Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 24

Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 24
104 ekki úr holdum«. Var þó tlðast, að þeim var lítið gefið og þá helzt úrgangur. En þau voru ólíku minna brúkuð þá en nú: minna var verzlað og aðdrættir minni. Á flestum bæjum var eldishestur, sem eingöngu var hafður til reiðar. »Hestamenn« voru hér þá ekki allfáir. Keptu þeir hver við annan að hafa sinn hest fjörugastan, vakrastan og fljótastan. Og jafnan er menn áttu samleið lausríðandi, var sjálfsagt, að Iáta hest- ana reyna sig. Á þessa hesta reyndi oft mikið. En þeir áttu gott og voru fjörmiklir og glaðlegir. Menn unnu þeim og létu þá ógjarna fala. En hið sorglega var, að í ellinni voru þeir oftast gerðir að áburðar- hestum. Má hugsa sér hvernig þeim hefir þá liðið, er áður höfðu van- ist svo góðu. Undantekningar voru samt frá þessu. — Mjólkurkýr voru teknar á gjöf strax á haustin, en geldum kúm og nautum var oft beitt nokkuð framan af. Oftast var það bóndi sjálfur, sem skamtaði heyið, en einhver unglingur eða kerling var að öðru leyti í fjósinu. f’angað safn- aðist svo unga fólkið í rökkrinu, söng og kvað eða sagði sögur, og var þar oft glatt á hjalla. Þá er kýr fóru að stálma, var farið að gefa þeim meira og betra fóður: »gefa þeim til«, og var því haldið áfram eftir burðinn meðan kýrin mjólkaði vel, en dregið af henni, er hún tók að geldast. Eigi var venja að mæla mjólkurhæð kúa nema fyrst eftir burðinn. Sauðfjármeðferðin breyttist til muna eftir niðurskurðinn 1857. Þá var hinum gamla fjárstofni gjöreytt vegna fjárkláðans og nýr stofn keyptur norðan úr Þingeyjarsýslu. Var sauðfé manna fátt fyrst í stað á eftir, og til að hafa þess sem mest not ólu menn það sem bezt. Sýndi þá reynslan, að færra fé betra gefur tiltölulega meiri arð en fleira lakara. Raunar fjölgaði féð aftur smátt og smátt. En samt hafa menn síðan haft það fyrir aðalreglu, að beita vægt, en fóðra svo, að skepnur haldi sem bezt holdum. En til þess þurfti að varast, að setja skepnur djarft á heyin. En þar var til skamms tíma vandi á báðar hendur. Ávalt var von á bráðapestinni. Hún drap hér árlega fleira eða færra fé á hverjum bæ, þó mismunur væri á því. Stundum byrjaði hún strax á haustin, en stundum eigi fyr en komið var fram á vetur og stöku vetur bar lítið á henni. Urðu menn jafnan að setja fleira á en ella mundi, til að ætla fyrir henni. Gat því svo farið, að ofsett yrði á heyin, ef hún varð væg. Við þessi vandræði áttu menn að stríða, þar til nú fyrir fám árum, að fundin var bólusetning við pestinni. Síðan hefir hún ekki verið til hnekkis. Fyrir eigi allfáum árum tóku ýmsir bændur hér að fá sér kynbótahrúta frá þeim stöðum, sem fé var álitið betra. En bráðapestin ónýtti þær tilraunir að mestu. Nú hafa menn hér fyrir stafni kynbætur alls búpenings, hesta, sauðfjár og kúa. Enn er það skamt komið. En öllum mun þó ljóst orðið, að aðalskilyrði allra kynbóta er góð og skyn- samleg meðferð. Nokkuð langt er síðan bændur hættu alment að róa út og er kvenfólki eigi ætluð fjárhirðing síðan. Nú er fjárhirðir jafnan hinn sami allan veturinn og verður við það meiri samkvæmni í meðferð- inni. Nú eru og fjárhús bjartari og rúmbetri og víða komin garðahús í stað jötuhúsa. Minni áherzla er nú Iögð á eldishesta en áður og fremur er sjaldgæft að sjá menn reyna hesta sína. Þó eiga ýmsir hér enn all- góða reiðhesta. Eigi er hestum nú beitt jafnhart og áður var. En þeir eru brúkaðir meira. Lestaferðir jukust mjög á síðari árum, því viðskifta- lífið jókst hér sem annarstaðar. Nú eru þó lestaferðir óðum að hverfa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.