Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 3
ÓÐINN 3 Úfinn og ofsafenginn æsir þinn framtaksmátt. Lokkar i ljóða strenginn lifandi hörpuslátt. Þorfinnur þroska-styrkur, þrautgóður alla tíð, hræddist ei Hel nje myrkur, hafrót nje vopna stríð. Hugkvæmur hverju starfi, harðger í allri raun, vonglaður heilsar Hvarfi, hetjunnar fremdar laun. Auðna með ástarhóti athugul greiddi för. Einhuga úr öldu-róti allkátir sigldu í vör. — Hjá Leifi farmenn fengu fúslega dýra vist. Mannraun varð öll að engu, og ekkert höfðu mist. Konan hin kostum búna karlmenni eykur þrótt. Heggur á snöru snúna, sneiðir hjá vondri drólt. Mýkir öll mein og sárin, mótlætið hrekur brolt, fögur þótt fjölgi árin, fullhuginn ber þess vott. Guðríður, góðrar ættar, göfgaði Þorfinns lund. Ást-taugar ótalþættar afl veita hverja stund. — Frá Grænlands grýttu ströndum þau greiddu ferð í haf. Háreist, en heft í böndum, ið hvita siglu traf. III. Vínland! Vinland! Von og draumur vaskra sveina, varstu strax, og sagnir greina: Engu siður marga meyna myndi Ianga í fagra steina. — Verða þeir, sem vilja reyna, voga sjer til dýpstu leyna. — Þeir, sem hafa þangað sótt, þurftu að eiga manndómsþrótt, svo ekki ríkti eilíf nótt yfir þínum frjóvu grundum, vogum, fjörðum, vikum, sundum, vafurlogum, menning, lundum, fiskivötnum, fögrum sljettum, fjöllum prúðum, skógum þjettum. Gull-land heims og gnægða-búr. — Árin hverfa. Aldir líða, elfar þungur straumur tíða. Ævi manns, sem augnablik, áform djörf og störf og hik. Pýramýdar — pennastryk. Perla lífs er æskuvorið. Lengi hefur Ijómann borið, lengst i vestri fyrsta sporið. — Heimur nýi höfuð-veldi hefur náð á jarðarfeldi. Arfinn þann með óskum seldi, og eflaust kysi að jafnan hjeldi, landneminn, sem leitar-eldi löngum slýrði. Að ævi-kveldi afreks hugsjón ávalt trúr. IV. Með furðuströndum, farna leið, og fram hjá Hellulandi í hægum vindi hjeldu skeið að hvitum fjörusandi. Og mörkin þjett sem móða lá i miklum lita blóma. Við augum blasti auðlegð há, með alskyns hefð og sóma. Og ekki sýndist örðugt verk, að eiga þarna heima. En áhrif eru stundum sterk, er staðhættirnir geyma. — En eiga vit, og hafa hug, að halda frá í tíma, ber fagurt vitni um formanns dug, sem fyrir lið má glíma. Og allra fyrst var ætlan sú, að yrkja land og ryðja.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.