Eimreiðin - 01.05.1907, Side 13
93
Pá kalla ég, að prestarnir séu komnir út úr mannfélaginu,
þegar þeir gera það með nauðung að finna mann að máli, sem
kveður þá dyragöngu. Pegar svo er komið, þá er okkur stórum
hnignað frá því sem nú er, þar sem prestar búa vel, hjálpa mönn-
um um hey í harðindum og starfa í sveitamálum og þjóðmálum.
Pegar þeir eru orðnir sófagrónir ræðudvergar, hálautiaðir, en
afskiftalausir um málefni jarðnrinnar, þá eru þeir orðnir rótfestu-
lausir í jarðvegi alþjóðar; þá met ég þá álíka sem punt í vatns-
flösku — ónýta stráleggi, falska fífla, trénaða njóla.
Annars eru há laun og haganlega greidd alls engin trygging
fyrir góðum efnahag. Sýslumennirnir í landi voru hafa há laun
og þurfa heldur ekki að reyta þau saman í skjaldaskriflum né
baugabrotum, og þó eru þeir á höfðinu sumir hverjir og sjá aldrei
upp úr skuldasúpunni. En sumir hafa orðið gjaldþrota 1 embætt-
um sínum, og stórkostlegur fjárþurður orðið eftir suma, þegar
dánarbú þeirra hefir verið rannsakað.
Prestar vorir hafa haft lág laun að vísu. En gjaldþrota hafa
þeir þó sjaldan orðið. Peir hafa lifað sjálfsafneitunarlífi ásamt al-
menningi, liðið súrt og sætt með honum og borið hita dagsins og
þunga með alþýðu manna. Peir hafa verið bændur meðal bænda
og þó meiri menn en bændur flestir eru, sumir hverjir, bæði að
mentun og höfðingsháttum. þeir hafa setið á þingi og verið for-
kólfar mála í héraði. Jafnframt þessu hafa þeir unnið störf á
heimilum sínum. — Séra Benedikt Kristjánsson í Múla, alþingis-
maður, var smiður heima hjá sér og afburða sláttumaður. Eg tek
hann til dæmis. — Hvílið í guðsfriði og góðra manna þökk —
gömlu, ágætu prestar. Orðstír ykkar lifir og blómgast á hverju
vori, þegar blómgrösin springa út.
En nú vilja prestarnir ekki lifa með landslýðnum — vilja ekki
bera með honum hita lífsins, né þola kuldann ásamt honum. þeir
vilja komast inn að ofninum og peningaskápnum.
Vantrúna á að buga með peningum, og brjóta á bak aftur.
Heyr endemi!
Bakfiskurinn verður aldrei bitinn úr óvini sálnanna með auð-
manna valdi.
Hvaðan eru sprotnar trúarbragðahugsjónir og siðgæðisreglur?
Eru þær komnar undan rifjum gróðasela og fjáraugnamanna?
Gætum nú vel að og flettum veraldarsögunni. Og hún svarar
skýrt og skilmerkilega á þessa leið, þegar hún er spurð um þetta: