Óðinn - 01.01.1932, Síða 44

Óðinn - 01.01.1932, Síða 44
44 ÓÐINN Kristinn Auðunsson prentari. Einar Kristinn AuðunssOn prentari í rikisprentsmiðj- unni Gutenberg hefur nú bráðum staðið 53 ár við setj- arakassann. Hann kom hingað tii borgarinnnar 14 ára gamall of- an af Akranesi, fæddurþar,i Háu- hjáleigu, 23. nóv. 1865, og rjeðist i prentsmiðju Ein- ars Pórðarsonar, sem þá var eina prentsmiðjan hjer í bænum. Varð hann þá að fara á fætur kl. 6 á morgnana til þess að leggja í prent- sm.-ofninn, sópa gólfið o. s. frv., því vinna byrj- aði kl. 7, og var unnið til 8 á kvöldin. Pessir menn voru þar þá prentarar: Sigurður Kristjánsson, síðar bóksali, Torfl Porgrímsson, Benedikt Pálsson, Pjetur Ásmundsson, Arni Valdason, Jóhannes L. Jóhannesson, síðar prestur, og Guðmund- ur Porsteinsson. Kristinn var hjá Einari í 7 ár, en 1886 keypti Björn Jónsson prentsmiðjuna, og hjet hún eftir það ísafoldarprentsmiðja. Þar vann Kristinn í 18 ár. En er prentsmiðjan Gutenberg var stofnuð, fór hann þang- að, enda var hann einn af stofnendum hennar, og hef- ur unnið þar siðan. Hann hefur átt góðan þátt í fje- lagsskap prentara og er einn af stofnendum Hins ís- lenska prentarafjelags, sem nú hefur lengi starfað og mikið unnið að hagsbótum prentarastjettarinnar. Og jafnan hefur hann verið vinsæll meðal starfsbræðra sinna. En 53 ár eru langur vinnutími, og fágætt, að menn vinni svo lengi við eitt og sama starf. son (nú preslur í Bolungarvík) var á þeim biblíu- lestri; var hann þá í latínuskólanum, mjög efnilegur piltur. Varð þessi kvöldstund mjer ágæt minning. Seinna það sumar sigldi Bjarni til guðfræðináms á háskólann og knýttum vjer miklar vonir til hans. — Alþjóðafundur í Kristjaníu. Eftir heimkomu okkar gekk nú allt sinn góða gang fram eftir sumrinu. ]eg gat ekki sjeð neina útvegi til siglingarinnar á alþjóðafundinn og var orðinn því al- veg afhuga. Leið svo til 13. ágúst, en þá um kvöldið kom Jón Helgason til mín og sagði, að nú væru síð- ustu forvöð til siglingar og mætti ekki tæpara standa að jeg næði á fundinn, og heimtaði, að jeg brigði við skjótt og færi með Ceres, sem átti að fara í hring- ferð austur og norður um land, og yrði jeg svo að fara til Seyðisfjarðar og taka þar far með Vestu, er kæmi að norðan og færi þaðan utan. Einhvern veg- inn, jeg man ekki á hvaða hátt, hafði hann náð sam- an peningum til ferðakostnaðar. Skipið átti að fara daginn eftir. Svo tók jeg saman pjönkur mínar um nóttina, og næsta kvöld var jeg kominn út á sjó. Vjer fengum ágætisveður til Seyðisfjarðar. Davíð Östlund, sem þá átti heima á Austurlandi, var samferðamaður minn, og seldi hann mjer fyrsta lindarpennann, sem jeg eignaðist. En gleðin af honum varð skammvinn, því í hvert sinn, sem jeg fór að skrifa með honum, varð jeg allur blekugur um hendurnar, svo að jeg eitt sinn í bræði minni henti honum í sjóinn einhversstaðar milli Islands og Færeyja. — Jeg dvaldi einn dag á Seyðisfirði og hjelt þar samkomu. Það var sólskins- dagur, eins og vant er að vera, er jeg kem á Seyð- fjörð, svo að hvert sinn sem mjer dettur Seyðisfjörð- ur í hug, sje jeg hann í hugmynd minni baðaðan í sólskini. Um miðnætti lagði Vesta af stað. Á leiðinni til Eskifjarðar kynntist jeg pilti af Eskifirði, sem Ing- ólfur hjet, og varð mjer mjög kær og er góður kunn- ingsskapur með okkur þann dag í dag, þótt strjálir hafi samfundir verið. — Hann varð mjer til uppörfunar. — Ferðin til Færeyja gekk fljótt og vel. í Thorshavn var komið með sjúka konu út á skipið; hún var brjál- uð og átti að fara til Danmerkur á hæli þar. Hún var frá Klaksvík, og var mágur hennar, Absalon Jógvansson, gæslumaður hennar á leiðinni. Hann var stud. theol. frá Hafnarháskóla. Konan linti ekki á hljóðum alt kvöldið og næstu nótt. Hún var í klefa sjer á 2. farrými. Það var átakanlegt að heyra hljóð- in, og stundum var hún að æpa til Guðs og Jesú Krists, og stundum hljóðaði hún upp, að djöflar væru að ásækja sig, og stundum brautst hún um og sagðist ekki vilja fara til Danmerkur til þess að láta háls- höggva sig þar. — Var þetta eitthvert ömurlegasta kvöld og nótt, sem jeg hef haft á nokkurri sjóleið.— Unglingspiltur, sonur stórkaupmanns eins í Kh., var svo hræddur, að hann bað mig að lofa sjer að sofa inni í mínum klefa um nóttina. Þetta lá eins og farg á öllum og engum varð svefnsamt þá nótt. Mágur hennar sagði mjer, að hún hefði orðið svona alt í einu, er ofboðshræðsla hafði gripið hana á öðrum eða þriðja degi eftir barnsburð. — Fram eftir næsta degi var þetta alveg eins og hjeldu allir sig sem mest uppi, enda var veður hið besta og steikjandi hiti. Konan

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.