Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 39

Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 39
ÓÐINN 39 þess að skemta sjer, og voru með í því ýmsir drengir úr fjelaginu. — Jeg aðvaraði þá og mjer sárnaði að sjá, hve illa sjómenn fóru með sig og fje sitt. Fór svo, að stofnuð voru samtök til þess að vinna móti þessu, þegar flotinn kæmi inn aftur. Var þá stofnaður vörður til þess að vera fyrir dyrum úti, þegar sjó- menn kæmu í land. Var skift verkum þannig, að tveir og tveir áttu að ganga fyrir framan hverjar dyr og tala við alla, sem ætluðu þar inn. En áður en vörð- urinn væri settur, skrifaði jeg hótel-eigandanum og fór þess á leit, að hann breytti drykkjukránni í al- mennan veitingasal, þar sem sjómenn gætu setið og fengið kaffi og mat og áfengi líka. Jeg bað um svar fyrir 14. mars og sagði, að annars yrði settur vörður við dyrnar þann 15. að morgni. Ekkert svar kom og vörðurinn byrjaði að morgni kl. 11 og var til kl. 12 um kvöldið, og skiftust menn á að standa á verði, hver flokkur tvo tíma í senn. Jeg var kunnugur líku starfi frá Kaupmannahöfn, og var jeg því kjörinn til að hafa forgöngu tilhögunarinnar. Jeg tók þátttak- endum vara við því, að fara fast upp að dyrunum, heldur að tala við menn úti á götunni. Þessa var venjulega gætt. í verðinum voru menn og konur úr ýmsum bindindisfjelögum og heilmargir aðrir, sem buðu sig fram. Ólafía Jóhannsdóttir var mjög dugleg, og eins Arni Zakaríasson. — Jeg gaf þá út opið brjef til sjómanna um þetta mál. Það kostaði 5 aura eintakið. Það var selt í tvo daga og seldust yfir 900 eintök og borgaði það prentun og pappír. En er skipin fóru að koma inn, Ijet jeg hætta sölunni og sendi um borð í skipin eitt eintak hverjum manni á skipi; jeg vissi nákvæmlega hve margir voru á hverju skipi. Jeg hafði þá keypt mjer lítinn róðrarbát fyrir 60 krónur og fór jeg oft sjálfur um borð, er eitthvert skip var að leggjast. Mjer var æfinlega vel tekið, enda átti jeg alúðarvini á hverju skipi. — Jeg hafði látið prenta 5000 af brjefinu, og var því mest útbýtt ókeypis nema þessum, sem seld voru fyrstu dagana. Samt hef jeg aldrei grætt á neinu riti peningalega eins og á þessu, því að Stórstúkan keypti af mjer 6 hundruð og vildi engar prósentur, og Umdæmis- stúkan veitti mjer 25 krónur í verðlaun, og kona ein frá Ameríku keypti hundrað og borgaði þau með hálfu pundi sterling. — Það var fjör og kraftur í verðinum fram eftir vorinu, en svo Ijet hótel-eigandinn leggja fógetabann við verðinum og stefndi Árna Zakaríassyni fyrir atvinnuspjöll, því að hann hafði gerst heldur nærgöngull. Hann fjekk 40 króna sekt í undirrjetti, en var sýknaður í yfirrjetti. — Það vanst talsvert á við þessa starfsemi og brennivíns aldan meðal unglinga hjaðnaði, enda þótt ýmsir kæmust út á brautina og hafi aldrei af henni komist. Nú leið svo fram eftir vorinu, og brátt leið að þeim tíma, er jeg ætti að taka við öllu Melsteðs-húsi og flytja þangað. En rjett áður en flytja átti, fengum vjer heimsókn, sem var mjög góð. Það var annar aðal-framkvæmdastjórinn í Alþjóðanefnd fjelagsins í Schweiz, Oberst-lautenant Charles Fermaud. — Jeg kveið ekki lítið fyrir komu slíks höfðingja, og vissi varla hvernig vjer ættum að taka á móti honum. Hann kom 6. maí og reyndist hið mesta prúðmenni, sem vann sjer hylli allra, sem honum kyntust. Jeg hafði komið honum fyrir í húsi frú Thorarensen, ekkju sjera Stefáns Thorarensen, sem var göfug og vel mentuð kona. Hún bjó þá í Grjótagötu 4. — Jeg var þá nýlega búinn að missa mína hægri hönd, Pjetur Gunnarsson, sem kominn var í vinnu, en jeg mátti til að fá hann aftur og gjalda honum viðlíka kaup, sem hann gat fengið í vinnunni. Hann kom svo aftur til mín og varð mjer bjargvættur við flutn- inginn niður í Melsteðs-hús og á ýmsan annan veg. — Fermaud hjelt samkomur bæði í kirkjunni og Good- Templara-húsinu. Hann talaði á norsku-blendingi, en allir skyldu hann svo vel, að ekki þurfti á túlk að halda í Reykjavík. — Hann vann vináttu unga fólksins. Jeg ferðaðist með honum suður að Útskálum, þar sem sjera Fr. Hallgrímsson hjelt uppi blómlegu fjelagi. Fermaud var hinn skemtilegasti maður og var unun að vera með honum á ferðalagi. Hann hjelt sam- komur í Hafnarfirði, Kálfatjörn, Keflavík og Útskálum. Þórhallur Iektor Bjarnarson lánaði mjer hesta suður og varð mikill ljettir að því. — Nákvæm lýsing á dvöl Fermauds og starfi hans hjer kemur í sögu fjelagsins. — Við fengum alstaðar bestu viðtökur og sjer í lagi á Úískálum. Ellen dóttir þeirra hjóna sjera Friðriks og frú Ðentínu var þá eitthvað ársgömul. Fermaud og nafni minn voru alt af að stríða mjer með því, að jeg ætti að fara að kvongast, og svo stakk Fermaud upp á því, að þau hjónin ættu að gefa mjer Ellen þegar hún væri orðin stór. Jeg samþykti það og sagði, að jeg skyldi skuldbinda mig til þess, að ganga að eiga hana, ef hún heimtaði það, er hún væri orðin 28 ára gömul, en þangað til mætti enginn minnast á kvon- fang við mig, trúlofaðan manninn. Það varð heilmikið gaman að þessu, og þegar þeir ætluðu að fara að stríða mjer aftur, þaggaði jeg fljótlega niður í þeim. — Skömmu eftir heimkomu okkar til Reykjavíkur, fórum við Fermaud í aðra ferð, austur að Geysi og Gullfossi. Ólafur Eyvindsson, sem var vanur fylgdarmaður

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.