Óðinn - 01.01.1932, Blaðsíða 48
48
ÓÐINN
veg og Danmörk, hann sem talað er um í »Undir-
búningsárunum«, og biskup Bang og sjera Klavnes,
buðu mjer heim til sín er fundunum væri lokið. Eitt
kvöld vorum vjer eftir kl. 8 heima hjá biskup Bang,
vjer vorum eitthvað 20, nærri því frá jafnmörgum
þjóðum. — Síðast krupum vjer niður allir saman og
báðum hátt, hver á sínu máli. Biskupnum þótti vænt
um að heyra mig biðja á íslensku og faðmaði mig
að sjer.
Einn af forgöngumönnum fundarins var prins Óskar
Bernadotte, sonur Óskars II. Svíakonungs, stór mað-
ur vexti og heldur stórskorinn í andliti. Hann var þá
formaður sænska K. F. U. M.-sambandsins. Konung-
ur hafði ætlað að koma til Kristjaníu þá daga, en
var hindraður af einhverjum störfum í Gautaborg.
Hann bauð í veitslu öllum fulltrúunum, um 11 hundr-
uð, sem höfðu fulltrúaumboð, aðrir fundarmenn, um 9
hundruð, voru gestir fundarins. Var það boð haldið í
konungshöllinni kl. 5 síðdegis, og hafði prinsinn for-
sæti í umboði konungs. — Þegar komið var inn í
höllina var kvenfólki, sem með var boðið, en það
voru konur ýmsra fulltrúanna, vísað inn í fatageymslu
til hægri handar, en karlmönnum til vinstri. Tókst þá
svo óheppilega til að prófessor frá Peking var vísað
inn kvennamegin. Viltust þjónarnir á því, að hann var
í síðum, kínverskum silkibúnungi, með langa hárfljettu
niður á bak. Þegar hann sá sig umkringdan af tóm-
um konum, sem voru að snurfusa sig, varð hann
dauðhræddur og flúði hið skjótasta, og komst inn til
karlmannanna. Vakti þetta græskulaust gaman hjá
mönnum. Síðan var gestum vísað inn í móttökusalinn
og stóð prinsinn við dyrnar, og bauð menn velkomna.
Adjútant hans tók á móti kortunum og kynti prins-
inum þjóðerni manna og sagði prinsinn fáein orð við
hvern, ýmist á ensku, þýsku eða frönsku, og á sænsku
við alla Skandinava. Við mig sagði hann á sænsku:
»Velkominn með svala frá jöklum og hita frá Heklu*.
— Eftir móttökuna var gengið í afarstóran matsal og
voru borð meðfram veggjum. Voru á einum stað
diskar og áhöld og á öðrum maturinn. Það var borð-
að standandi og hjálpuðu menn hver öðrum og var
mikinn veisluklið að heyra hvaðanæfa. Voru gnóg-
leg föng og marga rjetti um að velja. Gekk sú máltíð
greitt og stóð yfir góðan hálf-tíma. Alt var svo frjáist
og óþvingað. Eitthvað annað en að sitja með saman-
klemda arma við borð í 2—4 tíma. Að áti loknu tal-
aði prinsinn og bar veislugestunum kveðju konungs
og lýsti því, hvílík gleði það væri að hafa svo marg-
ar þjóðir samankomnar í höfuðstað ríkisins. Var gjörð-
ur besti rómur að ræðunni og síðan dreifðust menn
um sali hallarinnar í flokkum. — Að endingu kom
stór söngflokkur og söng nokkur lög, og þar á meðal:
»Sjá þann hin mikla flokk sem fjöll,« með lagi Griegs,
sem þá var óþekt. Söng sænskur prestur það sem sóló,
sjera Lundén frá Gautaborg, nafnfrægur einsöngvari og
söng kórið undir bocka chinsa og urðu allir hrifnir.
Eftir það fór lagið að ryðja sjer til rúms á Norður-
löndum. — Svo fóru menn að tínast burtu, og þegar
gengið var niður stigann, stóðu þar þjónar í röðum
og buðu vindla. Varð jeg því feginn og reykti með
mestu ánægju. Þetta var ógn algengur vindill. ]eg
hitti úti á tröppunum mann frá Bayern. Hann furð-
aði sig á því, að jeg skyldi reykja konunglegan vindil
eins og einhvern njóla; kvaðst hann geyma sinn til
minja og ætla að gefa föður sínum hann, er heim
kæmi, því að hann hjeldi svo mikið upp á alt, sem
konunglegt væri. Mjer fanst minn vera nákvæmlega
eins og dágóðir vindlar, sem maður fær hjá öðrum
dauðlegum mönnum.
Si
Vísa eftir Gest Pálsson.
(Þessa vísu afhenti Gestur Pálsson skáld Lárusi H.
Bjarnason, síðar hæstarjettardómara, á afmælisdag Lár-
usar 27. marts 1885. — L. H. B. hafði hjálpað honum
eitthvað i bili við útgáfu »Suðra«):
Skemtu þjer við að skoða
skritna lifsins boða,
glópsku’ og vit og gæfu’ og þraut.
Orktu ótal sögur,
orktu kvæði’ og bögur,
Iýstu sannri lífsins braut.
©
Elsta þingvfsan,
sem menn vita til að kveðin hafi verið, er eftir Benedikt
Gröndal um Jón alþm. i Tandraseli, en B. Gr. var þing-
skrifari fyrst eftir að Alþingi var endurreist, og er vís-
an skrifuð á handrit af ræðu, sem Jón hjelt en Gröndal
skrifaði:
Líkur Andra þings við þrá,
þrár í randajeli,
riður gandreið Alþingi’ á
Jón í Tandraseli.
Rikisprentsmiðjan Gutenberg.