Eimreiðin - 01.05.1907, Side 14
94
Peir menn hafa verið fátækir að fé, sem stofnað hafa trúar-
brögðin, eða endurbætt þau og komið þeim á fastan fót, að Búdda
einum undanskildum, sem var konungsson. En þegar hann gerðist
trúarbragðahöfundur, þá afneitaði hann auðlegð sinni og valaatign.
Aftur á móti: þegar kirknadeildirnar hafa kostað kapps um
að raka saman fé, þá hafa sönn trúmál og sönn siðgæðismál orðið
ýmist grasgróin eða fótum troðin.
Til þess er sagan sögð, að henni sé gaumur gefinn.
Eg er ekki hræddur við breytingar, hvorki í kirkjumálum,
né x öðrum efnum.
Pó mundi ég kjósa helzt, að prestaskipun héldist í landinu
svo sem verið hefir. Prestur í hverju prestakalli, sem hefir lítil
laun, vinnur þó nokkuð fyrir búi sínu (meistarinn og lærisveinarnir
vóru iðnaðarmenn), er leiðtogi sóknarmanna öðrum þræði — þar
höfum vér gott skipulag kirkjumála við að búa. Með því móti
verða prestarnir betri menn og prestar um leið, heldur en ef þeir
verða fáir og rótfestulausir í landinu. Pó að presturinn sé ekki
fyrirtaks ræðugarpur, né andríkur með afburðum, þá vinst það
upp með hinu: að hann er hold af almennings holdi og blóð af
blóði hans. Með því móti verða prestarnir sanngjarnari og fara
síður út í öfgar og ofstæki.
Prestarnir þeir munu síðla gerast nærgöngulir neistaflugs-árar
(heimatrúboðsmenn).
»En til hvers er að tala um slíkt«, munu andvígismenn mínir
segja. Prestarnir takast ekki á hendur embætti -— fást alls ekki
til þess, nema kjör þeirra séu bætt. Með þvi er átt við launa-
hækkun.
Peir fella sig ekki við gömlu kjörin og fátæktina. »Stefna
tímans« er augljós: einn og tveir segja af sér embættum og ungu
skólamennirnir leggja fyrir sig aðra vegi. —Vér verðum að breyta
til, segja þeir, ella verða söfnuðirnir prestslausir, hver um annan
þveran.
Prestslaust land! — ég get felt mig vel við það, ef eigi
er hægt að hafa þá prestaskipun i landinu, sem verið hefir að
gagni, er enn og mundi verða, ef hún héldist.
Prestarnir sjálfir vilja losna við mannfélagsmálin og formæl-
endur prestafækkunarinnar og launahækkunarinnar vilja losa þá
við öll störf, nema boðun trúarinnar og túlkun siðgæðanna.
Pegar um það eitt er að ræða, að koma þeim orðum út