Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 12
92 Reyndar eru prestar vorir greindir menn yfirleitt og sumir gáfaðir. Peir eru og frjálslyndir í samanburði við bræður sína og náfrændur erlendis. En þó eru þeir ekki vaxnir þessum vanda, að byggja guðshús, nýtt og fagurt í landinu. Pess þurfti við í landi voru — einmitt þess, hvorki meira né heldur minna. Kirkjan þarf öll að endurnýjast hátt og lágt, úthverfa hennar og innhverfa. En það hefir kirkjumálanefndin eigi skilið. Stjórnin hefir og gengið þess dulin. Annars mundi hún hafa valið aðra menn í nefndina en prestlinga mestmegnis. Prestastéttin hefir aldrei gengist fyrir hreinsun trúargreinanna né endurnýjun. Sagan er til vitnis um það. Svo fjandsamleg hefir sú stétt verið allri stórstígri siðabót, að hún réð lausnarann af dögum og stofnaði rannsóknarréttinn illræmda og hélt honum við. Hitt hefir henni verið ágæta vel gefið, að koma fjármálum kirkjunnar í fast horf og tryggja sjálfri sér hægindi. Kirkjumálanefndin hefir hallast á þessa sveifina. Hún hefir litið á kirkjuna líkum augum sem Bárður á Búrfelli leit á maura- skemmu sína. En taki þér krossinn helga og setjið hann á mauraskemmu Búrfells-Bárðar, fyllið loftið með skreið, kjallarann með magálum og mungáti, og hún verður þó aldrei að kirkju Jesú Krists. Hærri laun! Betri kjör handa prestunum, hærri laun og hag- anlegri! Pctta kall hljómar nú um landið og bergmálar. En góðir menn! Mundi ítökum kristinnar trúar fjölga í land- inu, þó að þessu kalli yrði fullnægt? Presturinn, sem ritað hefir skáldsöguna amerísku, minnist eigi einu orði á háu launin, né telur þau skilyrði kristindómsins. Heilbrigð skynsemi er á sama máli. Og hvernig getur þjóðin risið undir hálaunagjaldi til ioo—120 presta í iandi, sem hefir á að skipa einum 80,000 íbúa? Hún orkar því ekki. Sumir þeir, sem tala um háu launin, vilja fækka prestunum miklu meira, langt niður fyrir 100 ef til vili. En þegar svo er komið, að prestar eru orðnir mjög fáir og strjálir, kemur þar að lokum, að þeir verða farand-prédikendur al-ókunnir öllum þorra manna. Pá verða þeir sporrekendur prestsins í skáldsögunni, sem ég nefndi, — áður en hann vaknaði og sá köllun sina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.