Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 31

Eimreiðin - 01.05.1907, Qupperneq 31
111 sýnið varð svo mikið, að hún átti bágt með að trúa því, að það fyndist nokkurt réttlæti í heiminum, efaðist um að það fyndist nokkurstaðar, þar sem hún hefði farið svo hræðilega varhluta af því. — Og hver var ástæðan? •— Hún lá í augum uppi, hverjum sem vildi líta í lífsbók hennar. Hún var fyrirlitin; troðin niður í saurinn, bara af því að hún elskaði Grím. Var það mögulegt að nokkurt réttlæti væri til, þar sem henni, sakir falslausrar ástar við ótiginn mann, var misboðið svo hræðilega? Pað kom fyrir að hugur hennar dvaldi langt fyrir aftan baslið og bágindin á Hamri; skygndist inn í bernskuminningarnar frá Hofi, og allsnægtirnar þar. Og hefði hún svo tekið honum Guðjóni, maurapúkanum fertuga, sem bað hennar sama daginn og Porsteini urðu kunnar ástir hennar og Gríms — hefði hún tekið honum, eins og faðir hennar hafði ætlað að hamra fram, og gifst krónun- um hans, þá var víst, að henni hefði liðið betur. Ekki þurft að þræla nótt og dag. Pá hefði hún náð mannvirðingu og haft sama sæti sem prestsfrúin og hreppstjórakonan. Pá hefði hún ekki þurft að vera hornréka langt frá öðrum mönnum, uppi í heiði, þar sem norðanvindurinn lék lausum hala mest af vetrinum, og sólin gat ekki komið inn í bæinn á sumrin. — Jú munur hefði það verið! En myndi hún hafa orðið ánægðari? Var það víst, að hún hefði unað eins vel sambúðinni við Guðjón sem Grím? Hún elskaði Grím; gat troðið logandi eldinn fyrir hann og gert hverja þá þraut, sem kostaði líf hennar — bara ef honum væri borgið. Hún hefði aldrei unnað Guðjóni. Aldrei lært að elska hann, og að lifa í ástlausu hjónabandi, þar sem hjónasængin var eins og heljargaddur, hlaut að vera voðalegt. Pá var baslið og bágindin betra. — Og hún þakkaði guði fyrir að hafa fundið Grím; slíkan eiginmann gat hún elskað. Hún hafði líka fundið það svo snemma, að það var hann, sem var ímynd hugsjóna hennar, og hann, sem hún gat elskað í lífi og dauða. — Á þessum io árum, sem þau höfðu verið í hjónabandi, Ham- arshjónin, höfðu þau eignast 5 börn. Hið fyrsta dó vikugamalt í höndunum á yfirsetukonunni. Tvö þau næstu komust á annað og þriðja ár, og virtust mannvænleg, en þá kom barnaveikin, og þau dóu bæði í sömu vikunni. Guðlaugu fanst lífið óbærilegt eftir þenna missi, og þá reyndi hún bezt, hvaða mann hún átti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.