Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 29
Ó Ð I N N
29
Siguröur á Derunesi.
Sigurður Antoníusson bóndi á Berunesi í
Beruneshreppi í Suður-Múlasýslu er fæddur í
Gautavík 7. marts 1859, sonur Antoniusar, frá
Gautavik Antoníussonar bónda á Berunesi Jóns-
sonar. Kona þessa Jóns, föður Antoniusar, var
Þóra Guðmundsdóttir frá Dísastöðum i Breið-
dal, Árnasonar, Jónssonar prests á Hálsi við
Djúpavog (d. 1757), Gissurssonar. Móðir Sigurðar
á Berunesi, kona
Antoníusar, var
Sigríður Sigurð-
ardóltir, Gunn-
laugssonar prests
á Hallormsstað,
Þórðarsonar. Sig-
riður misti mann
sinn, Antoníus,
1872, en giftist
aftur 1873 Jóni
Pjeturssyni frá
Berufirði, og
bjuggu þau á
Berunesiþar tilár-
ið 1883, en flutt-
ust þá til Vestur-
heims. Kona Sig-
urðar á Berunesi er Jóhanna Jónsdóttir, fædd á
Núpi á Berufjarðarströnd 21. febr. 1869. Jón
faðir hennar var Einarsson, bónda í Meðalnesi
Jónssonar og Þórdísar Erlendsdóttur.
Þegar Jón Pjetursson fluttist til Vesturheims
fjekk Sigurður 2/s parta úr Berunesi og keypti
síðar Vs af Stefaníu systur sinni. Ekki fór hann
þó sjálfur að búa á jörðinni fyr en alllöngu
síðar, en bygði hana frænda sínum, Jóni Stefáns-
syni, sem áður bjó í Gautavík, og var hjá hon-
um vinnumaður. En nálægt aldamótunum tók
Sigurður sjálfur við jörðinni, og 1902 kvæntist
hann Jóhönnu konu sinni. Hafa þau eignast tvær
dætur, Sigríði og Kristborgu. Jón Stefánson misti
konu sína, Herdísi, sumarið 1899 og brá þá búi,
en dvaldi hjá Sigurði til dauðadags.
Áður en Jón Stefánsson hætti búskap var
mikið búið að bæta jörðina, sljetta og girða
bæði tún og engi og leggja vatnsleiðslu til bæjar.
Hafði Sigurður haft forgöngu í þeim umbótum,
enda hefur þeim verið vel við haldið og þær
auknar, eftir að hann tók við, svo að jörðin er
nú hálfu betri en þegar Jón Pjetursson vjek frá
henni, eða vel það. 1926 kom Sigurður upp
rafleiðslu, sem kostaði 5000 krónur. Sigurður
varð fyrstur bænda hjer með túngirðingu, vatns-
leiðslu og rafleiðslu, og líka fyrstur til þess að
setja vjel í bát sinn. lbúðarhús sitt bygði hann
upp 1907, og eru öll hús á jörðinni vel bygð
og umgengni prýðileg. Á Berunesi er sóknar-
kirkjan og hefur Sigurður hrest mikið upp á
hana og kirkjugarðinn. Þar er einnig símstöð
.. frá 1914. Er mikil
mannaumferð á
Berunesi og gest-
risni þar við-
brugðið, og var
einnig svo með-
an þau Jón og
Herdís rjeðu þar
búi. Ein varp-
eyja fylgir jörð-
inni og hefur
Sigurður bætt
varpið mikið, svo
að eyjan gefur
nú miklu meira
af sjer en áður
„ . var. Sigurð má
Johanna a Berunesu
telja bændafrom-
uð hjer í sveit. Hann er annar efnaðsti bóndi
sveitarinnar. En hann hefur miklu til kostað, og
er það ekki alt hjer talið. Sigurður er maður í
hærra lagi og þrekinn, en er nú orðinn nokkuð
heilsuveill. í fyrstu finst manni hann vera íhalds-
samur, ef ekki afturhaldssamur. En samt er
öðru nær en að svo sje. Hann er sannur framfara-
maður og hefur verið stoð og stylta sveitarinnar,
sannur heiðurs- og sómamaður sinnar stjettar, og
þau hjónin bæði. Auðvitað kemur altaf maður
í manns stað. En vandfenginn verður maður í
sæti Sigurðar, og óskum við sveitungar hans,
að hann sitji þar sem lengst.
G. S.
0
Brjef Gröndals. Sendibrjef frá Benedikt Sv. Gröndal
til ýmsra manna, 055 frá nokkrum mönnum til hans,
komu út siðastl. haust í Bókaverslun Porsteins Gísla-
sonar, skemlileg brjef og segja hispurslaust frá ýmsu,
sem hjer gerðist um það leyti, sem pau eru skrifuð.
Kosta 4 kr.