Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 17

Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 17
97 Hjá fæstum gæti samanburðurinn náð yfir vítt svæði. En það gerði ekki svo mikið til. Ef margir gerðu þetta, gæti margt smátt gjört eitt stórt. Ríður meira á, að það, sem sagt er, sé áreiðanlegt, en að svæðið, sem til samanburðar er tekið, sé sérlega stórt. Hefði hver fyrir sig t. a. m. hreppinn sinn fyrir augum og ekki meira, þá mætti vænta þess, að hann vissi hvað hann færi með. Á hinn bóginn má oftast gjöra ráð fyrir, að lýsing aldarháttar í einum hreppi eigi líka að mörgu leyti við nágranna- hreppana. Væri þetta títt, — sem vonandi verður. — þá kæmi saman- burðarlýsingar úr flestum hreppum á nokkru tímabili, og með því móti fengist með tímanum efni í vísindalega menningarsögu. Þeir séra Þorkell Bjarnason og Olafur dbrm. Sigurðsson hafa nú lagt hornsteina undir slíka byggingu. Ritgerðir þeirra hafa bent mér á, hve þýðingarmikið það gæti verið, að þess konar ritgjörðir kæmi frá sem flestum mönnum, jafnvel þó hver um sig væri ekki mjög yfirgrips- mikil. f*ær mundu þá bæta hver aðra upp. Þess vegna hefir mér komið í hug að gjöra tilraun til að bera saman ýms atriði í aldarhætti æskuára minna og elliára, þar eð ég er nú meir en hálfsjötugur, hefi alla æfi átt heimili á sama bæ og man enn nokkurn veginn glögt eftir mönnum og viðburðum frá því ég var 12 ára gamall; en það var árið 1850. Svo hefi ég líka enn nokkra eldri menn til að bera mig saman við. Ekki ætla ég mér stærra svæði en hreppinn minn: Gnúpverjahrepp, og verð þó að láta mér nægja að taka að eins fram hið helzta, þó margt hljóti að verða ótalið, sem telja mætti. Helztu atriðin eru þau, sem hér fara á eftir: Húsakynni. Um 1850 og lengi eftir það var hvert einasta hús hér í hreppnum með torfveggjum ogtorfþaki: kirkjan auk heldur annað. En um þær mundir bygði Jón bóndi Sigurðsson á Skriðufelli ofurlítið timburhús á hlaðinu þar. Það var geymsluhús; en í öðrum enda þess var laglegt svefnherbergi, Húsið var síðar, við eigendaskifti, rifið og flutt burtu úr hreppnum. — Þá voru hús hér alment fremur mjó; annað var ekki fært vegna leka, meðan ekki þektust önnur þök en torfþök, — því hér er rigningasamt. Flest voru þau gerð upp með sperrum. — Þó sá ég 2 eða 3 hús gerð upp með bitum og »dvergum«. Og á einum bæ sá ég lambhúskofa topphlaðna saman að ofan án allra viða. En þetta hvorttveggja var þá að leggjast niður. Á baðstofum, flestum eða öllum, var skarsúð af borðum lögð utan á sperrurnar og flestar voru þær þilj- aðar innan. En »fjalagólf« var óvíða nema í stofuhúsum. Á 2 bæjum voru baðstofur á lofti og stofuhús undir. Það var kölluð portbygging. Á 3 eða 4 bæjum voru sérstök stofuhús, fremur lítil, þiljuð innan, en eigi máluð. Yfir þeim var geymsluloft. Ekki man ég eftir neinum þeim bæ, að ekki væri þil fyrir bæjardyrum og skemmu, víða líka fyrir smiðju, og á nokkrum bæjum voru skemmur tvær. Þilin vissu öll fram á hlaðið og voru hér um bil í beinni röð. Flestar baðstofur sneru líka stöfnum fram á hlaðið. — Þó man ég eftir 2, sem voru þversum að baki ann- arra bæjarhúsa, eins og enn á sér stað nyrðra og vestra. En það bygg- ingarlag var þá að hverfa. í fyrstu var engin baðstofa með stofuþili að framan, heldur torfgaflhlað með víðri gluggatóft. Var þar í gluggi með 4 eða 6 rúðum. Á stærri baðstofum voru einnig þakgluggar á hliðunum; 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.