Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.05.1907, Blaðsíða 13
93 Pá kalla ég, að prestarnir séu komnir út úr mannfélaginu, þegar þeir gera það með nauðung að finna mann að máli, sem kveður þá dyragöngu. Pegar svo er komið, þá er okkur stórum hnignað frá því sem nú er, þar sem prestar búa vel, hjálpa mönn- um um hey í harðindum og starfa í sveitamálum og þjóðmálum. Pegar þeir eru orðnir sófagrónir ræðudvergar, hálautiaðir, en afskiftalausir um málefni jarðnrinnar, þá eru þeir orðnir rótfestu- lausir í jarðvegi alþjóðar; þá met ég þá álíka sem punt í vatns- flösku — ónýta stráleggi, falska fífla, trénaða njóla. Annars eru há laun og haganlega greidd alls engin trygging fyrir góðum efnahag. Sýslumennirnir í landi voru hafa há laun og þurfa heldur ekki að reyta þau saman í skjaldaskriflum né baugabrotum, og þó eru þeir á höfðinu sumir hverjir og sjá aldrei upp úr skuldasúpunni. En sumir hafa orðið gjaldþrota 1 embætt- um sínum, og stórkostlegur fjárþurður orðið eftir suma, þegar dánarbú þeirra hefir verið rannsakað. Prestar vorir hafa haft lág laun að vísu. En gjaldþrota hafa þeir þó sjaldan orðið. Peir hafa lifað sjálfsafneitunarlífi ásamt al- menningi, liðið súrt og sætt með honum og borið hita dagsins og þunga með alþýðu manna. Peir hafa verið bændur meðal bænda og þó meiri menn en bændur flestir eru, sumir hverjir, bæði að mentun og höfðingsháttum. þeir hafa setið á þingi og verið for- kólfar mála í héraði. Jafnframt þessu hafa þeir unnið störf á heimilum sínum. — Séra Benedikt Kristjánsson í Múla, alþingis- maður, var smiður heima hjá sér og afburða sláttumaður. Eg tek hann til dæmis. — Hvílið í guðsfriði og góðra manna þökk — gömlu, ágætu prestar. Orðstír ykkar lifir og blómgast á hverju vori, þegar blómgrösin springa út. En nú vilja prestarnir ekki lifa með landslýðnum — vilja ekki bera með honum hita lífsins, né þola kuldann ásamt honum. þeir vilja komast inn að ofninum og peningaskápnum. Vantrúna á að buga með peningum, og brjóta á bak aftur. Heyr endemi! Bakfiskurinn verður aldrei bitinn úr óvini sálnanna með auð- manna valdi. Hvaðan eru sprotnar trúarbragðahugsjónir og siðgæðisreglur? Eru þær komnar undan rifjum gróðasela og fjáraugnamanna? Gætum nú vel að og flettum veraldarsögunni. Og hún svarar skýrt og skilmerkilega á þessa leið, þegar hún er spurð um þetta:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.