Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 8
8 Ó Ð I N N Sandá, sem er stórt vatnsfall og hættuleg vegna sandbleytu. Var vöxtur í henni vegna úrkom- unnar, en þó komst jeg klaklaust yfir hana, var hún ekki á sund nema stuttan kaíla. Sandá fellur í Hvítá alllangt niður á afrjetti Hreppamanna. IJegar þangað kom var snjórinn farinn að minka og hvarf loks með öllu, er lengra dró niður i hlíðarnar. Gat jeg þá látið hestana grípa í jörð, sem hresti þá mikið. Jeg hafði þann sið, að binda upp á þeim hestinum, sem bar töskuna i það og það sinn, og láta hann elta. Pegar snjórinn fór að minka stóð töskuhesturinn, selti hömina í veðrið meðan hann sá til mín, en tók svo sprettinn, þangað til hann náði mjer, en þá stansaði hann og sneri sjer við aftur. Svona var veðrið vont. Klukkan 12 næstu nótt var jeg kominn ofan að Gullfossi. Öskrið i honum ætlaði hreint að æra mig og hestana, því að við vorum allir yfir okkur þreyttir. Jeg var þá búinn að fá ónota- lega suðu fyrir eyrun, sem blandaðist söng, hljóð- færaslætti og öskrum, sem mjer fanst jeg heyra úr öllum áttum. Eldglæringar og Ijós, sem öll voru á fleygiferð, sá jeg þá hvervetna. Mun þetta hafa stafað af svefnleysi og þvi, að hvassveðrið var búið að lemja stöðugt á mjer höfuðið í rúman sólarhring. Nálægt Gullfossi kom jeg að afrjeltar- girðingu Hreppamanna og var þar hlið á. Þegar jeg kom í gegn um hliðið, varð Sokki svo fjör- ugur, að jeg varla gat haldið honum í skefjum. Hjelt hann þá að við værum komnir nálægt bæj- um. Nokkrum spöl neðar kom jeg á eyðijörð- ina Hamarsholt. Hafði túnið ekki verið slegið um sumarið. Standsaði jeg þar um hálftíma og ljet hestana bíta. Þá fann jeg ekki til svefns og hafði heldur enga matarlist. Jeg Ieitaði að götu frá eyðibýlinu, sem jeg bjóst við að mundi liggja til næsta bæjar, og fann hana. Var nú veðrinu farið að slota og klukk- an að ganga þrjú um nóttina kom jeg að beit- arhúsum frá Tungufelli. I’ar vildu hestarnir setj- ast að, enda voru þeir þá búnir að halda áfram með lítilli hvíld í rúma 20 klukkutíma, og þar sem jeg var þarna ókunnugur leiðum, rjeð jeg af að bíða þar birtunnar. Jeg ætlaði að lála hestana inn í húsið, en dyrn- ar á því voru of litlar. Þarna var nógur hagi, og ljet jeg hestana hafa reiðtygin til skjóls. Ljet jeg fyrir berast i hlöðunni og gróf mig í heyið. Jeg var nú orðinn allur talsvert votur og föt þau, sem jeg hafði í töskunni blotnuðu í vatnsföllun- um. Sótti því að mjer kuldi og var liðanin ill þarna í hlöðunni. Gat jeg ekkert blundað, enda fann þá ekki til þess, að jeg væri syfjaður. Strax er skímaði, tók jeg hestana og reið ofan að Tungufelli. tJar bjuggu öldruð hjón, Jón Árnason og Sigríður Jónsdóttir. Tóku þau mjer eins og best mátti verða. Jón gaf hestunum græna töðu, en konan hitaði handa mjer mjólk og sauð súpu með nýju lambaketi, er hún bar á borð fyrir mig af mikilli rausn. Mjer varð ekki um sel, er jeg sá mig í spegli þarna í Tungufelli. Andlitið var þrútið mjög og augun blóðhlaupin. 1 Tungufelli var ekki annað svefnhús en bað- stofan. Þegar jeg hafði hresl mig þar og þurkað, kvaddi jeg þessi góðu hjón og fór ofan að Gíg- jarhóli í Biskupstungum, sem er stuttur vegur. Þar fjekk jeg að vera í tvær nætur við besta beina hjá heiðurshjónunm Guðna Diðrikssyni og Helgu Guðmundsdóttur. Klukkan 12 á fimtu- dagsnótt gat jeg loks sofnað, eftir að hafa vakað 112 klukkutíma samfleytt. Svaf jeg þá 12 tíma i einum dúr. Það er að segja af Sigurði á Beinakeldu, að þegar hann var að koma heim úr göngunum, þóttist hann sjá mig í hálfrökkri riða Sokka og teyma Bauð niður með læk einum norður í i Svínadal. Taldi Sigurður mig þá af. Tungnamenn fóru í göngur strax og jeg kom suður. Sögðu þeir mjer að engum kunnugum hefði dottið í hug að ríða Jökulfallið þar sem þeir sáu slóð hesta minna yfir það. Undruðust þeir það og þó hitt ekki minna, að jeg skyldi koma hestunum upp úr flóafeninu, sem þeir töldu vera alófært fyrir hesta. Þess vil jeg geta að lokum, að nóttina, sem jeg gekk um gólf í hríðinni, fanst mjer jafnan einhver vera við hliðina á mjer, og stappa þegj- andi í mig stálinu með að halda mjer vakandi. Var þelta svo rikt í tilfinning minni, að mjer fanst oft jeg verða að gá að þvi, til hvorrar hliðar jeg sneri mjer við á röltinu, svo að jeg ræki mig ekki á þann, er stöðugt gekk við hliðina á mjer. Jeg gat þess í upphafi, að jeg hefði keypt Rauð til ferðarinnar. Var hugmynd mín að selja hann að henni lokinni. Við það hætti jeg alveg og lifir hann hjá mjer í hárri elli. Sokka minn ljet jeg fella 26 ára gamlan. Þann dag, sem hann var skotinn, fór jeg einförum. Jón H. Þorbergsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.