i Kata- nesi á Hvalíjarö- arströnd 14. mai 1867, en kom til Reykjavíkur 1882 og fór að læra prentiðn hjá Ein- ari Þórðarsyni. En eftir tæpt ár fór hann frá Einari og til Sigmundar Guðmundssonar, sem þá hafði sett hjer á stofn nýja prentsmiðju; þar vann hann í nokkur ár og síðan í ísafoldarprentsmiðju, þar til hann 1892 fór austur á Seyðisfjörð, og vann í prentsmiðju »Austra« til ársloka 1895, en síðan i prentsmlðju »Bjarka« til hausts 1901. Pá fór hann með Þorsteini Erlingssyni skáldi til Bildudals og vann við prentun »Arnflrðings« meðan hann kom þar út. En er útgáfa blaðsins og prentsmiðjureksturinn lagöist þar niður 1902, fluttist hann aftur til Reykjavíkur. Vann hann þá fyrst í Fjelags- prentsmiðjunni, en varð svo einn af stofncndum prent- smiðjunnar Gutenberg 1905, og hefur unnið þar síðan. Hann var formaður Starfsmannafjelags Rikisprentsmiðj- unnar fyrsta ár þess. — í fjelagsskap prentara hefur hann jafnan verð nýtur maður, og um eilt skeið í stjórn Prentarafjelagsins. Hann er greindur, kátur og skemtinn, og hefur jafnan komið sjer vel meöal starfsbræðra sinna. — A siðari árum hefur hann unnið mikið að bindindismálum og oft verið æðsti templar i stúku sinni. Kvæntur er hann Jóhönnu Jónsdóttur Norðfjörð, og hafa þau ált fjögur börn: Jónínu, er dó 1930, Por- stein kaupmann, Ragnheiði, sem er gift í Kaupmanna- höfn, og Sigurð, verslunarmann. Þannig gekk jeg gegnum alt stórsyndaregistrið. Loksins sagði hún af nokkrum þjósti: »Þjer vitið kannske, að það eru ekki stórglæpirnir, sem fordæma mann, því ef maður iðrast, getur maður fengið fyrir- gefning, en það er syndin á móti Heilögum anda, hún verður áldrei fyrirgefin, og hana hef jeg drýgt*.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.