Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Side 23

Eimreiðin - 01.05.1907, Side 23
103 Lampanum fylgdi stíll, er hékk á festi. Með honum var kveikurinn færður fram, eftir því sem af honum brann. Lamparnir voru af járni eða kopar, og þá er yfirlampinn hitnaði af Ijósinu, »grét« hann lýsinu. En þá tók undirlampinn við því. Ur honum var því svo aftur helt í yfir- lampann. Það var kallað »að hella á milli«. Aftan á undirlampann var festur neðri endinn á spöng, sem stóð beint upp og var nokkuð há. Framan á hana miðja var festur snagi á rönd, stóð hann fram og upp á við og hafði tennur á röndinni sem upp vissi. Aftan á yfirlampann var líka fest uppstandandi spöng. Hún var styttri og breiðari en hin og hafði ýmislega útflúraða breikkun á efri endanum til viðhafnar. Sú spöng var klofin upp fyrir miðju og var raufin svo víð, að henni varð smeygt upp á snagann framan á spöng undirlampans. Gekk efri endi raufarinnar á einhverja tönnina á honum. Mátti þannig færa hann tönn fyrir tönn hærra og lægra. Pví hærra sem hann var færður, því meir hallaðist yfirlampinn áfram í undirlampanum. Var þessa neytt þá er lækkaði í honum. Spöng undirlampans hafði lykkju á efri enda, er lék á sigur- nagla, í hana var festur krókur til að hengja lampann á, og var á öðrum armi hans tangi, sem stinga mátti í vegg eða stoð. Mátti því hvort sem vildi festa hann með tanganum, eða hengja hann á krókinn. Stílfestin hékk vanalega við spöng yfirlampans. — Nú eru hér alstaðar komnir steinolíulampar í stað lýsislampanna. Þeir eru mismunandi, þó nær allir hringbrennarar, sumir jafnvægislampar og nokkrir með dreifðu ljósi. Tólgarkertum var ávalt brent í kirkju við messur, og á flestum bæjum einnig heima á hátíðum. Nú má kalla að hætt sé að steypa þau. í’ó er það ekki alveg. En miklu tíðara er nú, að kaupa »sterín«-kerti í búðum í staðinn fyrir að viðhafa tólgarkertin. Hirzlur voru áður nær eingöngu kistur. Nú eru dragkistur (sem vanalega eru kallaðar »kommóður«!) orðnar almennar ásamt kist- unum. Enn má geta þess, að farið er að snúa hverfusteinum með sveif, sem stigin er með fótum, í stað þess að snúa þeim með handafli. Fénaðarhirðing- stendur í nánu sambandi við húsakynni: í léleg- um húsum er ekki hægt að hirða skepnur vel. Alment var hér farið að hýsa útigangspening í aftökum, þá er ég man fyrst eftir. En þess heyrði ég getið, að á sumum bæjum væri ekki langt síðan að nægileg hús voru bygð til þess. Víða var þó heldur lítið um innigjöf: fullorðnu fé og hrossum var þá gefið »á gadd«. Það lagðist þó brátt niður og var farið að byggja öll fénaðarhús með jötum, svo gefa mætti inni, er þurfti. Beit var eins fyrir því notuð sem mátti. Karlmenn höfðu fjárhirðing á hendi fram að vertíð. En þá fóru þeir til sjávar, og var það alment, að einungis kvenfólk var heima til gegninga á vertíðinni. Þurftu þær þá oft að taka á nærgætni sinni við skepnur, er magrar voru orðnar undir umsjón karlmanna. Var gegningakonum oft vorkunn, einkum ef djarflega hafði verið sett á heyin. Vanalega fór þó altsaman vel úr hendi hjá þeim. Enda var sjálfsagt, að hin birgu heimili lánuðu hinum óbirgu hey. Fyrir kom það, að nokkrar skepnur dóu úr hor, en aldrei kvað mikið að því svo ég vissi til. Sauðfjárkynið var holdgrant, en hart og þolgott og að jafnaði fallegt útlits. Um hross mátti líka að jafnaði segja, að þau »gengi

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.